Olís-deild karla

Olís-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Þórður Rafn: Nú er einn titill eftir

    „Ég var ánægður með fyrri hálfleikinn í kvöld. Svo breyttist þetta mikið í seinni hálfleik og virtist sem að menn væru orðnir saddir og farnir að hugsa um að fagna bikarnum í leikslok."

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Bæði lið fögnuðu á Ásvöllum

    Haukar fögnuðu deildarmeistaratitlinum í kvöld en þeir voru ekki þeir einu sem höfðu ástæðu til að fagna því Akureyringar sigruðu Hauka og tryggðu sér þar með þátttöku rétt í úrslitakeppninni. Leiknum lauk með fjögurra marka sigri Akureyri, 30-34.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Selfoss upp í úrvalsdeild

    Það var stórleikur í 1. deild karla í handbolta í kvöld. Selfoss tók á móti Aftureldingu í úrslitaleik um sæti í N1-deildinni.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Fram lagði Gróttu - myndir

    Fram fór á Nesið í gær og vann gríðarlega mikilvægan sigur á Gróttu í N1-deild karla. Spennan í botnbaráttunni er samt ekki á enda.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Hreinn: Erfitt að gera verr en þetta

    Akureyri tapaði fyrir HK í N1-deild karla í gærkvöldi, 22-24. Hreinn Þór Hauksson stóð í ströndu hjá Akureyri en hann nefbrotnaði í leiknum gegn Stjörnunni í síðustu umferð og fékk svo annað slæmt högg á nefið gær. Ekki alveg dagurinn hans.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Atli Ævar: Unnum fyrir sigrinum

    Atli Ævar Ingólfsson var frábær á sínum gamla heimavelli í gærkvöldi þegar HK vann Akureyri 22-24 í N1-deild karla. Hann leiddi sókn HK sem komst þar með í úrslitakeppnina. „Það er frábært,“ sagði Atli brosmildur.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Geir: Þetta er enn í okkar höndum

    Gróttu tókst ekki að tryggja sæti sitt í í deildinni í næst síðustu umferð þar sem liðið tapaði á heimavelli fyrir Fram. Geir Sveinsson, þjálfari Gróttu, viðurkenndi að Safamýrarliðið hefði einfaldlega verið betra.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Sveinbjörn: Ég var ekkert að telja

    Sveinbjörn Pétursson var ánægður maður þegar ég talaði við hann eftir sigur HK gegn Akureyri í kvöld. Ekki minnkaði brosið þegar honum var tilkynnt að liðið væri komið í úrslitakeppnina.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Verður 2010 ár Framara í handboltanum?

    „Við erum með gott hlutfall eftir áramót. Ég held að 2009 hafi verið slakasta ár hjá Fram frá upphafi. Við vorum á toppnum fyrir jól 2008 og vorum svo skelfilegir allt árið. Eigum við ekki að segja að 2010 verði árið okkar,“ sagði Magnús Gunnar Erlendsson markmaður Fram í gær.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Oddur: Leikgleðina skorti hjá okkur

    Oddur Gretarsson var markahæstur Akureyringa í kvöld í tapleiknum gegn Fram. Hann viðurkennir að liðið hafi verið alveg jafn lélegt og gegn Gróttu um síðustu helgi í leik sem liðið tapaði einnig.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valsmenn unnu meistarana á Ásvöllum

    Valsmenn hristu af sér slyðruorðið með fjögurra marka sigri á Íslands- og bikarmeisturum Hauka, 24-20 á Ásvöllum í kvöld. Valsmenn voru aðeins búnir að vinna einn af síðustu sex leikjum sínum í deildinni fyrir leikinn.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Stríðsdans Framara fyrir norðan

    Fram vann frábæran fimm marka sigur á Akureyri fyrir norðan í kvöld. Lokatölur 26-31 fyrir Framara sem hafa nú unnið fjóra af síðustu fimm leikjum. Akureyri hefur tapað tveimur leikjum í röð fyrir liðunum í botnbaráttunni.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Ingvar Árnason: Við áttum bara að klára þennan leik

    Ingvar Árnason, fyrirliði Vals, var ekki mjög sáttur með að hafa fengið bara eitt stig út úr leik Vals við HK í N1 deild karla í Vodafone-höllinni í gærkvöldi. Valur var með tveggja marka forskot og tveimur mönnum fleiri þegar fimm mínútur voru eftir en missti leikinn niður í 25-25 jafntefli.

    Handbolti