Fyrstu ósigrar Miami og Oklahoma | Ginobili meiddur Miami Heat og Oklahoma Thunder urðu loks að sætta sig við tap í NBA-deildinni í nótt eftir frábæra byrjun á tímabilinu. Meistarar Dallas lögðu Oklahoma en Atlanta, með Tracy McGrady af öllum mönnum í broddi fylkingar, sá um að leggja Miami af velli. Körfubolti 3. janúar 2012 08:58
NBA í nótt: Fimmti sigur Miami í röð | Dallas og Lakers töpuðu Miami hefur nú unnið fyrstu fimm leiki sína á tímabilinu, rétt eins og Oklahoma City, eftir sigur á Charlotte Bobcats í nótt, 129-90. Körfubolti 2. janúar 2012 10:15
NBA í nótt: Þriðji sigur Lakers í röð | Oklahoma enn taplaust Andrew Bynum spilaði sinn fyrsta leik á tímabilinu og átti góðan leik þegar að LA Lakers vann Denver Nuggets í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, 92-89. Körfubolti 1. janúar 2012 11:00
NBA í nótt: Wade tryggði Miami aftur sigur | Loksins vann Dallas Ellefu leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en Miami er enn taplaust eftir nauman sigur á Minnesota, 103-101. Körfubolti 31. desember 2011 11:00
Kevin Garnett búinn að kaupa hlut í Roma Það fer fljótlega að komast í tísku í NBA-deildinni í körfubolta að eignast hlut í evrópskum fótboltaliðum ef marka má síðustu fréttir því Kevin Garnett hefur nú fetað í fótspor LeBron James. Körfubolti 31. desember 2011 09:00
Michael Jordan búinn að trúlofa sig Michael Jordan, besti körfuboltamaður sögunnar, trúlofaði sig um hátíðarnar en hann hefur verið í sambandi með Yvette Prieto, 32 ára gamallri fyrirsætu. Körfubolti 30. desember 2011 22:45
NBA í nótt: Þriggja stiga flautukarfa Durant tryggði Oklahoma sigur Sex leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Meistararnir í Dallas töpuðu enn einum leiknum - í þetta sinn fyrir Kevin Durant og félögum í Oklahoma City. Körfubolti 30. desember 2011 09:00
Nýtt Kobe-Shaq mál að gerjast í Oklahoma City Það ætlaði allt að sjóða upp úr á milli tveggja stjörnuleikmanna Oklahoma City Thunder í leik liðanna í nótt og NBA-spekingar eru farnir að velta því fyrir sér hvort framtíð þeirra Russell Westbrook og Kevin Durant saman sé í uppnámi. Deilur liðsfélaganna fara fljótlega að minna á stirt samband milli Kobe Bryant og Shaquille O´Neal hjá Los Angeles Lakers fyrir nokkrum árum. Körfubolti 29. desember 2011 15:30
NBA í nótt: Wade tryggði Miami nauman sigur Miami Heat er enn ósigrað í NBA-deildinni í körfubolta eftir nauman sigur á Charlotte Bobcats í nótt, 96-95, þar sem Dwyane Wade skoraði sigurkörfuna þegar 2,9 sekúndur voru til leiksloka. Körfubolti 29. desember 2011 09:00
Charlotte - Miami í beinni á NBA TV NBA TV sjónvarpsrásin á fjölvarpi Stöðvar 2 verður með beina útsendingu frá viðureign Charlotte Bobcats og Miami Heat í NBA-deildinni á miðnætti í kvöld. Körfubolti 28. desember 2011 17:00
NBA: Nýliðinn Norris Cole sló í gegn Norris Cole skoraði 20 stig fyrir Miami, þar af sex á síðustu 90 sekúndunum, er liðið hafði betur gegn Boston Celtics í NBA-deildinni í nótt. Körfubolti 28. desember 2011 09:31
NBA-deildin: Mikil aukning á sjónvarpsáhorfi NBA-deildin í körfubolta fór vel af stað í Bandaríkjunum um jólin og sjónvarpsáhorf á opnunarleikina á jóladag var mun meira en á sama tíma fyrir ári síðan. Alls voru fimm leikir sýndir á jóladag á bandarískjum sjónvarpsstöðvum. Körfubolti 27. desember 2011 15:00
