

Handbolti
Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Björgvin Hólmgeirs hefur ekki tíma fyrir handboltann í vetur og er kannski alveg hættur
Stjörnumenn eru búnir að missa einn sinn besta leikmann í handboltaliði félagsins eftir að Björgvin Þór Hólmgeirsson ákvað að hann verði ekki með á komandi tímabili.

Frakkland Ólympíumeistari í fyrsta sinn
Kvennalandslið Frakklands í handbolta varð í nótt Ólympíumeistari í fyrsta sinn eftir sigur á Rússlandi í úrslitum í Tókýó í Japan. Frakkland vann tvöfalt í handboltanum á leikunum.

Þórir hlaut tólftu verðlaunin sem þjálfari Noregs
Kvennalandslið Noregs vann öruggan 36-19 sigur á Svíþjóð í leik liðanna um bronsið á Ólympíuleikunum í Tókýó í nótt. Noregur hlýtur því bronsið aðra leikana í röð.

Víkingar styrkja sig þrefalt
Víkingur R. hefur fengið þrefaldan lisðsstyrk fyrir komandi átök í Olís-deild karla. Markvörðurinn Jovan Kukobat kemur frá Þór, Benedikt Elvar Skarphéðinsson kemur frá FH, og Jón Hjálmarsson snýr aftur í Víkina frá Vængjum Júpíters.

Frakkar hefndu fyrir tapið 2016 og eru Ólympíumeistarar í þriðja sinn
Frakkland vann 25-23 sigur á Danmörku í úrslitum í handbolta karla á Ólympíuleikunum í Tókýó. Frakkar hefna þar með fyrir tap fyrir Dönum í úrslitum á leikunum í Ríó fyrir fimm árum síðan.

Spánverjar náðu bronsinu eftir háspennuleik
Spánn hlaut bronsverðlaun í handbolta karla á Ólympíuleikunum í Tókýó í morgun. Þeir spænsku lögðu Egypta naumlega, 33-31, í leiknum um þriðja sæti mótsins.

Áhlaup norska liðsins kom aðeins of seint
Norska kvennalandsliðið í handbolta, sem Þórir Hergeirsson stýrir, leikur um bronsið á Ólympíuleikunum í Ríó eftir tap fyrir Rússlandi, 26-27.

Frakkar í úrslit en Kristín og Svíarnir leika um bronsið
Frakkar eru komnir í úrslit í handboltakeppni kvenna á Ólympíuleikunum í Tókýó eftir sigur á Svíum, 29-27.

Grótta sækir liðsstyrk í serbnesku úrvalsdeildina
Handknattleiksdeild Gróttu hefur fengið til lis við sig leikstjórnandann Igor Mrsulja fyrir komandi átök í Olís-deild karla. Mrsulja er 27 Serbi og kemur frá Kikinda Grindex í serbnesku úrvalsdeildinni.

Danir í úrslit og geta varið Ólympíugullið
Danir eru komnir í úrslit í handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum eftir sigur á Spánverjum, 23-27. Danska liðið á því möguleika á að verja Ólympíutitilinn sem það vann undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar í Ríó 2016.

Frakkar í úrslit á fjórðu Ólympíuleikunum í röð
Frakkland er komið í úrslit í handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Tókýó eftir sigur á Egyptalandi, 27-23.

Kristín og sænsku stöllur hennar í fyrsta sinn í undanúrslit á Ólympíuleikum
Svíþjóð er komið í undanúrslit handboltakeppni kvenna á Ólympíuleikunum í fyrsta sinn eftir sigur á Suður-Kóreu, 39-30. Í undanúrslitunum mæta Svíar Frökkum sem völtuðu yfir heimsmeistara Hollendinga, 32-22.

Þórsarar orðlausir þegar Alusevski ákvað að slá til
Margir ráku eflaust upp stór augu þegar Þór tilkynnti um ráðningu á nýjum þjálfara karlaliðs félagsins í handbolta í fyrradag. Sá heitir Stevce Alusevski og var síðast þjálfari norður-makedónska stórliðsins Vardar.

Norsku stelpurnar hans Þóris spila enn og aftur um verðlaun
Norska kvennalandsliðið í handbolta sem Þórir Hergeirsson stýrir er komið í undanúrslit á Ólympíuleikunum í Tókýó eftir sigur á Ungverjalandi, 26-22.

