Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

Gunnar: Mér fannst leikurinn aldrei í hættu

Afturelding vann þægilegan sigur á KA 33-29. Afturelding var með yfirhöndina allan leikinn og var Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, ánægður með spilamennsku liðsins frá upphafi til enda.

Sport
Fréttamynd

Öðrum leik í Olís-deildinni frestað

Leik Gróttu og HK í Olís-deild karla sem átti að fara fram í dag hefur verið frestað. Í gær var greint frá því að leik Fram og Vals, sem einnig átti að fara fram í dag, hafi einnig verið frestað.

Handbolti
Fréttamynd

Haukar unnu þægilegan sigur á Stjörnunni

Haukar unnu nokkuð þægilegan sigur á Stjörnunni í 7. umferð Olísdeildar kvenna í dag. Bæði liðin voru með tvo sigra í deildinni fyrir leikinn en það voru gestirnir sem lönduðu sigri, 23-32.

Handbolti
Fréttamynd

Óbólusettir leikmenn fá ekki að taka þátt á HM

Rúmlega tvær vikur eru í að heimsmeistaramót kvenna í handbolta fari af stað á Spáni. Löndin sem hafa unnið sér inn þátttökurétt hafa því örskamma stund til að bregðast við nýjustu reglugerð mótsins: Það er að allir sem koma að liðunum þurfi að vera bólusettir.

Handbolti
Fréttamynd

Leik Fram og Vals frestað vegna veirunnar

Kórónuveiran heldur áfram að setja strik í reikninginn í íþróttalífinu á Íslandi, en leik Fram og Vals sem átti að fara fram í Olís-deild karla annað kvöld hefur verið frestað vegna hennar.

Handbolti
Fréttamynd

Fimm íslensk mörk er Gummersbach vann öruggan sigur

Íslendingalið Gummersbach vann í kvöld öruggan fimm marka sigur, 26-31, er liðið heimsótti Hamm-Westfalen í þýsku B-deildinni í handbolta. Liðið hefur nú unnið níu af fyrstu tíu leikjum sínum á tímabilinu undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar.

Handbolti
Fréttamynd

Mættu með rjómatertu í klefann til Vals sem endaði í andlitinu

„Hvort verða það stelpurnar eða þú sem færð rjómatertuna í andlitið eftir leik?“ spurði Svava Kristín Gretarsdóttir, stjórnandi Seinni bylgjunnar, glottandi þegar hún færði Ágústi Jóhannssyni tertu að gjöf í búningsklefa kvennaliðs Vals í handbolta á miðvikudaginn.

Handbolti