NBA í nótt: Sacramento vann Lakers Sacramento Kings byrjaði tímabilið í NBA-deildinni með látum en liðið gerði sér lítið fyrir og skellti stórliði LA Lakers, 100-91, í nótt. Fjölmargir leikir fóru þá fram í deildinni. Körfubolti 27. desember 2011 09:00
NBA: Ótrúlegur endasprettur Chicago í sigri á Lakers - létt hjá Clippers Það er búist við miklu af Chicago Bulls, Oklahoma City Thunder og Los Angeles Clippers í NBA-deildinni í körfubolta og þau unnu öll sína leiki þegar deildin fór af stað í nótt. Chicago Bulls þurfti reyndar magnaðan endasprett til að vinna Kobe Bryant og félaga í Staples Center. Körfubolti 26. desember 2011 11:00
Dallas pakkað saman - Miami vann auðveldan sigur á meisturunum Miami Heat fór á kostum í 105-94 sigri á NBA-meisturum Dallas Mavericks í fyrsta leik liðanna á nýju NBA-tímabili en leikurinn fór fram á heimavelli Dallas. Miami hafði mikla yfirburði lengstum í leiknum en Mavericks náði aðeins að laga stöðuna í lokin. Körfubolti 25. desember 2011 22:32
NBA: Carmelo Anthony hetja New York í naumum sigri á Boston Celtics New York Knicks vann 106-104 sigur á Boston Celtics í fyrsta leiknum á nýju NBA-tímabili sem fram fór í Madison Square Garden í New York í dag. Carmelo Anthony var hetja New York en auk þess að skora 37 stig þá setti hann niður mikilvæg víti sextán sekúndum fyrir leikslok. Körfubolti 25. desember 2011 20:37
NBA-tímabilið af stað með fimm dúndurleikjum - hvað er í boði í dag? NBA-deildin hefst aftur í dag og framundan eru fimm dúndurleikir þar af er einn þeirra sýndur á Stöð 2 Sport og annar á NBA TV á fjölvarpinu. Það er óhætt að segja að NBA-áhugamenn fái flotta leiki þegar NBA-tímabilið fer loksins af stað tæpum tveimur mánuðum of seint. Körfubolti 25. desember 2011 15:00
Kobe ætlar sér að spila í gegnum meiðslin á jóladag Kobe Bryant býst við því að spila með Los Angeles Lakers í fyrsta leik liðsins á nýju tímabilinu sem hefst á jóladag. Lakers-liðið mætir þá Chicago Bulls en fimm fyrstu leikir NBA-tímabilsins fara fram 25. desember. Körfubolti 23. desember 2011 18:15
Lopez fótbrotinn - Nets úr leik í Dwight Howard-eltingarleiknum Brook Lopez, miðherji New Jersey Nets í NBA-deildinni, verður frá næstu mánuði eftir að hafa brotið bein í hægri fæti. Lopez fer í aðgerð í dag og verður væntanlega ekkert með fyrr en í fyrsta lagi í febrúar. Körfubolti 23. desember 2011 09:00
LeBron James er ekki lengur óvinsælasti leikmaðurinn í NBA LeBron James varð að langóvinsælasta leikmanninum í NBA-deildinni í fyrra eftir að hann ákvað að yfirgefa Cleveland Cavaliers og semja við Miami Heat. Það var baulað á James við hvert tækifæri og hann þurfti að spila heilt tímabil með bandarísku þjóðina á bakinu. Körfubolti 22. desember 2011 23:30
Clippers vann Lakers í annað skiptið á tveimur dögum - Miami tapaði fyrir Orlando Los Angeles Clippers vann nágranna sína í Los Angeles Lakers í nótt í æfingaleik fyrir komandi NBA-tímabil sem hefst á laugardaginn. Þetta var annar sigur Clippers á Lakers á tveimur dögum. Miami Heat tapaði fyrir Orlando Magic í nótt. Körfubolti 22. desember 2011 09:00
