Milljónir barna aldrei þekkt annað en stríðsástand Í Sýrlandi þurfa 6,5 milljónir barna á neyðaraðstoð að halda, 2,5 milljónir barna eru utan skóla og um ein milljón barna þjáist af vannæringu. Alþjóðasamtök Barnaheilla – Save the Children hafa unnið í Sýrlandi frá árinu 2012 og hafa aðstoðað yfir fimm milljónir manna, þar af þrjár milljónir barna. Heimsmarkmiðin 23. mars 2022 10:00
Guterres óttast að stríðið grafi undan baráttu gegn loftslagsbreytingum António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna varar við því að hernaður Rússlands í Úkraínu valdi ekki aðeins verðhækkunum á matvælum og eldsneyti, heldur kunni að setja strik í reikninginn í loftslagsmálum. Hann segir að þróunarríki verði fyrir barðinu á hærri verðbólgu, vatxahækkunum og þyngri skuldabyrði. En afleiðingarnar kunni að vera alvarlegar fyrir alla heimsbyggðina. Heimsmarkmiðin 22. mars 2022 14:01
UN Women: Dreifa fatnaði, sæmdarsettum og neyðarpökkum til kvenna á flótta Meðal verkefna UN Women í Moldóvu er að dreifa fatnaði, sæmdarsettum og neyðarpökkum til kvenna á flótta og veita þeim fjárhagsaðstoð. Heimsmarkmiðin 22. mars 2022 09:55
UNICEF: Tæplega níu hundruð tonn af hjálpargögnum til Úkraínu UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur nú sent 85 flutningabíla með 858 tonn af hjálpargögnum til Úkraínu og nágrannaríkja. Heimsmarkmiðin 21. mars 2022 09:49
Ísland bætir hreinlætisaðstöðu í skólum í Úganda Ísland hefur ákveðið að styrkja UNICEF í Úganda um 40 milljónir króna í þeim tilgangi að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirunnar með því að bæta hreinlætisaðstöðu í 600 ríkisreknum grunn- og framhaldsskólum í landinu. Skólar í Úganda voru opnaðir í janúar eftir tveggja ára lokun. Heimsmarkmiðin 18. mars 2022 14:35
Áhrif loftslagsbreytinga á kynbundið ofbeldi rætt á hliðarviðburði Hinar gleymdu raddir - Áhrif loftslagsbreytinga á ofbeldi gegn konum. Heimsmarkmiðin 18. mars 2022 10:10
Ísland tilkynnir um 125 milljóna króna framlag til Jemen Á framlagsráðstefnu til að tryggja lífsnauðsynlega mannúðaraðstoð fyrir almenna borgara í Jemen söfnuðust 1300 milljónir bandarískra dala eða tæplega þriðjungur þess fjár sem Sameinuðu þjóðirnar höfðu sett sér að markmiði. Utanríkisráðherra tilkynnti á fundinum um 125 milljóna króna framlag Íslands til Jemen. Alls tilkynntu 36 framlagsríki um fjárframlög á ráðstefnunni í gær. Heimsmarkmiðin 17. mars 2022 11:00
Innrásin í Úkraínu gæti valdið hungursneyð í þróunarríkjum Innrás Rússa í Úkraínu hefur kostað þúsundir mannslífa, flótta milljóna manna og valdið miklu eignatjóni, en afleiðingarnar teygja sig um allan heim og gætu valdið hungursneyð í þróunarríkjum. Heimsmarkmiðin 16. mars 2022 14:10
Fjölskylduefling SOS: Nýtt verkefni í Rúanda SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa hrundið af stað nýrri fjölskyldueflingu í Rúanda. Þetta er fimmta fjölskyldueflingarverkefnið frá upphafi sem er á ábyrgð SOS á Íslandi. Undirbúningur hófst um síðustu áramót og verkefnið hefst formlega í byrjun næsta mánaðar. Það er til fjögurra ára eða út árið 2025. Heimsmarkmiðin 16. mars 2022 10:38
Sýrlensk börn særð á líkama og sál eftir ellefu ár af stríði Frá því stríðið hófst í Sýrlandi fyrir ellefu árum hafa tæplega þrettán þúsund börn látið lífið eða særst í átökunum. Til að setja þann fjölda í íslenskt samhengi bendir UNICEF á að dauðsföll barna séu fleiri en sem nemur öllum íbúum Mosfellsbæjar á síðasta ári. Í gær létu þrjú börn lífið þegar sprengjuleifar sprungu á jörðu niðri í Aleppo. Heimsmarkmiðin 15. mars 2022 13:01
