Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Breska blaðið Telegraph fjallar um Icelandair og þau sóknarfæri sem sögð eru felast í áherslum Trump-stjórnarinnar í Bandaríkjunum fyrir íslenska flugfélagið. Með útvíkkun leiðarkerfis Icelandair um Atlantshafið stimpli félagið sig inn sem alvöru keppinautur annarra risa á flugmarkaði og félagið sé í kjörstöðu til að heilla Trump með því að opna á fleiri áfangastaði á Bandaríkjamarkaði. Viðskipti innlent 11. febrúar 2025 16:12
Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Heimir Már Pétursson, einhver vaskasti fréttamaður nú um stundir, hefur söðlað um og tekið að sér að verða framkvæmdastjóri og upplýsingafulltrúi þingflokks Flokks fólksins. Innlent 11. febrúar 2025 14:58
Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Menntaverðlaun atvinnulífsins voru veitt í dag fyrirtækjum sem skara fram úr í fræðslu- og menntamálum. Arion banki er Menntafyrirtæki ársins og Alda hlýtur Menntasprotann 2025. Viðskipti innlent 11. febrúar 2025 12:58
Stór fjárfestir í Icelandair fær meiri tíma frá SKE til að selja öll bréfin sín Aðaleigenda Ferðaskrifstofu Íslands og Heimsferða, sem er jafnframt einn umsvifamesti einkafjárfestirinn í hluthafahópi Icelandair, hefur verið veittur lengri frestur af Samkeppniseftirlitinu til að losa um allan eignarhlut sinn í flugfélaginu en að öðrum kosti hefði hann þurft að bjóða bréfin til sölu innan fárra mánaða. Þá hafa samkeppnisyfirvöld sömuleiðis samþykkt að vegna breyttra markaðsaðstæðna þá sé tilefni til að fella úr gildi öll skilyrði sem hafa gilt undanfarin ár um takmarkanir á samstarfi milli Ferðaskrifstofu Íslands og Icelandair. Innherji 11. febrúar 2025 12:02
Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Katrín Ýr Magnúsdóttir hefur tekið við sem framkvæmdastjóri Heilsu og hóf störf 1. febrúar. Viðskipti innlent 11. febrúar 2025 08:45
Umsvifamikill verktaki bætist í hóp stærstu hluthafa Reita Fjárfestingafélag í eigu eins umsvifamesta verktaka landsins hefur verið að byggja upp stöðu í Reitum og er núna á meðal allra stærstu einkafjárfestanna í hluthafahópi fasteignafélagsins. Fjárfestar hafa á undanförnum mánuðum verið að sýna fasteignafélögunum aukinn áhuga en hlutabréfaverð þeirra hefur hækkað hvað mest meðal allra félaga í Kauphöllinni á tímabilinu. Innherji 10. febrúar 2025 14:59
Landsbankinn að styrkja eiginfjárstöðuna í aðdraganda kaupanna á TM Landsbankinn hefur fengið erlenda ráðgjafa til að undirbúa sölu á víkjandi skuldabréfi (AT1) að fjárhæð um 100 milljónir Bandaríkjadala, fyrsta slíka útgáfan af hálfu bankans, í því skyni að styrkja eiginfjárgrunninn í aðdraganda fyrirhugaðra kaupa á TM fyrir um 30 milljarða. Kaupin á tryggingafélaginu, sem eru enn í skoðun hjá Samkeppniseftirlitinu, munu án mótvægisaðgerða lækka eiginfjárhlutföll Landsbankans um 1,5 prósentur. Innherji 10. febrúar 2025 12:21
Fátt nýtt í skilaboðum bankans og ekki ástæðu til að endurmeta vaxtahorfurnar Þrátt fyrir varfærinn tón í skilaboðum Seðlabankans þá hefur ekki orðið nein breyting á meginstefnu peningastefnunefndar um lækkun vaxta í takt við verðbólgu og verðbólguvæntingar, að sögn aðalhagfræðings Kviku, en miðað við þróttinn í hagkerfinu er samt ósennilegt að lokavextir lækkunarferlisins fari nálægt þeim gildum sem voru fyrir faraldur. Launakostnaður er að hækka talsvert umfram það sem samræmis verðstöðugleika og seðlabankastjóri segir að áhættan á vinnumarkaði, þar sem enn er ósamið við kennara, sé upp á við. Innherji 9. febrúar 2025 12:40
Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækið Sýn gerir ráð fyrir að rekstrarhagnaður fyrir árið 2024 verði um sjö hundruð milljónir króna sem er undir fyrri spám um afkomu. Ástæðuna má rekja til eldsvoða hjá fyrirtækinu auk þess sem áskrifta- og auglýsingasala var undir væntingum. Viðskipti innlent 7. febrúar 2025 18:15