Mikill áhugi á Clippers-liðinu - áhorfendamet í Lakers-leiknum Körfuboltaáhugamenn biðu spenntir eftir fyrsta leik Chris Paul með Los Angeles Clippers en hann fór fyrir sínu nýja liði í léttum sigri á nágrönnunum í Los Angeles Lakers á mánudagskvöldið. Körfubolti 21. desember 2011 16:00
Magic: Kobe verður að fá meiri hjálp frá Gasol og Bynum Magic Johnson hefur tjáð sig um möguleika Los Angeles Lakers á því að vinna NBA-meistaratitilinn á þessu tímabili en margir líta svo á að þetta sé síðasti möguleikinn fyrir Kobe Bryant að fara alla leið með liðinu. Körfubolti 21. desember 2011 14:45
Derrick Rose fær 94 milljónir dollara frá Chicago Bulls fyrir fimm ár Derrick Rose, besti leikmaður NBA-deildarinnar í fyrra, er búinn að skrifa undir nýjan fimm ára samning við Chicago Bulls liðið en bandarískir fjölmiðlar sögðu frá þessu í nótt. Körfubolti 21. desember 2011 10:45
Shawn Marion til blaðamanna: Hér eftir kallið þið mig heimsmeistara Shawn Marion var í stóru hlutverki hjá Dallas Mavericks þegar liðið tryggði sér NBA-meistaratitilinn í sumar. Framundan er nýtt tímabil en Marion er orðinn frekar pirraður á því að bandarískir fjölmiðlar séu þegar búnir að afskrifa Dallas-liðið í titilvörninni. Körfubolti 20. desember 2011 15:30
Baron Davis: Valdi New York frekar en Miami og Lakers Baron Davis, alskeggjaði leikstjórnandinn sem var á sínum talinn í hópi með öflugustu leikstjórnendum NBA-deildarinnar er búinn að finna sér nýtt lið eftir að Cleveland Cavaliers losaði samning hans undan launaþakinu og lét hann fara. Körfubolti 20. desember 2011 11:30
Chris Paul og Billups byrja vel með Clippers - unnu Lakers Chris Paul og Chauncey Billups léku sinn fyrsta leik með Los Angeles Clippers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið vann 114-95 sigur á nágrönnunum í Los Angeles Lakers en það er mikil spennna fyrir einvígi þessara liða í vetur eftir komu sterkra leikmanna til Clippers. Körfubolti 20. desember 2011 09:15
Dirk Nowitzki sló við Vettel - valinn íþróttamaður Þýskalands 2011 Dirk Nowitzki átti frábært ár í NBA-deildinni þegar hann fór fyrir liði Dallas Mavericks sem varð NBA-meistari í fyrsta sinn. Þýskir íþróttafréttamenn völdu hann líka íþróttamann ársins þar sem hann hafði betur en Sebastien Vettel, Heimsmeistari í formúlu eitt. Magdalena Neuner, sem keppir í skíðaskotfimi, var valin Íþróttakona ársins. Körfubolti 19. desember 2011 14:15
Miami byrjaði á því að bursta nágrannana í Orlando - Dallas tapaði NBA-liðin eru byrjuð að spila æfingaleiki fyrir tímabilið sem hefst næsta sunnudag. Miami Heat lék í nótt sinn fyrsta leik á móti nágrönnum sínum á Flórída, Orlando Magic, og átti ekki í miklum vandræðum í 118-85 sigri. Oklahoma City vann líka NBA-meistara Dallas í nótt. Körfubolti 19. desember 2011 09:45
Arenas veit hvað hann vill Gilbert Arenas er án samnings eftir að Orlando Magic lét hann fara fyrir viku síðan. Ekkert lið hefur borið víurnar í hinn 29 ára gamla leikstjórnanda sem afrekaði það á sínum yngri árum að skora yfir 25 stig að meðaltali í leik þrjú tímabil í röð. Körfubolti 18. desember 2011 23:00