Ísland veitir neyðaraðstoð til Malaví í kjölfar hitabeltisstorms Ísland hefur svarað samræmdu neyðarkalli Sameinuðu þjóðanna um stuðning við Malaví í kjölfar hitabeltisstormsins Ana sem reið yfir suðurhluta landsins í lok janúar og hafði í för með sér mikla eyðileggingu. Neyðarástand ríkir í þessum hluta Malaví og Ísland hefur ákveðið að veita 40 milljónum króna til Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) til að tryggja fæðuöryggi í þremur héruðum sem urðu verst úti. Heimsmarkmiðin 15. mars 2022 11:39
Utanríkisráðherra undirritar rammasamninga við félagasamtök Utanríkisráðherra undirritaði í gær rammasamninga við fjögur íslensk félagasamtök sem starfa á sviði mannúðaraðstoðar og þróunarsamvinnu. Rammasamningarnir munu veita félagasamtökunum dýrmætan fyrirsjáanleika sem auðveldar skipulagningu verkefna og eykur viðbragðsflýti samtakanna, til dæmis þegar neyðarástand skapast. Heimsmarkmiðin 15. mars 2022 10:47
Rauði krossinn sendir 70 milljónir til mannúðaraðgerða í Úkraínu og nágrannaríkjum Rauði krossinn á Íslandi tilkynnti Alþjóða Rauða krossinum í gær um 70 milljónir króna til mannúðaraðstoðar í Úkraínu vegna átakanna þar í landi og til aðstoðar flóttafólki í nágrannaríkjum. Framlagið er afrakstur neyðarsöfnunar Rauða krossins þar sem nú hafa tæplega 40 milljónir króna safnast auk 30 milljóna króna framlags frá utanríkisráðuneytinu. Heimsmarkmiðin 10. mars 2022 14:48
UNICEF kemur 62 tonnum af hjálpargögnum til Úkraínu Um helgina komu sex fulllestaðir flutningabílar frá UNICEF til Lviv í vesturhluta Úkraínu með alls 62 tonn af hjálpargögnum. Sendingin kemur frá alþjóðlegu vöruhúsi UNICEF í Kaupmannahöfn og meðal hjálpargagna eru hlífðarfatnaður fyrir heilbrigðisstarfsfólk, margvísleg sjúkragögn, þar á meðal lyf, skyndihjálparpakkar, ljósmóðurpakkar og tæki og búnaður til skurðaðgerða. Hátt í 20 þúsund hlý teppi og vetrarfatnaður fyrir börn eru einnig á leið til Úkraínu gegnum Pólland frá vöruhúsi UNICEF í Tyrklandi. Heimsmarkmiðin 9. mars 2022 12:32
„Hún hefði dáið, ef ekki væri fyrir nýju fæðingardeildina“ Alþjóðlegur dagur kvenna – International Women´s Day – er haldinn í dag og sjónum meðal annars beint að þeim margvíslegu áskorunum sem konur og stúlkur um allan heim standa frammi fyrir á hverjum degi. Heimsmarkmiðin 8. mars 2022 12:45
Úkraína: Tæplega 300 milljónir króna frá íslenskum stjórnvöldum til mannúðaraðstoðar Utanríkisráðherra hefur tilkynnt um viðbótarframlög til mannúðaraðstoðar vegna Úkraínu að heildarupphæð eina milljón evra, eða um 145 milljónum íslenskra króna. Heimsmarkmiðin 4. mars 2022 15:03
Hjálparstarf kirkjunnar með fjáröflun vegna Úkraínu Hjálparstarf kirkjunnar stendur fyrir fjáröflun vegna Úkraínu en fjárframlög verða send til systurstofnana Hjálparstarfsins á vettvangi sem hafa nú þegar hafið störf. Hjálparstarfið tekur þátt í mannúðaraðstoð á vettvangi með því að senda fjárframlag til systurstofnana í Alþjóðlegu Hjálparstarfi kirkna – ACT Alliance. Heimsmarkmiðin 4. mars 2022 14:36
Þörf á meiri fræðslu- og málsvarastarfi um konur, frið og öryggi Samkvæmt nýútgefinni úttekt á landsáætlun Íslands um konur, frið og öryggi 2018 til 2022 er þörf á frekari fræðslu- og málsvarastarfi. Heimsmarkmiðin 3. mars 2022 12:30
Átök margfalda líkur á kynbundnu ofbeldi „UN Women hefur þungar áhyggjur af stöðu mála í Úkraínu og áhrifum átakanna á líf og lífsviðurværi úkraínskra kvenna og stúlkna. Heimsmarkmiðin 3. mars 2022 09:46
Tæpar tuttugu milljónir safnast í neyðarsöfnun Rauða krossins Neyðarsöfnun Rauða krossins vegna átakanna í Úkraínu hefur fengið mjög góð viðbrögð frá almenningi. Nú þegar hafa safnast yfir 19,5 milljónir. Heimsmarkmiðin 2. mars 2022 14:00
