Mismunandi leiðir inn á markaðinn II Að fá inn akkeris- og/eða kjölfestufjárfesta gerir fyrirtækjum kleift að handvelja tiltekna aðila inn í hluthafahópinn, aðila sem koma ekki einungis með fjármagn heldur verðmæta þekkingu og reynslu að borðinu. Umræðan 23. september 2022 10:00
Sjóðastýringarrisinn Vanguard kominn í hóp stærri eigenda Íslandsbanka Bandaríska eignarstýringarfélagið Vanguard er orðið á meðal stærri hluthafa Íslandsbanka eftir að nokkrir sjóðir í stýringu þess keyptu í bankanum fyrir samanlagt um 1.300 milljónir króna í sérstöku uppboði sem fór fram eftir lokun markaða fyrir helgi. Innherji 23. september 2022 07:00
Viljayfirlýsing Icelandair gerir ráð fyrir fimm rafknúnum flugvélum Icelandair gerir ráð fyrir að fá fimm rafmagnsflugvélar í innanlandsflugið í viljayfirlýsingu, sem félagið skrifaði undir í síðustu viku. Ráðamenn Icelandair telja raunhæft að orkuskiptin í farþegafluginu hefjist fyrir lok þessa áratugar. Innlent 22. september 2022 22:22
Gunnþór: Sala á uppsjávarafurðum til Úkraínu gengið vonum framar Þrátt fyrir innrás Rússa fyrir um hálfu ári síðan hefur sala á uppsjávarafurðum til Úkraínu gengið vonum framar á þessu ári, að sögn Gunnþórs Ingvasonar, framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar á Neskaupsstað. Innherji 22. september 2022 18:38
Stærsta sjóðastýringarfyrirtæki heims keypti í Marel fyrir á fjórða milljarð Vísitölusjóðir bandaríska eignastýringarfyrirtækisins Vanguard keyptu nánast öll þau bréf í Marel sem voru seld í sérstöku lokunaruppboði í Kauphöllinni síðasta föstudag í aðdraganda þess að íslenski markaðurinn var færður upp í flokk nýmarkaðsríkja hjá FTSE vísitölufyrirtækinu. Innherji 22. september 2022 16:11
Brim kaupir aukinn kvóta og nýtt skip Brim hf. hefur gengið frá samkomulagi við Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. um kaup á félaginu RE 27 ehf. en eignir þess eru frystitogarinn Sólborg RE og veiðiheimildir. Markmið viðskiptanna er sagt vera að efla uppsjávarsvið Brims og styrkja uppsjávarvinnslu félagsins á Vopnafirði. Viðskipti innlent 22. september 2022 14:31
Breyta nafni hótelkeðju Icelandair og Flugleiða Nafnabreytingu á Flugleiðahótelum hf. og keðju Icelandair Hótela er lokið, en nýir eigendur félagsins, Berjaya Land Berhard (Berjaya), gerðu samkomulag við fyrri eigendur, Icelandair Group, um að láta af notkun vörumerkis þess síðarnefnda að lokinni sölu hótelfélagsins. Viðskipti innlent 21. september 2022 11:50
Útvíkka starfsemina og stofna sjóða- og eignastýringu VÍS hefur ákveðið að útvíkka starfsemi sína og bjóða upp á sjóða- og eignastýringu. Nýtt dótturfélag verður stofnað undir starfsemina sem mun hljóta nafnið SIV eignastýring. Arnór Gunnarsson, forstöðumaður fjárfestinga hjá VÍS, verður framkvæmdastjóri SIV eignastýringar. Viðskipti innlent 21. september 2022 09:39
Undirbúningur sjóða sem seldu íslensku bréfin „langur og vel skipulagður“ Ótti innlendra fjárfesta um að það sé talsvert uppsafnað framboð af hlutabréfum sem ekki hafi náðst að selja á þeim verðum þegar erlendir vísitölusjóðir komu inn á markaðinn í uppboði eftir lokun Kauphallarinnar síðasta föstudag skýrir meðal annars það verðfall sem hefur orðið á bréfum flestra skráða félaga í vikunni. Innherji 20. september 2022 17:30
Telur sölu Orkunnar á jarðefnaeldsneyti og rafmagni verða jafna á næstu árum Hlutfallið milli sölu á jarðefnaeldsneyti og raforku til að knýja bílaflotann verður jafnt á næstu árum, að sögn Auðar Daníelsdóttur, forstjóra Orkunnar. Í gær var tilkynnt um að Orkan hefði fest kaup á ríflega þriðjungshlut í raforkusalanum Straumlind. Innherji 20. september 2022 13:00
