Þriggja marka sigur Vals dugði ekki Valur vann þriggja marka sigur ytra á spænska liðinu Elche í síðari leik liðanna í Evrópubikar kvenna í handbolta í dag, lokatölur 18-21. Það dugði þó ekki til þar sem Valur tapaði fyrri leik liðanna með fimm marka mun. Handbolti 11. desember 2022 13:30
Bjarki Már dróg vagninn í stórsigri Veszprém Bjarki Már Elísson, leikmaður Veszprém, átti stórleik er Veszprém vann 14 marka sigur á Budakalász í ungversku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 42-28. Handbolti 10. desember 2022 21:45
„Sýndum að við getum unnið lið fyrir ofan okkur“ Selfoss vann Fram 32-30 í síðasta deildarleik ársins. Þórir Ólafsson, þjálfari Selfyssinga, var afar ánægður með sigurinn í viðtali eftir leik. Sport 10. desember 2022 20:00
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Fram 32-30 | Þriðji heimasigur Selfyssinga Selfoss vann tveggja marka sigur á Fram 32-30. Selfoss byrjaði seinni hálfleik betur og á lokamínútunum skellti Vilius Rasimas, markmaður Selfyssinga, í lás. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. Handbolti 10. desember 2022 19:30
ÍBV ekki í vandræðum með HK | KA/Þór með góðan sigur ÍBV vann 11 marka sigur á HK í Olís deild kvenna í handbolta, lokatölur 31-20. Þá vann KA/Þór góðan sigur á Stjörnunni, lokatölur 21-18. Handbolti 10. desember 2022 18:45
Umfjöllun: KA - Haukar 28-29 | Haukar fara með sætan sigur í farteskinu í jólafríið Haukar fóru með sigur af hólmi, 28-29, þegar liðið atti kappi við KA-menn í Olís deild karla í handbolta í KA-heimilinu á Akureyri í dag. Handbolti 10. desember 2022 17:54
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Haukar 33-36 | Haukakonur tóku völdin í síðari hálfleik Haukar unnu mikilvægan þriggja marka sigur er liðið sótti Selfyssinga heim í Olís-deild kvenna í handbolta í dag, 33-36. Handbolti 10. desember 2022 16:45
„Fannst Selfossliðið ekki hafa orku síðasta korterið til að koma til baka“ Ragnar Hermannsson, þjálfari Hauka í Olís-deild kvenna, gat leyft sér að fagna eftir mikilvægan þriggja marka sigur liðsins á Selfossi í dag. Haukakonur hafa nú unnið þrjá af seinustu fjórum deildarleikjum sínum og hafa náð að slíta sig frá fallsvæðinu fyrir jólafríið. Handbolti 10. desember 2022 16:06
ÍBV með dramatískan sigur í Prag ÍBV vann nauman eins marks sigur á Dukla Prag í fyrri leik liðanna í Evrópubikarkeppni karla í handbolta. Lokatölur í Prag 34-33 þar sem sigurmarkið kom í síðustu sókn leiksins. Síðari leikur liðanna fer fram á morgun, einnig ytra. Handbolti 10. desember 2022 15:00
„Erum á lífi fyrir leikinn á morgun“ Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals var ósáttur með varnarleik sinna kvenna þegar topplið Olís deildar kvenna í handbolta tapaði með fimm mörkum ytra gegn Elche í fyrri leik liðanna í Evrópubikar kvenna. Síðari leikur liðanna fer fram á Spáni á morgun. Handbolti 10. desember 2022 13:31
Valskonur í brekku eftir fyrri leikinn gegn Elche Valur, topplið Olís deildar kvenna í handbolta, mátti þola fimm marka tap gegn spænska liðinu Elche í Evrópubikar kvenna í handbolta í dag, lokatölur 30-25. Handbolti 10. desember 2022 12:45
Voru herbergisfélagar í tuttugu ár: „Eigum alveg ofboðslega sterkt og fallegt samband“ Ásgeir Örn Hallgrímsson og Arnór Atlason urðu samferða í gegnum handboltaferilinn og vinátta þeirra er einstök. Handbolti 10. desember 2022 09:00
„Ef við værum með leikhléshnapp þá værum við með tvö stig“ Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var svekktur í leikslok er hans menn gerðu jafntefli gegn Íslands- og bikarmeisturum Vals að Varmá í kvöld. Lokatölur 30-30 í æsispennandi leik. Handbolti 9. desember 2022 23:50
Umfjöllun, viðtal og myndir: Afturelding - Valur 30-30 | Meistararnir björguðu stigi Í kvöld mættust Afturelding og Valur að Varmá í Mosfellsbæ í síðasta leik beggja liða á árinu 2022 í Olís-deild karla. Lauk leiknum með jafntefli í háspennu leik, lokatölur 30-30. Valur jók þar með forystu sína á toppi deildarinnar í fimm stig. Afturelding situr enn í þriðja sæti Olís-deildarinnar, einu stigi á eftir FH. Handbolti 9. desember 2022 22:51
Seinni bylgjan hefur áhyggjur: Hvað er að gerast í Kópavogi? Kvennalið HK situr á botni Olís deildar kvenna í handbolta og hefur aðeins unnið einn af fyrstu níu leikjum sínum. Seinni bylgjan hefur áhyggjur af liðinu eftir nítján marka tap á heimavelli á móti Fram. Handbolti 9. desember 2022 16:30
