NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Frank ráðinn sem þjálfari Detroit Pistons

Lawrence Frank hefur verið ráðinn sem þjálfari NBA liðsins Detroit Pistons en hann gerði þriggja ára samning við hið sögufræga félag. Frank var áður þjálfari New Jersey Nets en hann var einn af aðstoðarþjálfurum Boston Celtics á síðustu leiktíð. Þjálfaraskipti hafa verið tíð hjá Pistons á undanförnum 11 árum og er Frank sjötti þjálfarinn sem er ráðinn til félagsins á þeim tíma.

Körfubolti
Fréttamynd

Frank að taka við Detroit Pistons

Samkvæmt heimildum AP-fréttastofunnar ætlar Detroit Pistons að bjóða Lawrence Frank þjálfarastöðu félagsins en þjálfarastaðan hefur verið laus í rúman mánuð eftir að John Kuester var rekinn.

Körfubolti
Fréttamynd

Kobe í viðræðum við Besiktas

Tyrkneska félagið Besiktas er í viðræðum við umboðsmenn Kobe Bryant en Bryant er opinn fyrir því að spila í Evrópu á meðan það er verkbann í NBA-deildinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Shaq móðgar Chris Bosh í fyrsta sjónvarpsinnslaginu

Frumraun Shaquille O´Neal sem NBA-sérfræðings í sjónvarpi hefur vakið óskipta athygli. Í fyrsta þættinum talaði Shaq um stjörnurnar tvær hjá Miami en ekki stjörnurnar þrjár. Shaq setur Chris Bosh ekki í sama hóp og LeBron James og Dwayne Wade.

Körfubolti
Fréttamynd

Ming leggur skóna á hilluna

Stærsta íþróttastjarna Kínverja, Yao Ming, hefur tilkynnt að hann sé hættur í körfubolta. Þrálát meiðsli gerðu það að verkum að Ming neyðist til þess að leggja skóna á hilluna.

Körfubolti
Fréttamynd

Sumir eru bjartsýnir - NBA gefur út leikjadagskránna fyrir næsta tímabil

Forráðamenn NBA-deildarinnar gáfu í kvöld út leikjadagskrána fyrir tímabilið 2011-2012 þrátt fyrir að allt bendi til þess að verkfall komi í veg fyrir að leikirnir fari yfir höfuð fram. Það hefur lítið gengið í samningaviðræðum eigenda og leikmannasamtaka NBA-deildarinnar og það er því ólíklegt að fyrrnefnd leikjadagskrá muni halda í óbreyttri mynd.

Körfubolti
Fréttamynd

Howard íhugar að fara til Kína

Leikmenn NBA-deildarinnar eru margir farnir að velta fyrir sér hvar þeir eigi að spila körfubolta í vetur en það er verkbann í NBA-deildinni. Eins og staðan er núna verður ekkert spilað í deildinni í vetur.

Körfubolti
Fréttamynd

Aguero tekur ákvörðun í vikunni

Argentínumaðurinn Sergio Aguero mun taka ákvörðun um framtíð sína í vikunni. Aguero hefur verið upptekinn með Argentínu á Copa America en þar sem Argentína er úr leik getur leikmaðurinn farið að vinna í sínum málum.

Fótbolti
Fréttamynd

Dirk Nowitzki valinn íþróttamaður ársins af ESPN

NBA leikmaðurinn, Dirk Nowitzki , fékk í síðustu viku afhent virtu ESPY verðlaunin fyrir frammistöðu sína á tímabilinu með Dallas Mavericks, en Dallas varð NBA-meistari og Nowitzki var valinn besti leikmaður úrslitaeinvígisins gegn Miami Heat.

Körfubolti
Fréttamynd

Shaq verður með Barkley í sjónvarpinu

Shaquille O´Neal ætlar ekki að sitja auðum höndum næsta vetur þó svo skórnir séu farnir upp í hilluna góðu. Shaq er búinn að skrifa undir samning við TNT og verður með þeim Charles Barkley og Kenny Smith í þættinum Inside the NBA.

