Ewing, Olajuwon og Riley í heiðurshöllina Miðherjarnir Patrick Ewing og Hakeem Olajuwon eru á meðal þeirra sem vígðir verða inn í heiðurshöll körfuboltans í september næstkomandi. Fimmfaldur meistaraþjálfarinn Pat Riley var einnig á meðal þeirra sem komust inn að þessu sinni. Körfubolti 8. apríl 2008 12:30
Kansas meistari í fyrsta sinn í 20 ár Lið Kansas varð í nótt bandaríkjameistari í háskólakörfuboltanum þegar það lagði Memphis 75-68 í æsilegum og framlengdum úrslitaleik í San Antonio í Texas. Körfubolti 8. apríl 2008 09:36
Mikilvægur sigur hjá Dallas Tíu leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Dallas vann mjög mikilvægan útisigur á Phoenix 105-98 og styrkti stöðu sína í baráttunni um sæti í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar. Körfubolti 7. apríl 2008 09:33
Boston fær heimavallarrétt alla úrslitakeppnina Eftir sigur Boston Celtics á Charlotte í nótt er ljóst að liðið hefur tryggt sér besta árangur allra liða í NBA-deildinni þetta tímabilið. Það verður því með heimavallarrétt alla úrslitakeppnina. Körfubolti 6. apríl 2008 12:34
NBA í nótt: Boston á sigurbraut Sex leikir voru háðir í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Boston Celtics trjónir á toppi síns riðils en liðið vann Charlotte á útivelli 101-78. Leon Powe skoraði 22 stig fyrir Boston og tók 9 fráköst. Körfubolti 6. apríl 2008 11:32
Utah rassskellti San Antonio Ellefu leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þar bar hæst LA Lakers vann Dallas og New Orleans Hornets festi tak sitt á efsta Vesturstrandarinnar með sigri á New York Knicks, 118-110, á meðan San Antonio Spurs var rassskellt af Utah Jazz. Körfubolti 5. apríl 2008 09:13
Barnalán í Boston Leikmönnum Boston Celtics hefur gengið allt í haginn innan sem utan vallar í vetur. Liðið er með bestan árangur allra liða í NBA deildinni, en þar fyrir utan hafa nokkrir leikmanna liðsins orðið svo heppnir að verða feður á árinu. Körfubolti 4. apríl 2008 12:54
NBA í nótt: Hughes góður gegn gömlu félögunum Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Chicago vann nokkuð óvæntan útisigur á Cleveland 101-98 þar sem Larry Hughes var fyrrum félögum sínum erfiður og skoraði 25 stig, gaf 9 stoðsendingar og hirti 8 fráköst fyrir Chicago en LeBron James skoraði 33 stig fyrir Cleveland. Körfubolti 4. apríl 2008 09:16
Brown er farið að leiðast Larry Brown segir að sér sé farið að leiðast þófið á skrifstofunni hjá Philadelphia 76ers og segist vilja snúa sér aftur að þjálfun á næsta keppnistímabili. Til greina komi að þjálfa í NBA eða í háskólaboltanum. Körfubolti 3. apríl 2008 22:30
NBA í nótt: Óvænt endurkoma Dirk og Dallas vann Dallas vann í nótt sigur á Golden State í afar þýðingarmiklum leik, 111-86. Dirk Nowitzky lék óvænt með Dallas í nótt en hann hafði misst af síðustu fjórum leikjum liðsins vegna meiðsla. Körfubolti 3. apríl 2008 09:26
Nýr forseti hjá New York Knicks Donnie Walsh, fyrrum yfirmaður Indiana Pacers, var í dag ráðinn forseti New York Knicks í NBA deildinni. Hann tekur þar með við starfi Isiah Thomas, en sá síðarnefndi mun halda starfi sínu sem þjálfari liðsins eitthvað lengur. Körfubolti 2. apríl 2008 18:15
Gasol væntanlega með Lakers í nótt Spánverjinn Pau Gasol verður væntanlega í byrjunarliði LA Lakers í kvöld þegar liðið tekur á móti Portland Trailblazers í NBA deildinni. Gasol hefur misst af síðustu níu leikjum liðsins vegna ökklameiðsla og hefur það tapað fjórum þeirra. Körfubolti 2. apríl 2008 18:05
NBA í nótt: Denver gefur ekkert eftir Denver vann í nótt góðan sigur á Phoenix á sama tíma og Golden State tapaði fyrir San Antonio. Körfubolti 2. apríl 2008 09:03
Chamberlain á frímerki? Svo gæti farið að körfuboltagoðsögnin Wilt Chamberlain yrði þess heiðurs aðnjótandi í framtíðinni að fá andlit sitt prentað á frímerki í Bandaríkjunum. Körfubolti 1. apríl 2008 22:15
NBA í nótt: Phoenix batt enda á sigurgöngu Denver Phoenix Suns gerði sér lítið fyrir í nótt og skoraði 81 stig í síðari hálfleik gegn Denver og vann, 132-117. Á sama tíma vann Dallas sinn leik í nótt. Körfubolti 1. apríl 2008 09:14
