

Subway-deild karla
Leikirnir

Njarðvík með öruggan sigur gegn Keflavík
Njarðvík vann 76-63 sigur gegn Keflavík í sannkölluðum toppslag í Iceland Express-deild karla í körfubolta í Ljónagryfjunni í Njarðvík í kvöld.

KR-ingar frusu í fjórða leikhlutanum og Stjarnan vann
Stjarnan vann fimm stiga stiga sigur á Íslandsmeisturum KR, 78-73, í DHl-höllinni í kvöld. Stjörnumenn sýndu mikinn styrk í lok leiksins og unnu sig til baka inn í leikinn eftir að hafa lent mest tíu stigum yfir í þriðja leikhlutanum.

Benedikt spáir í leiki kvöldsins: Væri til í að sjá alla þessa þrjá leiki
Vísir fékk Benedikt Guðmundsson, þjálfara toppliðs KR í Iceland Express deild kvenna til þess að spá fyrir um þrjá leiki í karladeildinni í kvöld. Allt eru þetta leikir sem geta ráðið miklu um endanlega stöðu liðanna í deildinni.

Tveir toppbaráttuleikir í körfunni í kvöld
Það verða tveir toppbaráttuleikir í Iceland Express deild karla í kvöld þegar tvö efstu liðin og erkifjendurnir í Njarðvík og Keflavík mætast í Ljónagryfjunni í Njarðvík á sama tíma og Íslandsmeistarar KR taka á móti bikarmeisturum Stjörnunnar í DHL-höllinni.

Björn Steinar tryggði Grindavík sigur í framlengingu
Grindavík vann í kvöld nauman sigur á Snæfelli á heimavelli í framlengdum leik í Iceland Express-deild karla, 95-94.

Öruggur sigur KR
KR vann öruggan nítján stiga sigur á Haukum á Ásvöllum í Iceland Express deild kvenna í kvöld, 81-62.

Sigurður og Guðjón völdu báðir íslenskan leikmann fyrst
Sigurður Ingimundarson, þjálfari Njarðvíkur og Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur, hafa nú lokið við að velja Stjörnuliðin sín fyrir árlegan Stjörnuleik Karla sem fer fram í Dalhúsum Grafarvogi 12. desember næstkomandi.

Teitur: Gefur okkur auka kraft
„Þetta var gríðarlega mikilvægt fyrir okkur eftir tvo tapleiki á undan. Við áttum möguleika í Grindavík um daginn en spiluðum illa gegn Tindastóli hérna heima," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn á Njarðvík í kvöld.

Umfjöllun: Njarðvíkingar stöðvaðir af Stjörnunni
Njarðvíkingar töpuðu sínum fyrsta leik í Iceland Express-deildinni þetta tímabilið þegar þeir biðu lægri hlut gegn Stjörnunni í Garðabæ. Stjarnan vann 87-75.

Fannar: Ætlum að vera með í þessu
„Þetta var rosagott. Það er mikill munur á því að vinna og tapa," sagði Fannar Helgason, fyrirliði Stjörnunnar, eftir góðan sigur Garðbæinga á Njarðvíkingum í kvöld.

Fyrsta tap Njarðvíkinga undir stjórn Sigurðar
Stjörnumenn urðu fyrstir til að vinna Njarðvíkinga síðan að Sigurður Ingimundarson tók við liðinu, þegar Stjarnan vann 82-75 sigur á leik liðanna í Ásgarði í kvöld. Leikurinn var jafn og spennandi en Garðbæingar voru sterkari í lokin.

Snæfellingar snéru leiknum við í seinni hálfleik
Snæfell vann ellefu stiga sigur á Tindastól, 90-79 í Stykkishólmi í Iceland Express deild karla í kvöld þrátt fyrir að hafa verið ellefu stigum undir í hálfleik. KR vann á sama tíma öruggan sigur á Breiðabliki í Smáranum.

Umfjöllun: Spenna í lokin þegar Keflavík lagði Grindavík
Keflavík vann Grindavík í Iceland Express-deildinni í kvöld 97-89. Leikurinn var afbragðsskemmtun en úrslitin gefa aðeins skakka mynd af þeirri spennu sem var undir lokin. Grindvíkingar reyndu við þriggja stiga körfu til að jafna metin þegar fimm sekúndur voru eftir.

Friðrik: Alltaf vonbrigði að tapa leik
„Slæm byrjun okkar í leiknum var lykillinn að sigri Keflavíkur,“ sagði Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur eftir stórleikinn í Iceland Express deildinni í kvöld.

Hörður Axel: Getum komist í magnaða stöðu
„Þetta voru tvö hörkulið að spila og maður vissi að þetta yrði hörkuleikur," sagði Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavíkur, eftir góðan sigur hans liðs á Grindavík í kvöld.

