Banna fólki að hylja andlit sitt eftir hryðjuverkaárásirnar Þetta er hluti þeirra viðbragða sem gripið hefur verið til eftir hryðjuverkaárásirnar á páskadag þar sem 250 létu lífið og hundruð særðust. 29.4.2019 07:06
Kim Jong-un sakar Bandaríkjamenn um óheilindi Þetta kom fram í máli hans eftir leiðtogafund hans og Vladimirs Pútíns, Rússlandsforseta, sem fram fór í gær í rússnesku borginni Vladivostok. 26.4.2019 07:42
Mannréttindasamtök gagnrýna aftökur í Sádi Arabíu 37 voru teknir af lífi í Sádi Arabíu í gær á einu bretti, en fólkið var allt sakað um hryðjuverkastarfsemi. 24.4.2019 08:12
Tala látinna í Srí Lanka fer enn hækkandi Forseti Srí Lanka heitir því að yfirfara allar öryggisráðstafanir í landinu eftir hryðjuverkaárásirnar á páskadag. Tala látinna er nú komin í 359 og rúmlega 500 eru særð. 24.4.2019 08:06
Brotist inn á kaffihús í miðbænum Öryggisverðir í miðbænum tilkynntu um innbrot í kaffihús á tólfta tímanum í gærkvöldi 24.4.2019 07:10
Öflugir jarðskjálftar á Filippseyjum Jarðskjálfti sem mældist 6,3 stig reið yfir Filippseyjar í nótt en í gær reið skjálfti upp á 6,1 stig yfir norðurhluta landsins þar sem ellefu fórust. 23.4.2019 07:21
Nýi írski lýðveldisherinn tekur ábyrgð á drápinu á Lyru McKee Nýi írski lýðveldisherinn hefur tekið ábyrgðina á drápinu á blaðakonunni Lyru McKee sem var skotin í höfuðið á fimmtudaginn var þegar hún var að fylgjast með óeirðum í hverfi í norður-írsku borginni Londonderry. 23.4.2019 07:18
Fjörutíu handteknir á Srí Lanka Fjörutíu voru handteknir á Srí Lanka í nótt eftir að neyðarástand tók þar gildi og lögregla reynir að hafa hendur í hári þeirra sem skipulögðu sprengjuárásirnar í landinu um páskana. 23.4.2019 07:09
Kveikti í blokk og stakk nágranna sína sem hlupu út Maður í Suður Kóreu kveikti í gærkvöldi í íbúð sinni í fjölbýlishúsi í borginni Jinju og sat síðan fyrir nágrönnum sínum þegar þeir hlupu út úr brennandi húsinu og stakk þá með hníf. Fimm eru látnir og þrettán særðir. 17.4.2019 10:14
Trump hættir ekki stuðningi við Sáda Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur beitt neitunarvaldi sínu gegn þingsályktun sem samþykkt hafði verið í báðum deildum þingsins og er það í annað sinn sem hann beitir þessu valdi sínu. 17.4.2019 08:48