Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - KA 33-29 | KA veitti Aftureldingu litla mótspyrnu Afturelding komst aftur á sigurbraut eftir fjögurra marka sigur á KA. Þetta var fimmti tap leikur KA í deildinni. KA komst aðeins yfir í blábyrjun leiks annars var Afturelding með yfirhöndina út allan leikinn. Handbolti 15. nóvember 2021 22:15
Gunnar: Mér fannst leikurinn aldrei í hættu Afturelding vann þægilegan sigur á KA 33-29. Afturelding var með yfirhöndina allan leikinn og var Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, ánægður með spilamennsku liðsins frá upphafi til enda. Sport 15. nóvember 2021 21:45
Aron: Gríðarlegur karakter að ná sigri úr þessum leik Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var ánægður með að hans menn skyldu hafa náð í sigur gegn ÍBV þrátt fyrir mikið mótlæti. Haukar unnu leikinn, 36-35. Handbolti 15. nóvember 2021 21:00
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - ÍBV 36-35 | Adam hetja Hauka í miklum markaleik Adam Haukur Baumruk tryggði Haukum sigur á ÍBV, 36-35, í miklum markaleik í Olís-deild karla í kvöld. Handbolti 15. nóvember 2021 20:36
Sameiginleg yfirlýsing Harðar og ÍR: Ákveðið að falla frá kærumálum Handknattleiksdeildir Harðrar og ÍR hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu eftir allt fjaðrafokið sem varð í kringum leik liðanna nýverið. Hefur verið ákveðið að falla frá öllum kærumálum. Handbolti 15. nóvember 2021 19:15
ÍR kærir og þjálfarinn lýsir dómurunum sem „landsbyggðarmönnum“ ÍR-ingar töpuðu með eins marks mun gegn Herði frá Ísafirði í toppslag Grill 66-deildarinnar á laugardaginn. Þeir telja Harðarmenn hafa haft rangt við varðandi leikskýrslu og hafa kært framkvæmd leiksins til dómstóls HSÍ. Handbolti 15. nóvember 2021 13:31
Sautján ára stelpa með þrefalda tíu í Olís deildinni Haukakonan Elín Klara Þorkelsdóttir átti frábæran leik þegar Haukaliðið vann sannfærandi níu marka sigur á Stjörnunni í sjöundu umferð Olís deildar kvenna í handbolta um helgina. Handbolti 15. nóvember 2021 13:00
Telur Ómar Inga besta leikmanninn í Þýskalandi Stefan Kretzschmar, fyrrverandi landsliðsmaður Þýskalands, telur Ómar Inga Magnússon vera besta leikmann þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Handbolti 15. nóvember 2021 09:31
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Víkingur 32-18 | Selfoss fór illa með nýliða Víkings Selfoss vann öruggan sigur á Víkingi 32-18. Selfoss var þremur mörkum yfir í hálfleik en keyrði yfir nýliða Víkings í seinni hálfleik og vann á endanum 14 marka sigur. Handbolti 14. nóvember 2021 21:45
Jón Gunnlaugur: Liðið þarf að fara í naflaskoðun Víkingur tapaði sínum áttunda leik í röð er þeir mættu Selfossi í kvöld. Selfoss vann leikinn 32-18 og var Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari Víkings, afar súr eftir leik. Handbolti 14. nóvember 2021 21:15
Kristján Örn og félagar með nauman sigur Kristján Örn Kristjánsson og félagar hans í PAUC unnu með minnsta mun er liðið heimsótti Montpellier í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, 27-28. Handbolti 14. nóvember 2021 17:45
Daníel og félagar bundu enda á fjögurra leikja taphrinu með sigri í Íslendingaslag Daníel Þór Ingason og félagar hans í HBW Balingen-Weilstetten unnu í dag virkilega sterkan tveggja marka sigur gegn Arnóri Þór Gunnarssyni og félögum hans í Bergischer, 30-28. Þetta var fyrsti sigur Balingen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta síðan 9. október. Handbolti 14. nóvember 2021 16:37
Öðrum leik í Olís-deildinni frestað Leik Gróttu og HK í Olís-deild karla sem átti að fara fram í dag hefur verið frestað. Í gær var greint frá því að leik Fram og Vals, sem einnig átti að fara fram í dag, hafi einnig verið frestað. Handbolti 14. nóvember 2021 14:15
Breytt dagskrá á Stöð 2 Sport í kvöld Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á dagskrá Stöðvar 2 Sports í kvöld þar sem að viðureign Portúgals og Serbíu í undankeppni HM 2022 var bætt við dagskrána. Fótbolti 14. nóvember 2021 13:00
Þýski handboltinn: Ómar Ingi frábær í ósigrandi Magdeburg Íslenskir leikmenn voru í stórum hlutverkum hjá liðum sínum í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Þeir Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson léku fyrir Magdeburg sem vann sigur á Fusche Berlin, 29-33. Handbolti 13. nóvember 2021 20:45