Iceland Express-deild karla: Keflavík vann Grindavík
Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild karla í körfubolta í kvöld þar sem hæst bar Suðurnesjaslagur Keflavíkur og Grindavíkur þar sem Keflavík fór með sigur af hólmi.

Hlynur: Það hjálpaði líka til að Nonni Mæju vaknaði
Hlynur Bæringsson var traustur að vanda þegar Snæfellingar unnu 20 stiga sigur á ÍR í Iceland Express deild karla í kvöld. Hlynur var með 14 stig, 14 fráköst og 6 stoðsendingar í leiknum.

Ingi Þór: Ég var mjög stressaður fyrir þennan leik
Ingi Þór Steinþórsson var mjög sáttur með sína menn eftir öruggan 20 stiga sigur á ÍR í Kennaraháskólanum í kvöld. Snæfell var með frumkvæðið allan leikinn en gerði út um leikinn með frábærum spretti í lok þriðja leikhluta.

Jón Arnar: Við eigum að geta betur en þetta
Jón Arnar Ingvarsson, þjálfari ÍR var að sjálfsögðu ekki ánægður eftir 20 stiga tap á móti Snæfelli í kvöld. ÍR missti leikinn algjörlega frá sér á þriggja mínútna kafla í þriðja leikhluta.

Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram
Njarðvík er enn með fullt hús stiga eftir að hafa unnið sigur á Breiðabliki á heimavelli í kvöld, 78-64.

Páll Axel: Ég tala bara íslensku við hann
Grindvíkingar hafa unnið tvo fyrstu leiki sína frá því að þeir réðu til sín Darrel Flake en hann á þó enn nokkuð í land að komast í sitt besta form ef marka má leikinn við Stjörnuna í gær. Flake er með 18,5 stig og 7,5 fráköst að meðaltali á tæpum 25 mínútum í þessum sigrum á Blikum og Stjörnunni.

Blikar þurftu að skipta um leikmenn áður en þeir komu til landsins
Það hefur mikið gengið á í leikmannamálum Breiðabliks í Iceland Express deild karla síðustu daga en nú er ljóst að leikmennirnir tveir sem áttu að leysa John Davis af koma ekki til liðsins og Hrafn Kristjánsson, þjálfari liðsins þurfti því að hafa snögg handtök og finna nýja menn. Það tókst en aðeins annar þeirra verður með á móti Njarðvík í kvöld samkvæmt frétt á heimasíðu Blika.

Friðrik: Gríðarlega dýrmætt fyrir okkur að vinna þennan leik
Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur var sáttur í leikslok eftir 93-83 sigur á Stjörnunni í Iceland Express deild karla í Grindavík í kvöld.

Teitur: Við vissum að þetta yrði brjálaður nóvember
Teitur Örlygsson var ánægður með sína leikmenn þrátt fyrir tíu stiga tap í Grindavík í kvöld. Stjörnuliðið sýndi mikla seiglu í leiknum og hélt sér inn í leiknum allan leikinn en varð að sætta sig við tap í lokin.

Naumur sigur KR-inga
Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild karla í kvöld. KR vann nauman sigur á Hamar eftir að hafa verið undir næstum allan leikinn.

Grindvíkingar sýna beint frá leik sínum við Stjörnuna í kvöld
Grindvíkingar taka á móti Stjörnunni í stórleik kvöldsins í Iceland Express deild karla í Röstinni í Grindavík í kvöld og það má fylgjast með gangi mála á umfg.is Körfuknattleiksdeild Grindavíkur er nú farin að sýna beint frá heimaleikjum liðsins og fylgir þar með í fótspor KR, KFÍ, Fjölnis og fleiri liða.

Iceland Express-deild karla: KR aftur á sigurbraut
Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild karla í kvöld þar sem KR, Keflavík og Snæfell fóru með sigra af hólmi. KR-ingar komust aftur á sigurbraut eftir tvö töp gegn Njarðvík með skömmu millibili í deild og bikar þegar þeir unnu 71-100 sigur gegn Fjölni í Grafarvoginum í kvöld.

Iceland Express-deild karla: Fyrsta tap Stjörnunnar
Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild karla í kvöld þar sem hæst bar að Stjarnan tapaði sínum fyrsta leik í deildinni þegar Tindastóll kom í heimsókn en lokatölur urðu 93-95.

Leikmenn FSu reknir fyrir drykkjuskap
Úrvalsdeildarlið FSu í körfubolta mun veikjast stórlega því væntanlega verða einhverjir leikmenn liðsins reknir úr skólanum í dag fyrir agabrot.

Subway-bikar karla: Grindavík og Snæfell komin í 16-liða úrslit
32-liða úrslitum Subway-bikars karla í körfubolta lauk í kvöld með tveimur leikjum þar sem Grindavík og Snæfell komumst auðveldlega áfram í 16-liða úrslitin.