Fréttamaður

Gunnar Reynir Valþórsson

Gunnar Reynir er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Tala látinna í Srí Lanka fer enn hækkandi

Forseti Srí Lanka heitir því að yfirfara allar öryggisráðstafanir í landinu eftir hryðjuverkaárásirnar á páskadag. Tala látinna er nú komin í 359 og rúmlega 500 eru særð.

Öflugir jarðskjálftar á Filippseyjum

Jarðskjálfti sem mældist 6,3 stig reið yfir Filippseyjar í nótt en í gær reið skjálfti upp á 6,1 stig yfir norðurhluta landsins þar sem ellefu fórust.

Fjörutíu handteknir á Srí Lanka

Fjörutíu voru handteknir á Srí Lanka í nótt eftir að neyðarástand tók þar gildi og lögregla reynir að hafa hendur í hári þeirra sem skipulögðu sprengjuárásirnar í landinu um páskana.

Kveikti í blokk og stakk nágranna sína sem hlupu út

Maður í Suður Kóreu kveikti í gærkvöldi í íbúð sinni í fjölbýlishúsi í borginni Jinju og sat síðan fyrir nágrönnum sínum þegar þeir hlupu út úr brennandi húsinu og stakk þá með hníf. Fimm eru látnir og þrettán særðir.

Trump hættir ekki stuðningi við Sáda

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur beitt neitunarvaldi sínu gegn þingsályktun sem samþykkt hafði verið í báðum deildum þingsins og er það í annað sinn sem hann beitir þessu valdi sínu.

Sjá meira