Áhrif loftslagsbreytinga á kynbundið ofbeldi rætt á hliðarviðburði Heimsljós 18. mars 2022 10:10 UN Women/Bennie Khanyizira Hinar gleymdu raddir - Áhrif loftslagsbreytinga á ofbeldi gegn konum. UN Women á Íslandi og forsætisráðuneytið stóðu fyrir hliðarviðburði í vikunni í tengslum við 66. Kvennanefndarfund Sameinuðu þjóðanna (CSW66) sem stendur nú yfir í New York. Viðburðurinn kallaðist „Hinar gleymdu raddir – Áhrif loftslagsbreytinga á ofbeldi gegn konum og þar fjölluðu Christina Lamb, Erna Huld Íbrahimsdóttir og Tinna Hallgrímsdóttir um hin ríku tengsl á milli loftslagsbreytinga og kynbundins ofbeldis. Christina Lamb er fréttastjóri erlendra frétta hjá The Sunday Times og höfundur bókarinnar Líkami okkar, þeirra vígvöllur. Í erindi sínu fjallaði hún meðal annars um áhrif stríðs og náttúruhamfara á konur. „Í síðasta mánuði var ég stödd í Afganistan sem, eins og margir vita, glímir nú við mestu þurrka sem landið hefur séð í fjörtíu ár. Ég hitti fjölskyldu sem var svo full örvæntingar að þau höfðu ákveðið að selja 8 ára dóttur sína í hjónaband bara svo þau gætu átt mat fyrir aðra fjölskyldumeðlimi. Og nú voru þau einnig að reyna að selja burt 3-mánaða barn sitt. Þetta var ekki einangrað atvik, það er fjöldi fólks í sömu aðstöðu, ekki aðeins í Afganistan, heldur einnig í Malaví, í Kenya, Chad og Bangladesh. Allt þetta fólk glímir við afleiðingar loftslagsbreytinga.“ Lamb minntist jafnframt á áhrif stríðsins í Úkraínu á matarskort í Yemen og Afganistan. Hún benti á að samanlagt framleiða Rússland og Úkraína um 30% alls hveitis í heiminum. Viðbúið er að framleiðsla hveitis muni dragast saman vegna stríðsins sem þýðir að lönd eins og Afganistan og Yemen, sem þegar glíma við gríðarlegan matarskort, munu eiga enn erfiðara um vik með að afla sér byrgða. Þau jaðarsettustu í framlínunni Tinna Hallgrímsdóttir, formaður Ungra umhverfissinna, hélt öflugt erindi um sértæk áhrif loftslagsbreytinga á líf kvenna og stúlkna. Hún vitnaði m.a. í António Guterres sem sagði mannkynið vera í stríði við náttúruna. „Um leið og við áttum okkur á hversu háð við erum vistkerfi Jarðarinnar, verður okkur ljóst að við eigum ekki aðeins í stríði við náttúruna, heldur einnig okkur sjálf. Þau okkar sem standa á framlínunni, eru þau sem eru hvað jaðarsettust,“ sagði Tinna. Erna Huld Íbrahimsdóttir, túlkur og kynjafræðingur frá Afganistan, gerði áhrif valdatöku talíbana á mannréttindi kvenna í Afganistan að umfjöllunarefni sínu. „Afganskar konur misstu ekki hluta af nýfengnum réttindum sínum, heldur voru öll grundvallarmannréttindi þeirra hrifsuð af þeim. Þú hefur ekki rétt til lífs þegar þú hefur ekki einu sinni réttinn til að ferðast eða almenn mannréttindi. Enn á 21. öldinni erum við að neita konum um réttinn til náms, eitt mikilvægasta tólið í jafnréttisbaráttunni.“ 66. Kvennanefndarfundur Sameinuðu þjóðanna (CSW66) stendur yfir til 25. mars. Fjöldi áhugaverðra viðburða fara fram á fundinum sem eru opnir öllum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent
UN Women á Íslandi og forsætisráðuneytið stóðu fyrir hliðarviðburði í vikunni í tengslum við 66. Kvennanefndarfund Sameinuðu þjóðanna (CSW66) sem stendur nú yfir í New York. Viðburðurinn kallaðist „Hinar gleymdu raddir – Áhrif loftslagsbreytinga á ofbeldi gegn konum og þar fjölluðu Christina Lamb, Erna Huld Íbrahimsdóttir og Tinna Hallgrímsdóttir um hin ríku tengsl á milli loftslagsbreytinga og kynbundins ofbeldis. Christina Lamb er fréttastjóri erlendra frétta hjá The Sunday Times og höfundur bókarinnar Líkami okkar, þeirra vígvöllur. Í erindi sínu fjallaði hún meðal annars um áhrif stríðs og náttúruhamfara á konur. „Í síðasta mánuði var ég stödd í Afganistan sem, eins og margir vita, glímir nú við mestu þurrka sem landið hefur séð í fjörtíu ár. Ég hitti fjölskyldu sem var svo full örvæntingar að þau höfðu ákveðið að selja 8 ára dóttur sína í hjónaband bara svo þau gætu átt mat fyrir aðra fjölskyldumeðlimi. Og nú voru þau einnig að reyna að selja burt 3-mánaða barn sitt. Þetta var ekki einangrað atvik, það er fjöldi fólks í sömu aðstöðu, ekki aðeins í Afganistan, heldur einnig í Malaví, í Kenya, Chad og Bangladesh. Allt þetta fólk glímir við afleiðingar loftslagsbreytinga.“ Lamb minntist jafnframt á áhrif stríðsins í Úkraínu á matarskort í Yemen og Afganistan. Hún benti á að samanlagt framleiða Rússland og Úkraína um 30% alls hveitis í heiminum. Viðbúið er að framleiðsla hveitis muni dragast saman vegna stríðsins sem þýðir að lönd eins og Afganistan og Yemen, sem þegar glíma við gríðarlegan matarskort, munu eiga enn erfiðara um vik með að afla sér byrgða. Þau jaðarsettustu í framlínunni Tinna Hallgrímsdóttir, formaður Ungra umhverfissinna, hélt öflugt erindi um sértæk áhrif loftslagsbreytinga á líf kvenna og stúlkna. Hún vitnaði m.a. í António Guterres sem sagði mannkynið vera í stríði við náttúruna. „Um leið og við áttum okkur á hversu háð við erum vistkerfi Jarðarinnar, verður okkur ljóst að við eigum ekki aðeins í stríði við náttúruna, heldur einnig okkur sjálf. Þau okkar sem standa á framlínunni, eru þau sem eru hvað jaðarsettust,“ sagði Tinna. Erna Huld Íbrahimsdóttir, túlkur og kynjafræðingur frá Afganistan, gerði áhrif valdatöku talíbana á mannréttindi kvenna í Afganistan að umfjöllunarefni sínu. „Afganskar konur misstu ekki hluta af nýfengnum réttindum sínum, heldur voru öll grundvallarmannréttindi þeirra hrifsuð af þeim. Þú hefur ekki rétt til lífs þegar þú hefur ekki einu sinni réttinn til að ferðast eða almenn mannréttindi. Enn á 21. öldinni erum við að neita konum um réttinn til náms, eitt mikilvægasta tólið í jafnréttisbaráttunni.“ 66. Kvennanefndarfundur Sameinuðu þjóðanna (CSW66) stendur yfir til 25. mars. Fjöldi áhugaverðra viðburða fara fram á fundinum sem eru opnir öllum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent