Iceland Express-deild karla: Engin óvænt úrslit Iceland Express-deild karla hófst í kvöld með þrem leikjum. Er óhætt að segja að úrslit kvöldsins hafi verið eftir bókinni. Körfubolti 15. október 2009 21:10
Grindavík spáð Íslandsmeistaratitlinum Kynningarfundur KKÍ fyrir Iceland Express-deildirnar fór fram í Kópavogi í dag. Þar var að venju birt hin árlega spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna. Körfubolti 13. október 2009 15:15
Teitur: Hlakka til vetrarins ef þetta er það sem koma skal Bikarmeistarar Stjörnunnar unnu KR í hörkuleik um titilinn meistarar meistaranna í kvöld. Teitur Örlygsson var verulega ánægður með sitt lið og segir leikinn gefa góð fyrirheit um skemmtilegan vetur. Körfubolti 11. október 2009 21:20
Fannar: Erum komnir stutt á veg Stjarnan vann KR í kvöld í baráttunni um titilinn meistarar meistaranna í DHL-höllinni í kvöld. Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, sagði eftir leik að Vesturbæjarliðið eigi enn töluvert í land. Körfubolti 11. október 2009 21:10
Stjarnan vann eftir spennandi viðureign gegn KR Stjarnan er meistari meistaranna í karlaflokki eftir sigur á KR 80-89 í DHL-höllinni í kvöld. Garðbæingar urðu bikarmeistarar á síðustu leiktíð og lögðu Íslandsmeistarana í þessum árlega leik en hann var fyrirtaks skemmtun fyrir áhorfendur. Körfubolti 11. október 2009 20:45
Benedikt: Stefnum á þann stóra „Þetta var nokkuð sannfærandi og það er kannski eðlilegt. Það vantaði tvær landsliðsstelpur í Haukaliðið," sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari kvennaliðs KR, eftir sigur liðsins í leik um titilinn meistarar meistaranna. Körfubolti 11. október 2009 18:20
Meistarakeppni KKÍ fer fram í DHL-höllinni í dag Körfuboltavertíðin hefst formlega í dag þegar Meistarakeppni KKÍ fer fram í DHL-höllinni í Vesturbænum þar sem Íslandsmeistarar og bikarmeistarar síðasta tímabils í karla og kvenna flokki eigast við. Körfubolti 11. október 2009 12:45
Sigurður til Njarðvíkur: Valur vék ekki fyrir mér Sigurður Ingimundarson var í dag ráðinn þjálfari körfuboltaliðs Njarðvíkur en í gær var tilkynnt að Valur, bróðir Sigurðar, myndi hætta þjálfun liðsins. Körfubolti 5. október 2009 16:00
Poweradebikar karla: Grindavík og Njarðvík mætast í úrslitaleik Leikið var í undanúrslitum Poweradebikars karla í körfubolta í kvöld og þá varð ljóst að boðið verður upp á Suðurnesjaslag í úrslitaleiknum. Körfubolti 30. september 2009 21:30
KR-ingar búnir að finna sér leikstjórnanda í körfunni Íslandsmeistarar KR eru búnir að semja við bandaríska körfuknattleiksmanninn Semaj Inge sem er leikstjórnandi og útskrifaðist úr Temple-háskólanum í vor. Semja er 23 ára gamall og 195 cm á hæð og er því hávaxinn fyrir leikstjórnenda. Körfubolti 24. september 2009 16:15
Troðslusýning í Toyota-höllinni á þessu tímabili - myndband Rahshon Clark mun leika með liði Keflavíkur í Iceland Express deild karla í vetur eins og fram kom á Vísi í morgun. Stuðningsmenn Keflavíkur geta farið að hlakka til tilþrifa kappans því þarna er mikill troðslukóngur á ferðinni enda var hann fastagestur á ESPN yfir bestu tilþrifin í NCAA-deildinni. Körfubolti 21. september 2009 16:15
Keflvíkingar búnir að ná sér í Kana Keflvíkingar hafa samið við tvo Bandaríkjamenn fyrir komandi átök í Iceland Express-deildum karla og kvenna í vetur. Körfubolti 21. september 2009 10:27
Jón Ólafur var sjóðheitur á fyrsta Reykjanes Cup mótinu Snæfellingurinn Jón Ólafur Jónsson var valinn besti leikmaðurinn á fyrsta Reykjanes Cup mótinu sem lauk í gær. Jón Ólafur kórónaði frábært mót með því að skora 31 stig í úrslitaleiknum þar sem Snæfell vann 99-81 sigur á Njarðvík. Körfubolti 5. september 2009 15:45
Snæfellingar unnu Reykjanes Cup á sannfærandi hátt Snæfell tryggði sér í gær sigur á fyrsta Reykjanes Cup mótinu í körfubolta sem verður hér eftir árlegur viðburður í tengslum við Ljósanótt í Reykjanesbæ. Snæfell vann 18 stiga sigur á Njarðvík, 99-81, í úrslitaleiknum. Körfubolti 5. september 2009 14:43
