
NBA í nótt: Þreföld framlenging í Chicago
Pelíkanarnir frá New Orleans unnu dramatískan sigur á Chicago Bulls í leik sem þurfti að þríframlengja. Indiana tapaði aðeins sínum öðrum leik á tímabilinu í nótt.
Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.
Pelíkanarnir frá New Orleans unnu dramatískan sigur á Chicago Bulls í leik sem þurfti að þríframlengja. Indiana tapaði aðeins sínum öðrum leik á tímabilinu í nótt.
Indiana Pacers heldur áfram að gera það gott í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann í nótt sinn sextánda sigur í fyrstu sautján leikjum sínum á tímabilinu.
Það er farið að styttast í að Kobe Bryant snúi aftur út á körfuboltavöllinn með Los Angeles Lakers í NBA körfuboltanum eftir að hafa slitið hásin í apríl.
Houston Rockets varð í nótt fyrst liða til að vinna San Antonio Spurs í San Antonio þegar Rockets vann baráttu Texas-liðanna 112-106 í NBA körfuboltanum í Bandaríkjunum. Alls voru sjö leikir í NBA í nótt.
Oklahoma City Thunder vann sinn sjötta leik í röð í NBA-deildinni í nótt en tæpt stóð það.
Jason Kidd, þjálfari Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta, reyndi að búa sér til leikhlé í lok leiks á móti Los Angeles Lakers í fyrrinótt en forráðamenn deildarinnar voru ekki hrifnir.
Jason Kidd var alltaf hrósað fyrir klókindi sín inn á körfuboltavellinum. Skórnir eru nýkomnir upp á hillu en kappinn beitir enn brögum inn á vellinum nú sem þjálfari Brooklyn Nets í NBA-deildinni.
Phoenix Suns og Oklahoma City Thunder enduðu 11 leikja sigurgöngur Portland Trail Blazers og San Antonio Spurs í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. LeBron James leiddi Miami til sigurs á hans gamla félagi og Chris Paul meiddist þegar Los Angeles Clippers sá til þess að New York Knicks tapaði sínum sjöunda leik í röð.
Á morgun er Þakkargjörðardagurinn (Thanksgiving Day) í Bandaríkjunum og þá leggja Bandaríkjamenn mikið upp úr því að vera með fjölskyldu og vinum. Leikmenn í NBA-deildinni í körfubolta lenda hinsvegar oft í því að vera á útivallaferðalagi á þessum degi og þannig er nú málum háttað hjá meisturunum í Miami Heat.
Brooklyn Nets endaði fimm leikja taphrinu í NBA-deildinni í körfubolta með naumum 102-100 sigri á Toronto Raptors í nótt. Los Angeles Lakers liðið náði ekki að framlengja þriggja leikja sigurgöngu sína.
Portland Trail Blazers og San Antonio Spurs héldu áfram sigurgöngu sinni í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðin fögnuðu bæði sínum ellefta sigri í röð.
Kobe Bryant skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við LA Lakers en talið er að hann verði áfram launahæsti leikmaður deildarinnar.
Derrick Rose, leikstjórnandi Chicago Bulls, hefur gengist undir aðgerð á hné og mun af þeim sökum missa af tímabilinu öllu í NBA-deildinni.
Það gengur ekkert á fyrsta ári Jason Kidd sem þjálfari í NBA-deildinni í körfubolta en Brooklyn Nets tapaði sínum fimmta leik í röð í gær og er nú með lélegasta árangurinn að öllum liðunum í Atlantshafsriðli Austurdeildarinnar.
Los Angeles Lakers vann sinn þriðja leik í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og Oklahoma City Thunder og Los Angeles Clippers áttu ekki í miklum vandræðum í sínum leik. Dýrasta lið deildarinnar, Brooklyn Nets, tapaði hinsvegar sínum fimmta leik í röð.
Tíu leikir voru leiknir í NBA körfuboltanum í Bandaríkjunum í nótt ber þar hæst að sigurganga Indiana Pacers og Portland Trail Blazers heldur áfram og LeBron James tryggði Miami Heat sigur á Orlando Magic.
Það fékkst staðfest í kvöld að stjörnuleikmaður Chicago Bulls, Derrick Rose, þarf að fara í aðgerð vegna hnémeiðslanna sem hann varð fyrir í gær.
Spánverjinn Pau Gasol, leikmaður LA Lakers, lofaði því fyrir leikinn gegn Golden State í gær að hann myndi gefa 120 þúsund krónur í hjálparstarf á Filippseyjum fyrir hvert stig sem hann skoraði.
Chicago Bulls varð fyrir miklu áfalli í nótt er stjarna liðsins, Derrick Rose, meiddist á hné. Sama hné og hélt honum frá keppni í eitt og hálft ár.
Eins og áður hefur komið fram stefnir Kobe Bryant að því að spila með Lakers fyrir lok mánaðarins. Það gæti verið of mikil bjartsýni hjá leikmanninum.
Það var stórleikur á dagskránni í NBA-boltanum í nótt er Oklahoma tók á móti LA Clippers. Leikurinn var ekki eins spennandi og búist var við því heimamenn voru mikið sterkari.
Þeir eru fjölmargir sem leggja hönd á plóginn við að styrkja fórnarlömb fellibylsins sem reið yfir Filippseyjar á dögunum.
Þjóðverjinn Dirk Nowitzki hjá Dallas Mavericks heldur áfram að klífa stigalistann í NBA-deildinni og hann er nú orðinn fimmtándi stigahæsti leikmaður allra tíma í deildinni.
Hinn 19 ára gamli körfuboltamaður Austin Hatch á sér sögu sem er engri lík. Hann hefur lifað af tvö flugslys þar sem allir hans nánustu létust.
Chris Paul var sjóðheitur í liði LA Clippers í nótt gegn Minnesota. Hann skoraði 12 stig í röð í leiknum af síðustu 21 stigum Clippers í leiknum skoraði hann 16.
NBA-stjarnan Dwyane Wade, leikmaður Miami Heat, hefur samið við Fox-sjónvarpsstöðina um þátt sem byggist á lífi hans. Þátturinn á að heita "Three the Hard Way".
Kobe Bryant, leikmaður LA Lakers, er heldur betur á góðum batavegi og er farinn að æfa með félögum sínum af fullum krafti.
Meistarar Miami Heat voru í banastuði á heimavelli sínum í nótt er Atlanta kom í heimsókn. Öruggur sigur hjá Miami sem er búið að vinna átta af síðustu níu leikjum sínum. Þar af hefur liðið unnið síðustu fimm.
Portland Trailblazers hefur komið skemmtilega á óvart í upphafi leiktíðar í NBA-deildinni. Liðið vann í nótt sinn sjöunda leik í röð.
Kobe Bryant er byrjaður að æfa með Los Angeles Lakers liðinu en bandarískir fjölmiðlar hafa ekki fengið að vita um það hvenær leikmaðurinn byrjar að spila aftur í NBA-deildinni í körfubolta. Bryant sleit hásin í lok síðasta tímabils.