Umfjöllun og viðtöl: Valur - KA/Þór 26-28| KA/Þór fyrsta liðið til að vinna Val KA/Þór varð fyrsta liðið til að vinna Val í Olís deild kvenna. Þetta var toppslagur í deildinni sem stóðst allar væntingar. Góður endasprettur tryggði KA/Þór sigur 26-28. Handbolti 13. nóvember 2021 18:40
Afturelding áfram stigalaus eftir tap fyrir HK HK vann sigur á lánlausri Aftureldingu í Olísdeild kvenna í dag. HK byrjaði mun betur og þrátt fyrir baráttu Mosfellinga í lokin þá fóru stigin tvö í Kópavoginn. Lokatölur 20-23. Handbolti 13. nóvember 2021 18:30
Haukar unnu þægilegan sigur á Stjörnunni Haukar unnu nokkuð þægilegan sigur á Stjörnunni í 7. umferð Olísdeildar kvenna í dag. Bæði liðin voru með tvo sigra í deildinni fyrir leikinn en það voru gestirnir sem lönduðu sigri, 23-32. Handbolti 13. nóvember 2021 18:15
Andri Snær: KA/Þór spilar best þegar á móti blæs KA/Þór hafði betur gegn Val í toppslag umferðarinnar. Góður endasprettur KA/Þórs sá til þess að leikurinn vannst 26-28. Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs, var ánægður í leiks lok. Sport 13. nóvember 2021 18:04
Elvar Örn hefði betur gegn Viggó | Bjarki Már markahæstur í sigri Lemgo Elvar Örn Jónsson hafði betur gegn Viggó Kristjánssyni er lið þeirra Melsungen og Stuttgart mættust í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Bjarki Már Elísson var að venju markahæstur er Lemgo lagði Lübbecke. Handbolti 13. nóvember 2021 16:46
Umfjöllun: ÍBV - Fram 23-25 | Fram marði sigur í Eyjum Fram vann nauman tveggja marka sigur á ÍBV er liðin mættust í Olís-deild kvenna í handbolta í Vestmannaeyjum í dag, lokatölur 23-25. Handbolti 13. nóvember 2021 15:30
Óbólusettir leikmenn fá ekki að taka þátt á HM Rúmlega tvær vikur eru í að heimsmeistaramót kvenna í handbolta fari af stað á Spáni. Löndin sem hafa unnið sér inn þátttökurétt hafa því örskamma stund til að bregðast við nýjustu reglugerð mótsins: Það er að allir sem koma að liðunum þurfi að vera bólusettir. Handbolti 13. nóvember 2021 14:01
Leik Fram og Vals frestað vegna veirunnar Kórónuveiran heldur áfram að setja strik í reikninginn í íþróttalífinu á Íslandi, en leik Fram og Vals sem átti að fara fram í Olís-deild karla annað kvöld hefur verið frestað vegna hennar. Handbolti 13. nóvember 2021 07:00
Naumt tap Elvars og félaga í botnbaráttunni Elvar Ásgeirsson og félagar hans í Nancy töpuðu með minnsta mun er liðið heimsótti Dunkerque í frönsku deildinni í handbolta í kvöld, 24-23. Handbolti 12. nóvember 2021 20:46
Fimm íslensk mörk er Gummersbach vann öruggan sigur Íslendingalið Gummersbach vann í kvöld öruggan fimm marka sigur, 26-31, er liðið heimsótti Hamm-Westfalen í þýsku B-deildinni í handbolta. Liðið hefur nú unnið níu af fyrstu tíu leikjum sínum á tímabilinu undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar. Handbolti 12. nóvember 2021 19:49
Seinni bylgjan sannfærð um nýtt heimsmet feðga í Víkinni Seinni bylgjan var á heimsmetaveiðum í umfjöllun sinni um sjöundu umferð Olís deildar karla í handbolta í gær. Handbolti 12. nóvember 2021 14:30
Mættu með rjómatertu í klefann til Vals sem endaði í andlitinu „Hvort verða það stelpurnar eða þú sem færð rjómatertuna í andlitið eftir leik?“ spurði Svava Kristín Gretarsdóttir, stjórnandi Seinni bylgjunnar, glottandi þegar hún færði Ágústi Jóhannssyni tertu að gjöf í búningsklefa kvennaliðs Vals í handbolta á miðvikudaginn. Handbolti 12. nóvember 2021 13:34
Jóhann söng um engla og þjálfari Vals birtist ljóslifandi í stúdíóinu Jóhann Gunnar Einarsson brast í söng, með tilþrifum, og Teddi Ponza lék einn reyndasta þjálfara landsins með óborganlegum hætti í fjörugum nýjasta þætti af Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport. Handbolti 12. nóvember 2021 12:00
Alls konar íþróttamenn mæta til eina rakarans í Olís deildinni Gaupi heldur áfram að segja frá íslenska handboltanum frá öðrum hliðum í þætti sínum Eina í Seinni bylgjunni. Handbolti 12. nóvember 2021 11:00
Orri hafði betur í Íslendingaslag og Elverum er á leið í bikarúrslit Orri Freyr Þorkelsson og félagar hans í Elverum höfðu betur gegn Óskari Ólafssyni og félögum í Drammen er liðin mættust í undanúrslitum norska bikarsins í handbolta í kvöld, 32-31. Handbolti 11. nóvember 2021 20:35