Njarðvík og Snæfell spila til úrslita á fyrsta Reykjanes Cup mótinu Njarðvík og Snæfell spila til úrslita á fyrsta Reykjanes Cup mótinu í körfubolta sem lýkur í Toyota-höllinni í Keflavík í dag. Snæfell vann báða leiki sína í riðlakeppninni en Njarðvíkingar þurftu að treysta á hjálp nágranna sinna í Keflavík til að komast í úrslitaleikinn. Körfubolti 4. september 2009 13:35
Jón Arnór: Ég var lélegur Jón Arnór Stefánsson var ekkert að skafa utan af hlutunum frekar en fyrri daginn í samtali sínu við Vísi.is eftir ósigurinn gegn Austurríki í dag. Körfubolti 29. ágúst 2009 18:51
Logi: Vorum eins og aumingjar í byrjun Logi Gunnarsson var alls ekki sáttur við leik Íslands eftir tapið gegn Austurríki í kvöld og þá sérstaklega slaka byrjun liðsins. Körfubolti 29. ágúst 2009 18:35
Umfjöllun: Tap gegn Austurríki Ísland hafnaði í fjórða sæti A-riðils B-deildar Evrópukeppni landsliða í körfubolta eftir, 76-65, ósigur gegn Austurríki í úrslitaleik um þriðja sæti riðilsins. Körfubolti 29. ágúst 2009 18:24
Tommy Johnson leikur með KR næsta vetur KR-ingar hafa náð í góðan liðstyrk í körfunni því Bandaríkjamaðurinn Tommy Johnson mun spila sem bosman-leikmaður hjá liðinu á næsta tímabili. Tommy varð Íslandsmeistari með Keflavík árið 2008 og lék við góðan orðstír suður með sjó. Hann er með breskt vegabréf og telst því Bosman leikmaður. Þetta kom fram á heimasíðu KR-inga. Körfubolti 7. ágúst 2009 13:00
Guðjón Skúlason ráðinn þjálfari Keflavíkur Keflvíkingar tilkynntu í dag um ráðningu Guðjóns Skúlasonar sem þjálfara meistaraflokks karla í körfubolta en Guðjón skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. Körfubolti 21. júlí 2009 19:15
Pálmi og þrír aðrir sömdu við Snæfell Pálmi Freyr Sigurgeirsson hefur yfirgefið herbúðir Íslandsmeistara KR eftir fjögur ár í Vesturbænum. Hann heldur á kunnuglegar slóðir og hefur samið við Snæfell í Stykkishólmi en hann lék með liðinu um síðustu aldamót. Körfubolti 21. júlí 2009 09:16
Titilvörn Vesturbæinga hefst í Iðunni Körfuknattleikssamband Íslands er búið að draga í töfluröð í Iceland Express deild karla næsta vetur og birti yfirlit yfir fyrstu tvær umferðirnar á heimasíðu sinni í dag. Körfubolti 10. júlí 2009 16:30
Axel Kárason ætlar að spila í sinni heimasveit í vetur Axel Kárason hefur ákveðið að spila með Tindastól í Iceland Express deildinni á næsta tímabili en þetta kemur fram á heimasíðu Tindastóls í dag. Axel er öflugur leikmaður og styrkir Stólana mikið. Körfubolti 9. júlí 2009 20:30
Jakob Örn: Spenntur fyrir þessu félagi Körfuknattleikskappinn Jakob Örn Sigurðarson skrifaði í gærkvöldi undir eins árs samning við sænsku meistarana í Sundsvall Dragons. Körfubolti 3. júlí 2009 14:26
Nýtt þjálfarateymi hjá KR - Þrír leikmenn skrifuðu undir samninga Íslandsmeistarar KR í körfubolta gengu í gærkvöld frá samningum við nýtt þjálfarateymi og þrjá leikmenn fyrir komandi tímabil í Iceland Express-deildinni en greint var frá þessu á heimasíðu KR í dag. Körfubolti 24. júní 2009 16:45
Shouse framlengir við Stjörnuna Stjarnan tilkynnti í dag að félagið hefði náð samningum við Bandaríkjamanninn Justin Shouse um að hann leiki áfram með félaginu á næstu leiktíð. Körfubolti 19. júní 2009 17:26
Keflvíkingar eru opnir fyrir öllu Körfuknattleiksdeild Keflavíkur stendur nú frammi fyrir því í fyrsta sinn í langan tíma að finna nýjan þjálfara. Körfubolti 19. júní 2009 06:30
Skemmtilegt að breyta algjörlega um umhverfi Landsliðsþjálfarinn Sigurður Ingimundarson hefur ákveðið að venda sínu kvæði í kross og yfirgefa herbúðir Keflavíkur og skrifa undir árs langan samning við sænska úrvalsdeildarfélagið Solna frá Stokkhólmi. Körfubolti 19. júní 2009 06:00
Sigurður Ingimundarson tekur við Solna Landsliðsþjálfarinn Sigurður Ingimundarson hefur ákveðið að taka við þjálfarastöðunni hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu Solna frá Stokkhólmi. Sigurður skrifar undir eins árs samning við sænska félagið. Körfubolti 18. júní 2009 16:46
Magni á leið í Fjölni Fjölnismenn eiga von á góðum liðsstyrk í körfuboltanum en Ingvaldur Magni Hafsteinsson mun að öllum líkindum ganga í raðir félagsins frá Snæfelli á næstu dögum. Körfubolti 10. júní 2009 14:10