Sameinuðu þjóðirnar kalla eftir 220 milljörðum króna vegna Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar og ýmsar hjálparstofnanir hafa í sameiningu farið fram á 1,7 milljarða Bandaríkjadala fjárveitingar í þágu Úkraínu, um 220 milljarða íslenskra króna. Framlögin fara til nauðstaddra í Úkraínu og flóttamanna í nágrannalöndum. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna óttast mesta flóttamannastraum aldarinnar í Evrópu frá Úkraínu. Heimsmarkmiðin 2. mars 2022 12:16
Rúmlega fimmtán hundruð sérfræðingar frá þróunarríkjum útskrifaðir frá GRÓ skólunum Tuttugu og sjö sérfræðingar á sviði sjávarútvegs- og fiskimála, frá sextán löndum í Afríku, Asíu, Eyjaálfu og Mið-Ameríku, útskrifuðust frá Sjávarútvegsskóla GRÓ í gær. Eftir útskriftina hefur heildarfjöldi útskrifaðra sérfræðinga frá skólunum fjórum sem starfa á vegum GRÓ Þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu farið yfir fimmtán hundruð manna markið, en alls er fjöldinn 1.513. Heimsmarkmiðin 2. mars 2022 09:25
UNICEF: Haldið börnum úr skotlínu stríðasátaka „Ástandið hjá börnum sem föst eru í skotlínu átakanna í Úkraínu versnar með hverri mínútunni,“ segir Catherine Russell, framkvæmdastjóri UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, í yfirlýsingu í dag. Heimsmarkmiðin 1. mars 2022 10:23
Þörf á kvenmiðaðri neyðaraðstoð í Úkraínu Því miður sjáum við það alltof oft að þarfir kvenna og stúlkna gleymast í átökum. Ekki nóg með það, heldur eykst kynbundið ofbeldi samhliða því að þjónusta við þolendur skerðist. Það er því gríðarlega mikilvægt að UN Women geti áfram veitt konum og stúlkum þjónustu og kvenmiðaða neyðaraðstoð og tryggja að raddir þeirra heyrist við samningaborðið í öllum friðarviðræðum,“ segir Stella Samúelsdóttir framkvæmdastýra landsnefndar UN Women á Íslandi. Heimsmarkmiðin 28. febrúar 2022 13:00
SOS Barnaþorpin: Neyðarsöfnun vegna barna í Úkraínu Stjórn SOS á Íslandi hefur ákveðið að leggja til fimm milljónir króna í neyðaraðstoð til SOS í Úkraínu. Heimsmarkmiðin 28. febrúar 2022 10:15
Neyðarsöfnun vegna vopnaðra átaka í Úkraínu Rauði krossinn hefur hafið neyðarsöfnun vegna vopnaðra átaka í Úkraínu sem hófust í morgun. Alþjóða Rauði krossinn er þegar með umfangsmikla mannúðaraðstoð í landinu vegna ástandsins sem hefur varað í austur Úkraínu undanfarin átta ár og vinnur hönd í hönd með Rauða krossinum í Úkraínu við að mæta þörfum almennra borgara og lina þjáningar vegna vopnaðra átaka. Heimsmarkmiðin 24. febrúar 2022 12:25
Framlög aukin til loftslagsaðgerða í þróunarríkjum Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að auka framlög til stuðnings loftslagsaðgerðum í þróunarríkjum, í samræmi við lokayfirlýsingu COP26 loftlagsráðstefnunnar í Glasgow. Um er að ræða framlög til fjögurra stofnana og sjóða sem eiga það sammerkt að starfa með fátækustu ríkjum heims í baráttu þeirra við loftslagsvána. Heimsmarkmiðin 23. febrúar 2022 16:15
Afturför í jafnréttismálum á síðustu tveimur árum COVID-19 heimsfaraldurinn, loftslagsbreytingar og átök hafa orðið til þess að afturför hefur orðið í jafnréttismálum í heiminum á síðustu tveimur árum. Heimsmarkmiðin 22. febrúar 2022 12:42
UN Women: Íslensk framlög til stuðnings þolendum kynbundins ofbeldis Tæplega tvö þúsund konur hafa nýtt sér verkefni UN Women í Mið-Afríkulýðveldinu til stuðnings þolendum kynbundins ofbeldis en verkefnið er stutt af landsnefnd UN Women á Íslandi með fjármagni sem fékkst af sölu FO bolsins hjá landsnefnd UN Women á Íslandi haustið 2021. Heimsmarkmiðin 21. febrúar 2022 11:47
Leiðtogafundur um stöðu fólks með fötlun Í vikunni var haldinn í Ósló alþjóðlegur leiðtogafundur um stöðu fólks með fötlun. Talið er að 15 prósent jarðarbúa, einn milljarður manna, sé með fötlun. Af þeim búa 80 prósent í lág- og millitekjuríkjum. Heimsmarkmiðin 18. febrúar 2022 15:01