NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Fyrstu ósigrar Miami og Oklahoma | Ginobili meiddur

Miami Heat og Oklahoma Thunder urðu loks að sætta sig við tap í NBA-deildinni í nótt eftir frábæra byrjun á tímabilinu. Meistarar Dallas lögðu Oklahoma en Atlanta, með Tracy McGrady af öllum mönnum í broddi fylkingar, sá um að leggja Miami af velli.

Körfubolti
Fréttamynd

Kevin Garnett búinn að kaupa hlut í Roma

Það fer fljótlega að komast í tísku í NBA-deildinni í körfubolta að eignast hlut í evrópskum fótboltaliðum ef marka má síðustu fréttir því Kevin Garnett hefur nú fetað í fótspor LeBron James.

Körfubolti
Fréttamynd

Nýtt Kobe-Shaq mál að gerjast í Oklahoma City

Það ætlaði allt að sjóða upp úr á milli tveggja stjörnuleikmanna Oklahoma City Thunder í leik liðanna í nótt og NBA-spekingar eru farnir að velta því fyrir sér hvort framtíð þeirra Russell Westbrook og Kevin Durant saman sé í uppnámi. Deilur liðsfélaganna fara fljótlega að minna á stirt samband milli Kobe Bryant og Shaquille O´Neal hjá Los Angeles Lakers fyrir nokkrum árum.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA-deildin: Mikil aukning á sjónvarpsáhorfi

NBA-deildin í körfubolta fór vel af stað í Bandaríkjunum um jólin og sjónvarpsáhorf á opnunarleikina á jóladag var mun meira en á sama tíma fyrir ári síðan. Alls voru fimm leikir sýndir á jóladag á bandarískjum sjónvarpsstöðvum.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA í nótt: Sacramento vann Lakers

Sacramento Kings byrjaði tímabilið í NBA-deildinni með látum en liðið gerði sér lítið fyrir og skellti stórliði LA Lakers, 100-91, í nótt. Fjölmargir leikir fóru þá fram í deildinni.

Körfubolti
Fréttamynd

LeBron James er ekki lengur óvinsælasti leikmaðurinn í NBA

LeBron James varð að langóvinsælasta leikmanninum í NBA-deildinni í fyrra eftir að hann ákvað að yfirgefa Cleveland Cavaliers og semja við Miami Heat. Það var baulað á James við hvert tækifæri og hann þurfti að spila heilt tímabil með bandarísku þjóðina á bakinu.

Körfubolti
Fréttamynd

Baron Davis: Valdi New York frekar en Miami og Lakers

Baron Davis, alskeggjaði leikstjórnandinn sem var á sínum talinn í hópi með öflugustu leikstjórnendum NBA-deildarinnar er búinn að finna sér nýtt lið eftir að Cleveland Cavaliers losaði samning hans undan launaþakinu og lét hann fara.

Körfubolti
Fréttamynd

Chris Paul og Billups byrja vel með Clippers - unnu Lakers

Chris Paul og Chauncey Billups léku sinn fyrsta leik með Los Angeles Clippers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið vann 114-95 sigur á nágrönnunum í Los Angeles Lakers en það er mikil spennna fyrir einvígi þessara liða í vetur eftir komu sterkra leikmanna til Clippers.

Körfubolti
Fréttamynd

Dirk Nowitzki sló við Vettel - valinn íþróttamaður Þýskalands 2011

Dirk Nowitzki átti frábært ár í NBA-deildinni þegar hann fór fyrir liði Dallas Mavericks sem varð NBA-meistari í fyrsta sinn. Þýskir íþróttafréttamenn völdu hann líka íþróttamann ársins þar sem hann hafði betur en Sebastien Vettel, Heimsmeistari í formúlu eitt. Magdalena Neuner, sem keppir í skíðaskotfimi, var valin Íþróttakona ársins.

Körfubolti
Fréttamynd

Arenas veit hvað hann vill

Gilbert Arenas er án samnings eftir að Orlando Magic lét hann fara fyrir viku síðan. Ekkert lið hefur borið víurnar í hinn 29 ára gamla leikstjórnanda sem afrekaði það á sínum yngri árum að skora yfir 25 stig að meðaltali í leik þrjú tímabil í röð.

Körfubolti