Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Tollverðir á Keflavíkurflugvelli lögðu hald á um tuttugu þúsund lyfseðilsskyldar töflur í síðustu viku sem reynt var að smygla til landsins. Innlent 2.4.2025 19:54
Hinir handteknu alveg ótengdir Tveir voru handteknir hér á landi í síðasta mánuði í alþjóðlegri lögregluaðgerð vegna vefsíðu þar sem finna mátti barnaníðsefni. Mennirnir eru grunaðir um að hafa deilt barnaníðsefni í gegnum síðuna. Á fjórða tug ríkja tóku þátt í aðgerðinni. Innlent 2.4.2025 18:56
Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Erlendir ferðamenn voru gripnir við þjófnað í matvöruverslun eftir hádegi á höfuðborgarsvæðinu í dag. Innlent 2.4.2025 18:09
Ekið á gangandi vegfaranda Alvarlegt umferðarslys varð við Reykjanesbraut við brúna milli Nýbýlavegs og Breiðholtsbrautar. Ekið var á gangandi vegfaranda. Innlent 1. apríl 2025 15:48
Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Forsvarsmenn Slysavarnafélagsins Landsbjargar hvetja fólk til að koma vel fram við björgunarsveitarfólk og aðra viðbragðsaðila. Allir séu að gera sitt besta við erfiðar aðstæður. Það er eftir að íbúi í Grindavík ógnaði björgunarsveitarfólki með byssu þegar verið var að rýma bæinn vegna eldgossins í morgun. Innlent 1. apríl 2025 15:23
Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Íbúi í Grindavík ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni þegar bærinn var rýmdur vegna yfirvofandi eldgoss í morgun. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að maður hafi verið handtekinn fyrir að hafa „hagað sér óæskilega“. Innlent 1. apríl 2025 11:41
Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Björgunarsveitarfólki sem kom að rýmingu í Grindavík vegna yfirvofandi eldgoss í morgun var ógnað. Samkvæmt heimildum Vísis fengu björgunarsveitarmenn sem lentu í slíkum ógnunum sálrænan stuðning frá fulltrúum Rauða krossins. Innlent 1. apríl 2025 10:37
Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Eldgos hófst rétt norðan við Grindavík um klukkan 9:44 eftir að kvikuhlaup hófst á sjöunda tímanum í morgun. Sprungan hefur teygt sig suður fyrir varnargarð norðan við Grindavík. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan og reglulega í beinni útsendingu frá vettvangi. Innlent 1. apríl 2025 07:03
Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út eftir að tilkynnt var um mann með hníf á hóteli í Reykjavík. Maðurinn hafði lent í útistöðum við annan mann þegar hann tók upp hníf og ógnaði með honum. Skömmu síðar var maðurinn handtekinn á vettvangi og fluttur í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins. Innlent 1. apríl 2025 06:02
Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Síður á Instagram sem birta myndskeið af ofbeldi meðal barna spretta upp eins og gorkúlur á samfélagsmiðlum. Að sögn lögreglunnar er töluvert um að gerendur fari saman í hópum og skipuleggi slagsmál, en þolendur geta verið allt niður í tíu ára gamlir. Innlent 31. mars 2025 23:30
Þremur vísað út af Landspítalanum Þremur einstaklingum var vísað út af Landspítalanum í dag af lögreglu. Maður sýndi ógnandi hegðun á bráðamóttökunni en tvö önnur voru í óleyfi á sjúkrahúsinu. Innlent 30. mars 2025 17:06
Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo einstaklinga eftir líkamsárás í miðborginni í nótt. Þeir gista nú fangageymslur. Innlent 30. mars 2025 07:23
Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Tilkynnt var um að ungmenni hefði framið rán og líkamsárás í miðborginni í dag. Lögregla segir málið til rannsóknar. Innlent 29. mars 2025 18:27
Unglingur hrækti á lögreglumann Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Sex manns gista í fangaklefa og 64 mál voru skráð í dagbók lögreglunnar. Innlent 29. mars 2025 08:16
Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Þjófar, dulbúnir sem ferðamenn, hafa herjað á túrista bæði á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi síðustu daga. Lögreglufulltrúi segir þjófana vel skipulagða og enginn þeirra hefur verið staðinn að verki. Innlent 28. mars 2025 23:06
Eins leitað eftir slagsmál Slagsmál brutust út fyrir utan kaffistofu Samhjálpar fyrr í dag. Eins er leitað. Innlent 28. mars 2025 16:29
Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við þjófum sem hafa verið á ferðinni á miðborgarsvæðinu undanfarna daga. Þeir eru sagðir vera erlendir ríkisborgarar og herja á ferðamenn og hafa borist tilkynningar um slík mál við Hallgrímskirkju og nágrenni hennar. Innlent 28. mars 2025 09:59
Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði „Það var greinilega þeirra daglega iðja að koma við hér á Þingvöllum og síðan héldu þeir áfram yfir á Gullfoss og Geysi,“ segir Einar Á.E. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, um erlenda vasaþjófa sem hafa herjað á ferðamenn hérlendis. Innlent 28. mars 2025 06:27
Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Níu gista fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu nú í morgunsárið, þeirra á meðal fimm sem voru handteknir grunaðir um líkamsárás í póstnúmerinu 104. Innlent 28. mars 2025 06:13
Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Ríkislögeglustjóri segir fjölmarga skipulagða glæpahópa starfa hér á landi. Dæmi séu um að þeir hafi verið nýttir af erlendum ríkjum til að fremja skemmdarverk. Innlent 27. mars 2025 20:00
Sigaði löggunni á blaðbera Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í dag tilkynning um að fólk væri að reyna að komast inn til þess sem hringdi í Hafnarfirði. Lögreglumenn voru sendir á vettvang og kom í ljós að um blaðburðarfólk væri að ræða. Innlent 27. mars 2025 19:52
Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Lögregla var kölluð til við Seljaskóla í Reykjavík eftir hádegið vegna barna sem mættu óboðin á skólalóðina og höfðu í hótunum við ellefu til þrettán ára gömul börn á miðstigi skólans. Töldu einhverjir nemendur móta fyrir hníf í buxnastreng óboðnu gestanna. Innlent 27. mars 2025 16:05
Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Þefvís lögreglumaður rann á lyktina í Mosfellsbæ þar sem verið var að rækta kannabisplöntur. Lögregla lagði í kjölfarið hald á 90 plöntur í aðgerðum í gærkvöldi. Innlent 27. mars 2025 10:47
Gæsluvarðhald tveggja stytt um tvær vikur Landsréttur stytti á föstudag gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir Stefáni Blackburn og öðrum manni, en þeir eru báðir grunaðir um aðild að manndrápi, frelsissviptingu og fjárkúgun. Lögmaður annars þeirra segir lögreglu og dómstóla beita einangrunargæsluvarðhaldi af of mikilli léttúð. Innlent 26. mars 2025 18:48