„Við þurfum að gera miklu betur“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að flugfélagið þurfi einfaldlega að gera miklu betur í innanlandsfluginu en raunin hefur verið að undanförnu, til að ná upp trausti á innanlandsflugið. Innlent 20. september 2022 09:12
Kaupa Reykjavík Data Center af Íslandsbanka Borealis Data Center hefur gengið frá kaupum á öllu hlutafé Reykjavík Data Center á Korputorgi af Íslandsbanka. Viðskipti innlent 20. september 2022 09:01
Sjálfvirkni rekur fleyg milli innlánsvaxta bankanna Nýir og sjálfvirkir innlánsreikningar Íslandsbanka, sem hafa gert bankanum kleift að stórbæta vaxtakjörin í samanburði við Arion banka og Landsbankann, varpa ljósi á hversu mikill ávinningur er fólginn í sjálfvirknivæðingu og samkeppni í fjármálakerfinu. Vextirnir eru komnir í nánd við vextina á óbundnum reikningum Auðar, fjármálaþjónustu Kviku banka, sem hefur um nokkurt skeið boðið mun betri kjör en keppinautarnir. Innherji 20. september 2022 06:10
Stjórnin endurspegli ekki hluthafahóp Sýnar Í dag fóru þrjú félög, sem saman fara með 10,8 prósent hlut í Sýn, fram á að haldinn yrði annar hluthafafundur og ný stjórn yrði kjörin. Fasti ehf., sem er í eigu hjónanna Hilmars Þórs Kristinssonar og Rannveigar Eirar Einarsdóttur, er stærsta félagið í hópnum. Hilmar Þór segir að stjórn Sýnar endurspegli einfaldlega ekki hluthafahóp félagsins. Viðskipti innlent 19. september 2022 18:14
Krefjast nýs stjórnarkjörs hjá Sýn Þrír hluthafar sem fara saman með 10,18% eignarhlut í Sýn hf. hafa krafist þess að boðað verði til hlutahafafundar um nýtt stjórnarkjör. Innan við mánuður er frá því að kosið var til stjórnar Sýnar í kjölfar þess að nýr fjárfestahópur keypti stærsta einstaka hlutinn í félaginu. Viðskipti innlent 19. september 2022 16:36
Gjaldeyrisinnflæðið sem kom ekki þegar íslenskir fjárfestar voru teknir í bólinu Umfangsmikil sala erlendra fjárfestingarsjóða, sem hafa að undanförnu byggt upp stöður í skráðum félögum hér á landi, til erlendra vísitölusjóða í aðdraganda þess að íslenski hlutabréfamarkaðurinn var færður upp í flokk nýmarkaðsríkja olli því að hlutabréfaverð flestra fyrirtækja í Kauphöllinni lækkaði verulega þegar markaðir lokuðu fyrir helgi. Innherji 19. september 2022 16:17
Forstjóri Icelandair krafinn skýringa á fundi í dag Sveitarstjórnarfulltrúar á Norðurlandi eystra munu fjölmenna á fund með forstjóra Icelandair á Akureyri síðar í dag, þar sem hann verður krafinn skýringa á tíðum frestunum og aflýsingum á innanlandsflugi flugfélagsins. Innlent 19. september 2022 11:07
Salan á Mílu stóð tæpt eftir óvænt útspil Í byrjun september leit út fyrir að kaup franska sjóðastýringarfélagsins Ardian á Mílu, sem Samkeppniseftirlitið blessaði í síðustu viku eftir undirritun sáttar við Ardian, myndu renna út í sandinn. Klinkið 19. september 2022 10:53
Biðstaða á meðan fjárfestar bíða eftir planinu hjá stjórn Símans Efnahagsreikningur Símans tekur stakkaskiptum núna þegar loksins er orðið ljóst að salan á Mílu fyrir tæplega 70 milljarða króna gengur í gegn. Stóra spurningin, sem ætti að opinberast á allra næsta vikum, er hvað félagið hyggst gera við það mikla reiðufé sem það situr á eftir söluna. Flestir eiga von á því að þeir fjármunir verði meira eða minna allir greiddir út til hluthafa. Klinkið 18. september 2022 13:20
Icelandair stefnir núna á þrjátíu sæta rafmagnsflugvél fyrir innanlandsflug Rafmagnsflugvélin, sem Icelandair tilkynnti á föstudag að félagið hygðist taka þátt í að þróa með Heart Aerospace, verður uppfærð útgáfa af minni vél, sem sænski flugvélaframleiðandinn var búinn að vera með í þróun. Stefnt er að því að nýja flugvélin verði komin í farþegaflug árið 2028, eftir sex ár. Innlent 18. september 2022 07:27
