Lögreglumál

Lögreglumál

Fréttir af verkefnum lögreglunnar á Íslandi.

Fréttamynd

„Það fer enginn líf­vörður út í“

Sérfræðingur í öryggismálum hjá Ferðamálastofu segir flókið verkefni að finna eina lausn á öryggismálum í Reynisfjöru. Fjaran sé á stöðugri hreyfingu og sjórinn svo svikull að ómögulegt væri að hafa þar lífvörð. Enginn, sama hversu vel þjálfaður, geti synt í land.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja

Hið svokallaða fyrsta bankarán á Íslandi árið 1975 sem fjallað var um í dag vegna þess að ræninginn gaf sig fram við lögregluna á liðnu sumri, reynist ekki vera fyrsta bankarán landsins. Hið raunverulega fyrsta bankarán landsins gæti hafa verið framið í nóvember ársins 1972 af óprúttnum tíu ára húsvarðarsyni. 

Innlent
Fréttamynd

Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“

Lúkas Geir Ingvarsson, einn sakborninga í Gufunesmálinu svokallaða, er sá sem grunaður er um að reyna að fá yngsta sakborninginn í málinu til þess að taka á sig sök og skipta um verjanda. Foreldrar sakborningsins voru beittir þrýstingi um að fá son sinn til að skipta um lögmann. Reynt hefur verið að fæla lögmanninn frá málinu.

Innlent
Fréttamynd

Tveggja bíla á­rekstur á Suður­landi

Tveggja bíla árekstur varð við afleggjarann að Vallabæjum austan við Kirkjubæjarklaustur upp úr hádegi í dag. Meiðsl á fólki eru minniháttar en miklar skemmdir eru á bílunum.

Innlent
Fréttamynd

Flug­eldum kastað að fólki á Akur­eyri

Lögreglan sinnti samtals tæplega sex hundruð málum á tveimur stærstu útihátíðum verslunarmannahelgarinnar í Vestmannaeyjum og á Akureyri. Þrátt fyrir mikinn mannfjölda á Akureyri var helgin þar rólegri en aðrar verslunarmannahelgar. Veðrið spilaði stórt hlutverk á báðum hátíðunum.

Innlent
Fréttamynd

Hand­tekin fyrir ölvunar­akstur eftir grænt ljós frá löggunni

Konu á leið frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur í gær var sagt að hún væri bær til að aka þegar hún blés í áfengismæli lögreglu við Landeyjahöfn en var handtekin vegna gruns um ölvunarakstur eftir að hafa blásið á næsta eftirlitspósti, nokkrum mínútum síðar. Hún reiknar með hárri sekt og að missa ökuréttindin. Aðalvarðstjóri segir ökumenn alfarið ábyrga í tilfellum sem þessu og að áfengismælar gefi einungis vísbendingu um vínandamagn. 

Innlent
Fréttamynd

Allir blása í Landeyjahöfn

Lögreglan á Suðurlandi fylgist með umferð í Landeyjahöfn en Þjóðhátíðargestir flykkjast nú í land. Enginn bílstjóri kemst af svæðinu án þess að vera athugaður af lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Olli slysi undir á­hrifum fíkni­efna

Lögregluþjónar stöðvuðu í gærkvöldi ökumann sem reyndist bæði réttindalaus og undir áhrifum fíkniefna. Var hann stöðvaður eftir að hann hafði valdið slysi og var hann vistaður í fangaklefa í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Stúlkan sem fór í sjóinn er látin

Stúlka sem fór í sjóinn við Reynisfjöru ásamt föður sínum og systur er látin. Þyrla Landhelgisgæslunnar, lögregla og björgunarsveitir voru kallaðar út og tókst að ná stúlkunni úr sjónum. Var hún úrskurðuð látin á vettvangi.

Innlent
Fréttamynd

Hnífurinn reyndist grill­tangir

Lögreglunni á Siglufirði barst í nótt tilkynning um líkamsárás þar sem átti að hafa verið notast við einhvers konar hníf. Var því kölluð út sérsveit ríkislögreglustjóra en í ljós kom að ekki var um hníf að ræða heldur grilltangir.

Innlent
Fréttamynd

Læti í mið­bænum og í veðrinu

Níu gistu í fangageymslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir nóttina en alls voru 75 mál skráð í kerfi lögreglunnar frá fimm í gærdag til fimm í morgun. Flest þeirra virðast hafa tengst skemmtanalífinu og veðrinu.

Innlent