Subway-deild karla

Subway-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Fannar: Erum komnir stutt á veg

    Stjarnan vann KR í kvöld í baráttunni um titilinn meistarar meistaranna í DHL-höllinni í kvöld. Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, sagði eftir leik að Vesturbæjarliðið eigi enn töluvert í land.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Stjarnan vann eftir spennandi viðureign gegn KR

    Stjarnan er meistari meistaranna í karlaflokki eftir sigur á KR 80-89 í DHL-höllinni í kvöld. Garðbæingar urðu bikarmeistarar á síðustu leiktíð og lögðu Íslandsmeistarana í þessum árlega leik en hann var fyrirtaks skemmtun fyrir áhorfendur.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Benedikt: Stefnum á þann stóra

    „Þetta var nokkuð sannfærandi og það er kannski eðlilegt. Það vantaði tvær landsliðsstelpur í Haukaliðið," sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari kvennaliðs KR, eftir sigur liðsins í leik um titilinn meistarar meistaranna.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Troðslusýning í Toyota-höllinni á þessu tímabili - myndband

    Rahshon Clark mun leika með liði Keflavíkur í Iceland Express deild karla í vetur eins og fram kom á Vísi í morgun. Stuðningsmenn Keflavíkur geta farið að hlakka til tilþrifa kappans því þarna er mikill troðslukóngur á ferðinni enda var hann fastagestur á ESPN yfir bestu tilþrifin í NCAA-deildinni.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Jón Arnór: Ég var lélegur

    Jón Arnór Stefánsson var ekkert að skafa utan af hlutunum frekar en fyrri daginn í samtali sínu við Vísi.is eftir ósigurinn gegn Austurríki í dag.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Tap gegn Austurríki

    Ísland hafnaði í fjórða sæti A-riðils B-deildar Evrópukeppni landsliða í körfubolta eftir, 76-65, ósigur gegn Austurríki í úrslitaleik um þriðja sæti riðilsins.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Tommy Johnson leikur með KR næsta vetur

    KR-ingar hafa náð í góðan liðstyrk í körfunni því Bandaríkjamaðurinn Tommy Johnson mun spila sem bosman-leikmaður hjá liðinu á næsta tímabili. Tommy varð Íslandsmeistari með Keflavík árið 2008 og lék við góðan orðstír suður með sjó. Hann er með breskt vegabréf og telst því Bosman leikmaður. Þetta kom fram á heimasíðu KR-inga.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Pálmi og þrír aðrir sömdu við Snæfell

    Pálmi Freyr Sigurgeirsson hefur yfirgefið herbúðir Íslandsmeistara KR eftir fjögur ár í Vesturbænum. Hann heldur á kunnuglegar slóðir og hefur samið við Snæfell í Stykkishólmi en hann lék með liðinu um síðustu aldamót.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Skemmtilegt að breyta algjörlega um umhverfi

    Landsliðsþjálfarinn Sigurður Ingimundarson hefur ákveðið að venda sínu kvæði í kross og yfirgefa herbúðir Keflavíkur og skrifa undir árs langan samning við sænska úrvalsdeildarfélagið Solna frá Stokkhólmi.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Sigurður Ingimundarson tekur við Solna

    Landsliðsþjálfarinn Sigurður Ingimundarson hefur ákveðið að taka við þjálfarastöðunni hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu Solna frá Stokkhólmi. Sigurður skrifar undir eins árs samning við sænska félagið.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Magni á leið í Fjölni

    Fjölnismenn eiga von á góðum liðsstyrk í körfuboltanum en Ingvaldur Magni Hafsteinsson mun að öllum líkindum ganga í raðir félagsins frá Snæfelli á næstu dögum.

    Körfubolti