Neyddust til að lenda vél Play í Kanada vegna flugdólgs Flugvél Play á leið frá Keflavíkurflugvelli til Baltimore í Bandaríkjunum þurfti að lenda í Sæludal á Nýfundnalandi í gær vegna farþega sem lét ófriðsamlega um borð. Maðurinn á von á kæru frá flugfélaginu. Innlent 17. september 2022 14:51
Ný rafmagnsflugvél geri innanlandsflug kolefnislaus Icelandair mun taka þátt í þróun nýrrar rafmagnsflugvélar en flugfélagið undirritaði viljayfirlýsingu um nýja rafmagnsflugvél í gær við Heart Aerospace. Nýja vélin er sögð geta gert kolefnislaus innanlandsflug að veruleika. Viðskipti innlent 16. september 2022 21:33
Tekist á um ríkiseign á bönkunum á Alþingi Þingmaður Viðreisnar telur enga ástæðu fyrir ríkið að halda áfram að eiga hlut í Íslandsbanka og Landsbanka. Hægt væri að leysa út allt að fjögur hundruð milljarða með sölu þeirra til greiðslu skulda. Forsætisráðherra vill hins vegar að ríkið haldi ráðandi eign í Landsbankanum. Innlent 16. september 2022 19:21
Gildi heldur áfram að stækka hlut sinn í Sýn Gildi lífeyrissjóður, sem hefur um langt skeið verið einn allra stærsti hluthafi Sýnar, er á síðustu vikum búinn að vera að stækka stöðu sína í fjölmiðla- og fjarskiptafélaginu, bæði í aðdraganda og eftir hluthafafund félagsins í lok síðasta mánaðar þar sem átök voru á milli einkafjárfesta og lífeyrissjóða um kjör stjórnarmanna. Innherji 16. september 2022 16:02
Atvikið á Keflavíkurflugvelli flokkað sem alvarlegt flugatvik Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur flokkað flugatvik sem varð á Keflavíkurflugvelli þann 31. ágúst síðast liðinn sem alvarlegt flugatvik. Flugmenn flugvélar Icelandair hættu þá skyndilega við lendingu vegna annarrar flugvélar Icelandair sem var á flugbrautinni. Innlent 16. september 2022 07:01
Eik hættir við kaup á Lambhaga Eik fasteignafélag hefur hætt við að kaupa garðyrkjustöðvarnar Lambhaga í Úlfarsdal og Lund í Mosfellsdal. Kaupverð var áætlað 4,2 milljarðar króna. Viðskipti innlent 15. september 2022 18:59
SKE samþykkir söluna á Mílu og kaupverðið lækkar í 69,5 milljarða Samkeppniseftirlitið og sjóðastýringarfyrirtækið Ardian hafa náð samkomulagi um þau skilyrði sem verða sett við kaupin á Mílu en erfiðar viðræður hafa staðið yfir milli eftirlitsins og franska félagsins allt frá því í júlí. Forstjóri Símans segist „afskaplega ánægður“ með að söluferlið hafi loksins klárast. Innherji 15. september 2022 08:53
Telur kaupin á Vísi auka verðmæti Síldarvinnslunnar um nærri sjö milljarða Sjávarútvegsfyrirtækið Vísir í Grindavík gæti staðið undir verðmiða upp á um 37,5 milljarða króna en heildarkaupverðið á félaginu til Síldarvinnslunnar, sem var tilkynnt um í sumar, nemur 31 milljarði króna. Væntur ávinningur Síldarvinnslunnar af kaupunum er því um 6,5 milljarðar, eða um 17 prósent af kaupverðinu. Innherji 15. september 2022 07:01
Réttlátara samfélag með betri tækni Það eru forréttindi að fá að vakna á hverjum degi og vinna að því að búa til réttlátara samfélag. Réttlátt samfélag verður ekki til af sjálfu sér, heldur með ásetningi og markvissri vinnu. Jafnlaunastaðallinn ÍST85:2012 hefur reynst öflugt verkfæri í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna. En áður en vottunin er í hendi þurfa fyrirtæki að uppfylla ýmis skilyrði. Skoðun 14. september 2022 11:01
Nýjar höfuðstöðvar Icelandair rísa á Flugvöllum í Hafnarfirði Fyrsta skóflustunga að nýjum höfuðstöðvum Icelandair í Hafnarfirði var tekin síðdegis. Forstjórinn vonast til að skoðað verði hvort gömlu skrifstofurnar á Reykjavíkurflugvelli geti hentað sem flugstöð. Innlent 13. september 2022 20:40