Tímabilið búið hjá TCU Helena Sverrisdóttir og félagar í TCU léku í gær sinn síðasta leik á tímabilinu en liðið féll úr leik í WNIT-úrslitakeppninni er liðið tapaði fyrir Colorado í framlengdum leik, 96-90. Körfubolti 31. mars 2008 10:26
NBA í nótt: Dallas, Denver og Golden State jöfn Það stefnir í ótrúlega spennandi baráttu um sjöunda og áttunda sætið í Vesturdeildinni en sem stendur eru Denver, Dallas og Golden State með jafnan árangur þegar þau eiga níu leiki eftir á tímabilinu. Körfubolti 31. mars 2008 09:31
NBA í nótt: Denver í áttunda sætið Denver vann í nótt gríðarlega mikilvægan sigur á Golden State á heimavelli sínum 119-112. Sigurinn þýðir að Denver hefur nú stokkið upp fyrir Golden State í áttunda og síðasta sætið sem gefur sæti í úrslitakeppninni í Vesturdeildinni í NBA. Körfubolti 30. mars 2008 03:31
Lakers tapaði fyrir Memphis Ellefu leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í nótt. Óvæntustu úrslitin urðu í Los Angeles þar sem Lakers tapaði fyrir Memphis 114-111 þrátt fyrir að Kobe Bryant skoraði 53 stig og hirti 10 fráköst. Þetta var annar skellur Lakers á heimavelli í röð fyrir liði úr neðri hluta deildarinnar. Körfubolti 29. mars 2008 13:41
Blekaðasta byrjunarlið í sögu NBA (myndasería) Færst hefur í vöxt á síðustu árum að NBA leikmenn skarti skrautlegum húðflúrum. Leikmenn Denver Nuggets eru líklega hvað öflugastir á þessu sviði í deildinni í dag. Körfubolti 28. mars 2008 14:08
Gríðarleg spenna í Vesturdeildinni Dallas Mavericks tapaði enn einum leiknum í nótt þegar liðið lá fyrir Denver á útivelli 118-105. Denver er í níunda sæti Vesturdeildar en er nú komið fast á hæla Golden State og Dallas sem eru í sjöunda og áttunda sætinu. Körfubolti 28. mars 2008 10:00
NBA gerir aðra innrás í Evrópu NBA deildin hefur tilkynnt hvaða fjögur lið muni spila í Evrópu á undirbúningstímabilinu næsta haust. Þetta verður þriðja árið í röð sem atvinnulið frá Bandaríkjunum sýna sig fyrir Evrópubúum. Körfubolti 27. mars 2008 16:23
Anthony fær 4,5 milljarða frá Nike Framherjinn Carmelo Anthony hjá Denver Nuggets er búinn að skrifa undir langtímasamning við skóframleiðandann Nike sem færir honum 4,5 milljarða króna í tekjur á um sjö árum. Körfubolti 27. mars 2008 11:05
Boston lagði Phoenix Tólf leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Phoenix tapaði öðrum leik sínum í röð gegn toppliðunum í Austurdeildinni þegar það fékk skell í Boston 117-97. Körfubolti 27. mars 2008 10:19
Isiah Thomas ástæðan fyrir langlífi Mutombo? Miðherjinn Dikembe Mutombo hjá Houston Rockets verður heiðraður með sérstökum hætti í kvöld þar sem forseti NBA deildarinnar David Stern verður viðstaddur. Körfubolti 26. mars 2008 15:25
Nowitzki er á góðum batavegi Svo gæti farið að Þjóðverjinn Dirk Nowitzki geti farið aftur að spila fyrr en áætlað var eftir að hann meiddist á hné og ökkla í leik gegn San Antonio á sunnudaginn. Körfubolti 26. mars 2008 12:45
Paul og West með stórleik í sigri New Orleans Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Stjörnuleikmennirnir David West og Chris Paul fóru mikinn í sigri New Orleans á Indiana, en New Orleans er í efsta sæti Vesturdeildarinnar. Körfubolti 26. mars 2008 10:56
Chris Webber leggur skóna á hilluna Framherjinn Chris Webber hjá Golden State Warriors hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna vegna þrálátra meiðsla. Webber var valinn fyrstur af Golden State í nýliðavalinu árið 1993 og lauk ferlinum þar sem hann hóf hann. Körfubolti 26. mars 2008 01:41
Þetta hefði getað verið miklu verra Þjóðverjinn Dirk Nowitzki kýs að líta á björtu hliðarnar eftir að hann meiddist á fæti í viðureign Dallas og San Antonio í NBA á sunnudaginn. Körfubolti 25. mars 2008 13:52
NBA í nótt: Detroit stöðvaði Phoenix Átta leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Þar bar hæst að Detroit stöðvaði sjö leikja sigurgöngu Phoenix og Philadelphia skaust í sjötta sæti Austurdeildarinnar með góðum útisigri á Boston. Körfubolti 25. mars 2008 03:34