Heilsa

Heilsa

Allt um heilsu, hreyfingu og hollan mat

Fréttamynd

Pálmi Sigurhjartarson syndir

"Ég hef stundað sund í nokkur ár en það má nú alltaf bæta sig. Ég fer á hverjum degi og reyni að synda lágmark tvö hundruð metra. Yfirleitt syndi ég á bilinu tvö hundruð til fimm hundruð metra," segir Pálmi Sigurhjartarson, tónlistarmaður

Menning
Fréttamynd

Bretar borða frá sér leiða og sút

43% Breta nota mat til að létta af sér leiðindum, einmanaleika og streitu. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem gerð var í Bretlandi á dögunum. Einnig er algengt að fólk leiti huggunarí mat eftir að hafa rifist við maka sinn

Menning
Fréttamynd

Of þungur í tólf ár

"Ég er búinn að vera með einkaþjálfara í átta mánuði en er nú í mánaðarfríi. Ég er búinn að missa sautján kíló og byggja upp heilmikinn vöðvamassa," segir Friðrik Ómar Hjörleifsson söngvari, aðspurður um það hvernig hann haldi sér í formi.

Menning
Fréttamynd

Maraþon og músík

Allir geta verið með í Reykjavíkurmaraþoninu, þeir sem ekki vilja hlaupa ættu að drífa sig út og hvetja hlauparana áfram," segir Hjördís Guðmundsdóttir hjá Íþróttabandalagi Reykjavíkur sem sér um framkvæmd hlaupsins

Menning
Fréttamynd

C vítamín liðkar liðina

Margir þjást af liðagigt eða stirðleika og óþægindum í liðamótum. Nú hefur komið í ljós að C vítamín sem kemur beint úr fæðunni getur reynst fyrirbyggjandi gegn sjúkdómum og óþægindum í liðum.

Menning
Fréttamynd

Hvellir og skellir eru verstir

Síðustu ár hafa erlendar rannsóknir sýnt að greinileg aukning er á heyrnarskaða hjá ungu fólki og heyrn þess er að verða eins og hún var hjá miðaldra fólki í næstu kynslóð á undan

Menning
Fréttamynd

Lífið snýst um hegðun

Hegðun er það sem lífið snýst um segir heimþekktur fræðimaður á sviði atferlisgreiningar sem staddur er hér á landi vegna stofnunar samtaka áhugafólks um atferlisgreiningu. 

Menning
Fréttamynd

Ólöglegar lýtaaðgerðir

Kona hefur verið handtekin í Atlanta í Bandaríkjunum fyrir að stunda lýtalækningar án lækningaleyfis en hún er sögð hafa sprautað sílikoni í brjóst og mjaðmir kvenna sem fastar eru í karlmannslíkama. Verna Barnett, 45 ára, sem var þekkt einungis af fyrra nafni sínu í hópi dragdrottninga og kynskiptinga sem voru viðskiptavinir hennar, framkvæmdi aðgerðirnar á heimili sínu í Norcross.

Menning
Fréttamynd

Rösk ganga til heilsubótar

Í byrjun mánaðarins fór af stað kraftgönguhópur í Fossvoginum sem þau Guðmundur A. Jóhannsson og Fjóla Þorsteinsdóttir, einkaþjálfari og þolfimikennari, standa fyrir. Æfingar eru tvisvar í viku og stundar hver hópur þær fjórar vikur í senn.

Menning
Fréttamynd

Fæ ferskt loft í lungun

"Ég hjóla mjög mikið. Ég hjóla alltaf í vinnuna þó að ég eigi bíl. Ég bara kýs að hjóla og mér finnst það mjög þægilegt. Þetta er góð hreyfing og ég fæ ferskt loft í lungun. Ég finn mikinn mun á mér síðan ég byrjaði að hjóla og er kominn með mjög gott þol," segir Steinarr Logi Nesheim, söngvari hljómsveitarinnar Kung Fu.

Menning
Fréttamynd

Of mikið af hinu góða

Getur maður gert of mikið af hinu góða? Ég fór að velta þessu fyrir mér og niðurstaða mín er sú að það fer eftir því hvað maður kallar hið góða. Ég veit um marga sem tala um "hið ljúfa líf" og eiga þá við áfengisdrykkju, stórar steikur, vindlareykingar og annað í þeim dúr.

