
Rut og Árni Bragi best og Rakel Sara og Blær efnilegust
Rut Jónsdóttir og Árni Bragi Eyjólfsson voru valin bestu leikmenn Olís-deildanna í handbolta á lokahófi HSÍ.
Rut Jónsdóttir og Árni Bragi Eyjólfsson voru valin bestu leikmenn Olís-deildanna í handbolta á lokahófi HSÍ.
Alls eru 32 karlalið og 20 kvennalið skráð til keppni á Íslandsmótum meistaraflokka á næstu leiktíð.
Valsarar urðu í gærkvöld Íslandsmeistarar karla í handbolta í 23. sinn eftir 34-29 sigur á Haukum í síðari leik liðanna í úrslitaeinvíginu um titilinn. Þeir fögnuðu eðlilega vel í leikslok.
Björgvin Páll Gústavsson markmaður Hauka var afar svekktur að kveðja Haukana með silfur.
Aron Kristjánsson þjálfari Hauka var afar svekktur með tap í úrslitum gegn Val eftir góða deildarkeppni.
Valur varð Íslandsmeistari í 23. sinn í kvöld eftir að hafa unnið Hauka 29-34. Róbert Aron Hostert leikmaður Vals var í skýjunum eftir að hafa unnið sinn fjórða Íslandsmeistaratitil.
Valur varð í kvöld Íslandsmeistari í handbolta karla í 23. sinn eftir sigur á Haukum, 29-34, á Ásvöllum. Valur vann einnig fyrri leik liðanna á þriðjudaginn, 32-29, og úrslitaeinvígið, 66-58 samanlagt.
Haukar mæta Val í síðari leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta í kvöld. Haukar töpuðu fyrri leik liðanna með þriggja marka mun og eiga því erfitt verkefni fyrir höndum á Ásvöllum í kvöld. Mögulega verða þeir án tveggja lykilmanna.
Valur getur orðið Íslandsmeistari í handbolta karla í 23. sinn í kvöld. Þeir þurfa þá að gera nokkuð sem þeir hafa ekki gert síðan 1994; vinna Hauka í úrslitaeinvígi.
Úrslitin í Olís deild karla í handbolta ráðast á Ásvöllum í kvöld og það ætti að færa Valsmönnum góðar minningar að geta orðið meistarar í Hafnarfirði.
Þráinn Orri Jónsson, leikmaður Hauka, átti mögulega að fá rautt spjald í leik Hauka og Vals í úrslitarimmu Olís deildar karla í handbolta. Atvikið var til umræðu í Seinni bylgjunni að leik loknum og má sjá í spilaranum neðst í fréttinni.
Einari Þorsteini Ólafssyni er fleira til lista lagt en að spila vörn. Hann hefur nefnilega gefið samtals ellefu stoðsendingar í síðustu tveimur leikjum Vals þrátt fyrir að spila ekki í einni einustu uppstilltri sókn.
Mikil spenna ríkir fyrir seinni leik Hauka og Vals í úrslitunum um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta eftir þriggja marka sigur Vals á Hlíðarenda í gærkvöld, 32-29.
Litáíska handboltaparið Karolis Stropus og Roberta Ivanauskaité hefur samið við handknattleiksdeild Selfoss til næstu þriggja ára.
Björgvin Páll Gústafsson markvörður Hauka var svekktur með tap í fyrsta leik gegn Val í úrslitaeinvíginu. Leikurinn endaði 32-29.
Valur tók frumkvæðið í fyrri viðureign gegn Haukum í úrslita einvíginu. Leikurinn endaði með þriggja marka sigri Vals 32-29. Aron Kristjánsson þjálfari Hauka var allt annað en sáttur með dómgæsluna í leiknum en gaf þó lítið fyrir það eftir leik.
Valur vann þriggja marka sigur á Haukum, 32-29, í fyrri leik liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla í kvöld. Seinni leikur liðanna fer fram á Ásvöllum á föstudaginn og þá ræðst hvort þeirra verður Íslandsmeistari.
Aldrei áður hafa liðin tvö í úrslitaeinvígi handboltans komið inn í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn með tap á bakinu en það er einmitt raunin nú.
Lokaúrslit Olís deildar karla hefjast í kvöld þegar fyrri leikur Hauka og Vals fer fram að Hlíðarenda. Bæði félög hafa margoft orðið Íslandsmeistarar en innan beggja liða eru tveir reynslumiklir menn sem eru enn að bíða eftir fyrsta Íslandsmeistaratitlinum sínum á ferlinum.
Einar Þorsteinn Ólafsson var hetja Valsmanna í seinni leiknum gegn Eyjamönnum í undanúrslitum Olís-deildar karla á föstudaginn. Hann stal boltanum í lokasókn ÍBV og sá til þess að Valur fór áfram í úrslitin um Íslandsmeistaratitilinn.
Eyjamaðurinn Hákon Daði Styrmisson hefur skorað sitt síðasta mark í úrslitakeppni Olís deildar karla í handbolta en hann gæti engu að síður orðið markakóngur keppninnar.
Hákon Daði Styrmisson lék sinn síðasta leik fyrir ÍBV í bili þegar liðið vann Val í kvöld, 27-29. Hann, eins og aðrir Eyjamenn, var samt sár og svekktur í leikslok.
„Ég man það ekki, örugglega ekki vel,“ svaraði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, aðspurður hvernig honum hefði liðið í lokasókn ÍBV. Eyjamenn voru tveimur mörkum yfir fyrir hana og hefðu farið í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn ef þeir hefðu skorað úr henni.
Valur er kominn í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla þrátt fyrir tap gegn ÍBV, 27-29, á heimavelli í kvöld. Valsmenn unnu fyrri leikinn í Eyjum, 25-28, og einvígið samanlagt, 55-54. Valur mætir Haukum í úrslitaeinvíginu sem hefst í næstu viku.
Haukar voru með fimm marka forystu eftir fyrri leikinn gegn Stjörnunni í undanúrslitum Olís-deildarinnar og kláruðu einvígið í kvöld en Stjörnumenn bitu frá sér.
Stjarnan unnu Haukana 29-32. Þau úrslit dugðu hinsvegar ekki til og fóru Haukarnir áfram í úrslitaeinvígið eftir að hafa unnið leikinn í Garðabænum með fimm mörkum.Tandri Már Konráðsson leikmaður Stjörnunnar var svekktur með niðurstöðuna en þó stoltur af sínu liði.
Valur og ÍBV spila í kvöld seinni leik sinn í undanúrslitum Olís deildar karla í handbolta. Valsmenn hafa þriggja marka forskot síðan úr fyrri leiknum í Vestmannaeyjum.
Hið stórskemmtilega lið Kríu gerði sér lítið fyrir og vann sér inn sæti í Olís-deild karla í handbolta fyrir skömmu. Ekki var öruggt að félagið myndi þiggja sætið en það hefur nú verið staðfest.
Valsmaðurinn Agnar Smári Jónsson mun ekki spila með Val í seinni leiknum á móti ÍBV í undanúrslitum Olís deildar karla í handbolta.
Björgvin Páll Gústavsson var flottur í marki Hauka í gærkvöldi þegar liðið fór langt með að tryggja sér sæti í úrslitaeinvíginu í Olís deild karla í handbolta með fimm marka útisigri á Stjörnunni. Björgvin var líka í aðalhlutverki í umdeildasta atviki leiksins.