Úrslit úr Meistaradeildinni Þá er leikjum í E, F, G og H riðli í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu lokið. Í E-riðli Sigraði Arsenal Rosenborg frá Noregi auðveldlega með fimm mörkum gegn einu. Reyes, Henry og Fabregas komu Arsenal í 3-0, en Erik Hoftun minnkaði muninn fyrir Rosenborg. Robert Pires kom Arsenal í 4-1 með marki úr vítaspyrnu og Robin Van Persie inniglaði svo sigurinn eftir að hafa komið inná sem varamaður með marki fimm mínútum fyrir leikslok. Sport 7. desember 2004 00:01
Nistelrooy hvíldur gegn Fenerbahce Manchester United mun hvíla Ruud van Nistelrooy í lokaleik liðsins í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu sem fram fer á miðvikudaginn. Sport 6. desember 2004 00:01
Liðið stendur og fellur með mér Fjórir riðlar í meistaradeildinni í fótbolta ljúka keppni í kvöld og verður þá ljóst hvaða átta lið fara upp úr þessum fjórum riðlum. Fimm lið, PSV Eindhoven, AC Milan, Barcelona, Internazionale og Chelsea eru örugg áfram í sextán liða úrslit. Hart er barist um hin þrjú sætin sem í boði eru. Sport 6. desember 2004 00:01
Líflátshótunin skyggði á sigurinn Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segir í ævisögu sinni, sem blaðið <em>Times</em> birtir kafla úr í morgun, að sigur hans með Porto í Meistaradeildinni í vor hafi fallið í skuggann af líflátshótun skömmu fyrir úrslitaleikinn. Í kjölfarið fylgdu nokkrar vikur sem Mourinho segir að hafi verið helvíti líkar. Sport 29. nóvember 2004 00:01