Haukur aftur með slitið krossband Haukur Þrastarson er með slitið krossband í hné og verður frá keppni út tímabilið. Þetta kom í ljós í myndatöku. Handbolti 9. desember 2022 15:16
„Ég vona að ég sé ekki jinxa neitt fyrir næsta leik“ Hafdís Renötudóttir átti mjög góðan leik í markinu þegar Framkonur urðu fyrstar til að taka stig af Valsliðinu í Olís deild kvenna í vetur. Hún vildi samt meira út úr leiknum. Handbolti 9. desember 2022 12:31
Gat farið í finnska herinn en endaði í finnska handboltalandsliðinu Þorsteinn Gauti Hjálmarsson, leikmaður Fram, er spenntur fyrir því að fá tækifæri með finnska handboltalandsliðinu. Hann leikur með því á æfingamóti í Lettlandi í byrjun janúar. Handbolti 9. desember 2022 11:00
Aron tekur aftur upp bareinska þráðinn Aron Kristjánsson stýrir Barein á heimsmeistaramótinu í handbolta karla í næsta mánuði. Þetta verður þriðja heimsmeistaramótið í röð þar sem Íslendingur verður við stjórnvölinn hjá Barein. Handbolti 9. desember 2022 09:59
Lemstraður eftir ferilinn og þarf að fara í mjaðmaskipti Ásgeir Örn Hallgrímsson er allur lurkum laminn eftir handboltaferilinn. Hans bíða mjaðmaskipti á næsta ári. Handbolti 9. desember 2022 09:01
Aron skoraði fjögur í tapi gegn sínum gömlu félögum Aron Pálmarsson og félagar hans í Álaborg þurftu að sætta sig við sex marka tap er liðið heimsótti fyrrum félag Arons, Barcelona, í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld, 32-26. Handbolti 8. desember 2022 21:23
Tólf íslensk mörk í öruggum sigri Gummersbach Íslendingalið Gummersbach, undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar, vann öruggan sex marka sigur er liðið heimsótti Erlangen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 31-37. Hvorki fleiri né færri en tólf íslensk mörk litu dagsins ljós í leiknum. Handbolti 8. desember 2022 19:41
Öruggur Meistaradeildarsigur Bjarka og félaga Bjarki Már Elísson og félagar hans í Telekom Veszprém unnu öruggan tíu marka sigur er liðið tók á móti Wisla Plock í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld, 32-22. Handbolti 8. desember 2022 19:21
Seinni bylgjan telur Hörð ekki eiga möguleika: „Það er ekkert hjarta í þessu liði“ Sérfræðingar Seinni bylgjunnar eru sammála um að lið Harðar muni falla úr Olís deild karla þó enn sé síðari hluti tímabilsins eftir. Farið var yfir slakan varnarleik liðsins í síðasta þætti Seinni bylgjunnar. Handbolti 8. desember 2022 11:00
Ótrúlegt mark Ómars vekur athygli Ómar Ingi Magnússon er í hörkuformi fyrir komandi heimsmeistaramót þar sem Ísland hefur leik eftir rúman mánuð. Glæsimark hans í Meistaradeildinni í gærkvöld hefur vakið athygli. Handbolti 8. desember 2022 10:00
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - Valur 20-20 | Jafntefli í háspennuleik Íslandsmeistarar Fram urðu fyrsta liðið til að taka stig af Val í Olís deild kvenna í handbolta í kvöld. Stigið er þó súrsætt þar sem Fram var með unninn leik í höndunum þegar örfáar sekúndur voru eftir. Handbolti 7. desember 2022 23:00
Ágúst: Byrjuðum eins og við værum að hugsa um næsta leik á Spáni Fram og Valur skildu jöfn í háspennuleik 20-20. Þetta var fyrsti leikurinn sem Valur tapar stigi og Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, var nokkuð brattur eftir leik. Sport 7. desember 2022 22:15
Ómar Ingi og Gísli Þorgeir allt í öllu hjá Magdeburg Íslenska tvíeykið var einfaldlega óstöðvandi þegar Magdeburg lagði Danmerkurmeistara GOG í Meistaradeild Evrópu í handbolta með tveggja marka mun, 36-43. Samtals skoruðu Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson 19 mörk og gáfu 7 stoðsendingar. Handbolti 7. desember 2022 21:50
Myndband: Haukur fór að því virtist alvarlega meiddur af velli Landsliðsmaðurinn Haukur Þrastarson virtist meiðast illa á hné í leik Pick Szeged og Lomza Kielce í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. Neðst í fréttinni má sjá myndband af atvikinu. Handbolti 7. desember 2022 19:21
Bræðurnir fengu báðir að finna fyrir því í gær Valsbræðurnir Arnór Snær Óskarsson og Benedikt Gunnar Óskarsson fengu heldur betur að finna fyrir því í seinni hálfleik í Evrópuleik Valsmanna í Ungverjalandi í gær. Handbolti 7. desember 2022 14:31