Fréttamaður

Gunnar Reynir Valþórsson

Gunnar Reynir er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Dregur úr styrk Jóta

Dregið hefur úr krafti fellibylsins Jóta sem nú mælist sem hitabeltisstormur þar sem hann gengur yfir Mið-Ameríku. Mikil flóð hafa fylgt óveðrinu og að minnsta kosti níu hafa látið lífið í hamförunum.

Stjórnarherinn sækir að höfuðborg Tigray héraðs

Stjórnvöld í Eþíópíu segja að stjórnarherinn hafi nú hafið sókn sína að höfuðborg Tigray héraðs þar sem átök hafa geisað milli uppreisnarmanna og hersins. Tigray menn segjast ætla að verjast og hafa þeir komið sér fyrir í bænum Alamata í nágrenni höfuðborgarinnar Mekelle.

Jóta skellur á Níkaragva

Fellibylurinn Jóta skall á ströndum Níkaragva í gærkvöldi, aðeins tveimur vikum eftir að annar öflugur fellibylur, Eta, gekk þar á land.

Biden segir að mótþrói Trumps geti leitt til dauðsfalla

Joe Biden verðandi Bandaríkjaforseti varaði við því í nótt að fólk gæti dáið ef Donald Trump fráfarandi forseti gefur sig ekki og hefur samstarf við Biden og hans lið, en Biden tekur formlega við stjórnartaumunum í janúar á næsta ári.

Sjá meira