Stjórn SKEL boðar sex milljarða arðgreiðslu til hluthafa Fjárfestingafélagið SKEL, sem fer með meirihluta í Styrkás, hefur ákveðið að bjóða um tíu til fimmtán prósenta eignarhlut í innviðafyrirtækinu til sölu en stefnt er að skráningu þess innan tveggja ára. Þá boðar stjórn SKEL arðgreiðslu til hluthafa – í tveimur jöfnum greiðslum – upp á sex milljarða, nánast allur hagnaður síðasta árs, en það er sambærileg fjárhæð og hefur verið greidd út samanlagt til hluthafa frá árinu 2018. Innherji 6. febrúar 2025 18:33
Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Gengið hefur verið frá samkomulagi um helstu skilmála um kaup Heima á öllu hlutafé Grósku ehf.og Gróðurhússins ehf.. Gróska ehf. á fasteignina Grósku að Bjargargötu 1, 102 Reykjavík. Heildarvirði viðskiptanna er metið á 13,85 milljarða króna. Birgir Már Ragnarsson, Björgólfur Thor Björgólfsson og Andri Sveinsson verða stærstu eigendur Heima eftir viðskiptin. Viðskipti innlent 6. febrúar 2025 16:29
Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Hagnaður Festi, sem rekur meðal annars Krónuna og Elko, á fjórða ársfjórðungi 2024 dróst umtalsvert saman milli ára. Það er einna helst að rekja til 750 milljóna króna stjórnvaldssektar sem lögð var á félagið vegna samkeppnislagabrota. Hagnaður var þó talsvert meiri árið 2024 en árið á undan. Gengi hlutabréfa félagsins hækkaði umtalsvert í miklum viðskiptum í dag. Viðskipti innlent 6. febrúar 2025 15:43
Arion tilkynnir um lækkun vaxta Arion banki hefur nú tilkynnt um lækkun óverðtryggðra vaxta, kjörvaxta bílalána og yfirdráttarvaxta, líkt og Íslandsbanki og Indó, í kjölfar ákvörðunar Seðlabankans að lækka stýrivexti um 50 punkta í gær. Viðskipti innlent 6. febrúar 2025 12:48
Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Íslandsbanki hefur ákveðið að breyta vöxtum inn- og útlána og taka mið af stýrivaxtalækkun Seðlabankans sem var kynnt í morgun og hljóðaði upp á 0,5 prósentustig. Breytingin mun taka gildi þann 12. febrúar næstkomandi. Viðskipti innlent 5. febrúar 2025 21:50
460 milljóna króna ofrukkun á viku Stóru skipafélögin hafa á undanförnum misserum notað kröfur um umhverfisvænni siglingar sem tekjulind fremur en kostnaðarlið, eins og greinarhöfundur fjallaði um í Vísisgrein í síðasta mánuði, „Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu“. Skoðun 5. febrúar 2025 13:46
Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Skagi hf. er nú formlega skráð sem nafn móðurfélags VÍS trygginga hf., Fossa fjárfestingarbanka hf. og Íslenskra verðbréfa hf. Viðskipti innlent 5. febrúar 2025 10:22
Bjóða hluthöfum útgöngu út úr Eyri með greiðslu bréfa í JBT-Marel Stjórn Eyris Invest, einn stærsti hluthafinn í JBT-Marel Corporation, áformar að leggja það til við aðalfund að hlutafé þess verði lækkað með því að bjóða öllum hluthöfum kost á útgöngu út úr fjárfestingafélaginu, sem yrði einkum gert með greiðslu í bréfum í sameinuðu fyrirtæki JBT-Marel. Eftir að hafa fengið meðal annars í sinn hlut tugmilljarða greiðslu í reiðufé við samruna félaganna, sem var nýtt til greiða upp skuldir við íslenska banka, er Eyrir nú orðið skuldlaust. Innherji 5. febrúar 2025 06:01
Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Slæmt veður sem gengur yfir landið mun hafa áhrif á flugáætlun Icelandair á morgun og fimmtudag. Meðal annars verður seinkun á að Íslendingar komist í sólina á Tenerife. Play hefur aflýst öllum flugum á morgun nema þremur en heldur flugáætlun á fimmtudag. Innlent 4. febrúar 2025 14:36
Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Anna Kristjánsdóttir hefur verið ráðin sem sjóðstjóri til SIV eignastýringar og kemur hún inn í kredit teymi félagsins. Viðskipti innlent 4. febrúar 2025 14:04
Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Í kjölfar samruna Marel hf. og John Bean Technologies Corporation er Eyrir Invest hf. einn stærsti hluthafi í JBT Marel Corporation með 6,6 prósenta eignarhlut, sem er um 62 milljarða króna virði. Eyrir Invest hefur gert upp allar skuldbindingar við lánveitendur og er nú skuldlaus. Viðskipti innlent 4. febrúar 2025 11:36