Egyptar rúlluðu yfir strákana hans Alfreðs
Egyptaland varð síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Tókýó með öruggum 26-31 sigri á Þýskalandi í dag.

Draumur Dana um annað Ólympíugull lifir
Danir eru komnir í undanúrslit í handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Tókýó eftir sigur á Norðmönnum, 31-25.

Strákarnir hans Arons mættu ofjörlum sínum og frábær endasprettur Spánverja
Strákarnir hans Arons Kristjánssonar í bareinska landsliðinu í handbolta eru úr leik á Ólympíuleikunum eftir tap fyrir Frakklandi, 42-28, í átta liða úrslitum í nótt. Spánverjar eru einnig komnir áfram í undanúrslit eftir dramatískan sigur á Svíum, 33-34.

Frá einu stærsta liði Evrópu í Grill 66 deildina
Þórsarar virðast stórhuga fyrir komandi keppnistímabil í Grill 66 deildinni en félagið tilkynnti í dag um ráðningu nýs þjálfara. Sá þjálfaði makedónska stórveldið Vardar Skopje á síðasta tímabili.

Lærimeyjar Þóris með fullt hús stiga úr riðlinum
Norska kvennalandsliðið í handbolta átti þægilegan dag á Ólympíuleikunum í Tókýó þegar þær mættu heimakonum í lokaumferð riðlakeppninnar.

Lærisveinar Alfreðs tryggðu sig í 8-liða úrslit
Þýska landsliðið í handbolta, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, er komið í 8-liða úrslit Ólympíuleikanna í Tókýó.

Lærisveinar Arons áfram eftir dramatískan sigur Dags á Portúgal
Lærisveinar Arons Kristjánssonar í handboltalandsliði Barein eru komnir í 8-liða úrslit á Ólympíuleikunum.

Lærimeyjar Þóris enn með fullt hús stiga eftir sigur á heimsmeisturunum
Norska kvennalandsliðið í handbolta vann góðan sigur á því hollenska á Ólympíuleikunum í dag.

Harpixið á hilluna eftir tuttugu ára feril með Stjörnunni
Sólveig Lára Kjærnested mun ekki leika með Stjörnunni í Olís-deild kvenna á næstu leiktíð.

Bitter skellti í lás og strákarnir hans Alfreðs unnu mikilvægan sigur
Þýskaland fór langt með að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Tókyó með sigri á Noregi, 28-23, í dag.

Aron Kristjáns vann Dag á Ólympíuleikunum í nótt
Barein vann tveggja marka sigur á Japan, 32-30, í handboltakeppni Ólympíuleikanna í nótt og fagnaði þar sem fyrsta sigri sínum á leikunum en bæði lið voru búin að tapa þremur fyrstu leikjum sínum.

Meistararnir fá landsliðsmarkvörð Japans
Íslandsmeistarar Vals hafa samið við japanska landsliðsmarkvörðinn Motoki Sakai. Hann kemur til Vals eftir Ólympíuleikana í Tókýó.

Norsku stelpurnar keyrðu yfir lið Svartfjallalands í seinni hálfleik
Norska kvennalandsliðið í handbolta hélt sigurgöngu sinni áfram á Ólympíuleikunum í Tókýó í nótt og eru þær öruggar í átta liða úrslitin þegar tveir leikir eru eftir.

Víkingur tekur sæti Kríu í Olís-deildinni
Víkingur hefur ákveðið að taka sæti Kríu í Olís-deild karla í handbolta á næsta tímabili.

Annað grátlegt tap hjá strákunum hans Alfreðs
Strákarnir hans Alfreðs Gíslasonar í þýska handboltalandsliðinu urðu að sætta sig við tap fyrir Frakklandi, 30-29, í þriðja leik sínum í A-riðli Ólympíuleikanna í Tókýó.

Þriðja tapið í röð hjá liðum Dags og Arons
Lærisveinar íslensku þjálfaranna Dags Sigurðssonar og Aron Kristjánssonar hafa enn ekki ná að fagna sigri í handboltakeppni Ólympíuleikanna í Tókýó.