Menning
Fréttamynd

Sodo gelin

Sodo gel er nýjung á íslenskum markaði. Þrenns konar gel standa til boða, brjóstagel sem nota má á brjóstin, upphandleggi og háls, andlitsgel sem má nota á andlitið og rasskinnagel má nota á rasskinnar, maga og læri.

Menning
Fréttamynd

Instant karma

Líkami og sál Guðjón Bergmann, jógakennari og rithöfundur, skrifar um að taka afleiðingum gjörða sinna.

Menning
Fréttamynd

Kvörtun yfir læknismeðferð

Vilji sjúklingur kvarta yfir meðferð hér á landi getur hann beint kvörtun sinni til landlæknis eða nefndar um ágreiningsmál, samkvæmt 5. mgr. 3. gr. laga um heilbrigðisþjónustu nr. 97/1990.

Menning
Fréttamynd

Munur á að skauta og skauta rétt

"Þetta er mjög holl hreyfing fyrir líkamann og ekkert högg á hné og mjaðmir eins og í hlaupi til dæmis," segir Helgi Páll Þórisson, annar eigandi linuskautar.is. Hann og Árni Valdi Bernhöft reka þetta fyrirtæki og er þetta þeirra fimmta sumar í bransanum.

Menning
Fréttamynd

Alka-Seltzer á Íslandi

Í fyrsta skipti á Íslandi er nú hægt að kaupa þynnkubanann og verkjalyfið fræga Alka-Seltzer sem ferðamenn hafa borið með sér að utan í áratugi.

Menning
Fréttamynd

Morgunkorn óhollara í Bretlandi

Enskt morgunkorn er óhollara en sama morgunkorn í öðrum löndum, samkvæmt könnun gerðri af breska dagblaðinu Daily Mail. Leiddi könnunin í ljós að í Kelloggs-kornflögum seldum í Englandi, er sykurinnihald um tíu prósentum hærra og saltinnihald um tuttugu og fimm prósentum hærra en í sömu kornflögum seldum í Bandaríkjunum.

Menning
Fréttamynd

Mjóir vikudagar

"Ég hugsa nú voðalega lítið um heilsuna," segir Jón Þór Þorleifsson, pródúsent þáttarins Hjartsláttur á ferð og flugi hjá sjónvarpsstöðinni Skjá einum.

Menning
Fréttamynd

Leyfðu þér að snakka

Borðaðu aðeins minna í öll mál til að geta leyft þér að "snakka" á milli mála ef þú endilega þarft.

Menning
Fréttamynd

Eldingavari við bílveiki

Í framhaldi af grein um bílveiki hér á síðunum hafa margir lesendur komið að máli við blaðið með ábendingar sem reynast vel við bílveiki. Algengast var að fólk benti á eldingavara sem góða lausn.

Menning
Fréttamynd

Sviti til ama

Mikill sviti getur að sjálfsögðu verið til mikils ama. Nýlega leyfði FDA (Lyfjaeftirlit BNA) notkun Botox gegn einkennum primary axillary hyperhydrosis.

Menning
Fréttamynd

Ávextir og grænmeti bjarga

Lítil grænmetis- og ávaxtaneysla er meðal sjö helstu áhættuþátta ótímabærra dauðsfalla í Evrópu samkvæmt nýjustu skýrslu frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni.

Menning
Fréttamynd

Hreyfingarleysi dauðadómur

Hreyfingarleysi veldur enn fleiri ótímabærum dauðsföllum en reykingar, ef marka má rannsóknir sem gerðar hafa verið í Hong Kong.

Menning
Fréttamynd

Leikir eru frískandi

"Ég stunda nú enga reglubundna líkamsrækt en mér finnst gaman í frisbí, körfubolta og fótbolta," segir Karl Ingi Karlsson, söngvari og forritari í hljómsveitinni Dáðadrengir.

Menning
Fréttamynd

Lægri slysatíðni barna

Í rannsókn sem Erik Brynjar Schweitz Eiríksson læknanemi gerði nýlega í samvinnu við Slysaskrá Íslands, landlæknisembættið og fleiri kemur fram að slysum á börnum á aldrinum 0-4 ára hefur verulega fækkað í heimahúsum og frítíma fjölskyldunnar.

Menning