Olíusjóðurinn ekki átt meira undir á Íslandi síðan 2007 eftir kaup á ríkisbréfum Olíusjóður Noregs, stærsti fjárfestingarsjóður í ríkiseigu á heimsvísu, hélt áfram að stækka verðbréfastöðu sína á Íslandi í fyrra þegar hann bætti talsvert við sig í ríkisskuldabréfum. Olíusjóðurinn átti eignir í skuldabréfum á íslensk fyrirtæki og ríkissjóð fyrir samtals um jafnvirði 40 milljarða í lok ársins og hefur umfang hans ekki verið meira í nærri tvo áratugi. Innherji 3. febrúar 2025 15:33
Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Þrír nýir starfsmenn hafa gengið til liðs við fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka, Guðríður Svana Bjarnadóttir og Ólafur Örn Ólafsson í stöður verkefnastjóra og Helena Wessman í starf sérfræðings. Viðskipti innlent 3. febrúar 2025 12:52
Verðbólgumælingin var ekki „jafn uppörvandi“ og lækkunin gaf til kynna Ef ekki hefði komið til lækkunar húsnæðisliðarins og flugfargjalda umfram spár greinenda þá hefði mælda tólf mánaða verðbólgan hækkað í fimm prósent í janúar, að sögn aðalhagfræðings Kviku banka, sem óttast „vaxandi tregðu“ í þeirri verðbólgu sem eftir stendur. Þótt nýjasta verðbólgumælingin hafi ekki verið „jafn uppörvandi“ og hjöðnunin gaf til kynna þá ætti hún samt að „innsigla“ aðra fimmtíu punkta vaxtalækkun í næstu viku, meðal annars vegna þess að verðbólguvæntingar eru á hraðri niðurleið. Innherji 1. febrúar 2025 12:04
Vonskuveður framundan Vonskuveður á öllu landinu er framundan í kortunum að sögn veðurfræðings. Veðrið í dag hafði mikil áhrif á flugumferð. Innlent 31. janúar 2025 21:02
Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Forstjóri Haga segir stöðvun framkvæmda við Álfabakka 2 að hluta hafa áhrif á áform félagsins um flutning hluta starfsemi þess í húsnæðið. Hagar geri ráð fyrir því að eigendur hússins vinni að úrlausn málsins og lausn finnist sem allir geti fellt sig við. Viðskipti innlent 31. janúar 2025 16:09
Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að stýrivextir verði lækkað um hálft prósentustig næst þegar peningastefnunefnd kemur saman þann 5. febrúar. Deildin telur þó að aðeins 25 punkta lækkun sé möguleg. Viðskipti innlent 31. janúar 2025 13:54
Birgir hættir hjá Skaga Birgir Arnarson, framkvæmdastjóri áhættustýringar hjá Skaga, hefur ákveðið að láta af störfum hjá félaginu. Viðskipti innlent 31. janúar 2025 13:48
Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Heildartekjur Icelandair á 4. ársfjórðungi jukust um 10 prósent og námu 48 milljörðum króna eða 349 milljónum Bandaríkjadala. EBIT afkoma batnaði um 2,5 milljarða króna (18 milljónir USD), EBIT á fjórða ársfjórðungi var neikvætt um 4,4 milljarða króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair um ársreikning þeirra fyrir árið 2024. Þar kemur ennfremur fram að tap félagsins á síðasta ári hafi verið 2,5 milljarðar króna. Viðskipti innlent 30. janúar 2025 17:54
Sextíu flugferðum aflýst Hvassviðri sem gengur yfir landið mun hafa áhrif á flugáætlun Icelandair seinni partinn á morgun, 31. janúar. Flug til Evrópu í fyrramálið er á áætlun en raskanir eru á flugi til Íslands frá Evrópu eftir hádegið á morgun og einnig flugi sem er á áætlun til Norður-Ameríku og Evrópu síðdegis. Innlent 30. janúar 2025 14:43
Alvogen fær framlengingu á 30 milljarða láni til að klára stóra endurfjármögnun Alvogen í Bandaríkjunum hefur fengið framlengingu á um 240 milljóna Bandaríkjadala lánalínu, sem var á gjalddaga í gær, til skamms tíma í því skyni að gefa samheitalyfjafyrirtækinu frekara ráðrúm til að ljúka við lausa enda í tengslum við stóra endurfjármögnun á skuldum félagsins. Matsfyrirtækið S&P, sem lækkaði lánshæfismat sitt á Alvogen fyrr í mánuðinum, telur að eftir rekstrarbata og minnkandi skuldsetningu á síðustu tveimur árum þá sé núna útlit fyrir að tekjurnar muni skreppa lítillega saman og framlegðin minnki. Innherji 30. janúar 2025 12:18