Körfubolti
Fréttamynd

Yao Ming leggur skóna á hilluna

Kínverski körfuknattleiksmaðurinn Yao Ming hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Ming hefur glímt við erfið meiðsli undanfarið og missti af nánast öllu síðasta tímabili hjá Houston Rockets í NBA deildinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Kobe gæti farið til Tyrklands

Svo gæti farið að fjölmargir leikmenn NBA-deildarinnar spili í Evrópu í vetur. Það er nefnilega verkbann í NBA-deildinni sem stendur og ef það ílengist munu margir fara til Evrópu í millitíðinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Real Madrid með risatilboð í Fernandez

Spænski landsliðsmaðurinn í körfubolta, Rudy Fernandez, sem nýverið fór til meistaralið Dallas Mavericks í NBA deildinni í leikmannaskiptum gæti staldrað stutt við í Dallas ef marka má fregnir spænskra fjölmiðla. Fernandez hefur fengið risatilboð frá Real Madrid í heimalandinu og ef af þessu verður yrði Fernandez tekjuhæsti leikmaður spænsku deildarinnar frá upphafi.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA leikmenn í verkfall - deilan í hnút

Leikmannasamtökin í NBA deildinni í körfubolta gefa ekkert eftir í kjaraviðræðum við NBA deildina og það er ljóst að á miðnætti í kvöld skellur á verkfall – það fyrsta í 13 ár. David Stern framkvæmdastjóri NBA deildarinnar tilkynnti í gær að þriggja tíma samningafundur hefði ekki skilað árangri og næsta skref væri verkfall leikmanna sem hefst á miðnætti.

Körfubolti
Fréttamynd

Gríðarlegur taprekstur hjá 22 NBA liðum

Forráðamenn NBA deildarinnar standa í ströngu þessa dagana í viðræðum sínum við leikmannasamtök deildarinnar. Núgildandi samningur NBA við leikmannasamtökin er að renna út og hafa viðræður gengið hægt um nýjan samning. NBA liðin töpuðu samtals um 300 milljónum bandaríkjadala á síðasta rekstrarári, eða rétt um 35 milljörðum kr. og er ljóst að eigendurnir vilja draga úr launakostnaði og hagræða í rekstrinum.

Körfubolti
Fréttamynd

Arenas farinn að planka

Körfuboltastjarnan óstýriláta, Gilbert Arenas, fylgir straumnum og hann er nú farinn að planka líkt og óður væri. Hann birtir ansi skemmtilegar myndir af sér að planka á Twitter-síðu sinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Fer Steve Nash til New York Knicks?

Steve Nash, sem tvívegis hefur verið valinn besti leikmaður NBA deildarinnar, hefur ekki náð því að vinna meistaratitil líkt og fyrrum liðsfélagi hans hjá Dallas – Dirk Nowitzki. Nash hefur leikið með Phoenix Suns undanfarin ár og samningur hans við félagið rennur út eftir næstu leiktíð.

Körfubolti
Fréttamynd

Kynlífsmyndband með Shaq nefnt í tengslum við mannrán

Þótt körfuboltastjarnan Shaquille o'Neal hafi lagt skóna á hilluna er hann ekki horfinn af forsíðum dagblaðanna. Nú hefur nafn hans verið nefnt í kæru á hendur sjö mönnum sem rændu og börðu Robert nokkurn Ross árið 2008. Ross segir mennina hafa verið á höttunum eftir kynlífsmyndbandi með O'Neal.

Körfubolti
Fréttamynd

Fá leikmenn Dallas ekki meistarahringa?

Mark Cuban eigandi Dallas Mavericks sem varð NBA-meistari á dögunum segist ekki ætla að láta framleiða hringa fyrir leikmenn sína. Sigurvegarar í NBA-deildinni hafa frá upphafsárum deildarinnar fengið hringa frá eigendum sínum sem tákn um afrekið. Cuban segir hringa vera gamaldags.

Körfubolti