„Það er mjög svekkjandi að hafa tapað þessum leik og við fórum illa með gott tækifæri á titli," sagði Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, eftir tap liðsins gegn FH í úrslitum deildarbikars karla í handbolta, 26-29.
„Við hleypum FH inn í leikinn í stöðunni 22-24 þegar við erum tveimur mörkum yfir og manni fleiri. Í stað þess að auka forskotið ná þeir að jafna leikinn. Við erum að klúðra alltof mikið af færum og vörnin slök," segir Atli sem er ósáttur með að hafa misst tækifærið á titli.
„Akureyri er búið að tapa tvisvar í úrslitum deildarbikarsins og það er löngu komin tími á að þetta félag landi titli. Því miður þá nýttum við ekki gott tækifæri."
Atli: Fórum illa með gott tækifæri á titli
Jón Júlíus Karlsson skrifar

Mest lesið




„Að lokum var það betra liðið sem vann“
Körfubolti



Tatum með slitna hásin
Körfubolti

Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta
Íslenski boltinn


Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz
Enski boltinn