Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

Aron formlega kynntur til leiks hjá FH

Landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson var rétt í þessu kynntur sem nýr leikmaður FH í Olís-deild karla í handbolta á blaða- og stuðningsmannakvöldi FH-inga. Hann gengur til liðs við félagið frá danska liðinu Álaborg að þessu tímabili loknu.

Handbolti
Fréttamynd

Álaborg staðfestir brottför Arons

Álaborg hefur staðfest að Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, muni yfirgefa félagið eftir tímabilið. Hann gekk í raðir þess í fyrra.

Handbolti
Fréttamynd

Aron á heimleið

Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, yfirgefur herbúðir danska félagsins Álaborgar í sumar. Samkvæmt öruggum heimildum íþróttadeildar er hann á leið til FH.

Handbolti
Fréttamynd

Viktor Gísli sneri aftur í mark Nan­tes

Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson sneri aftur í lið Nantes í kvöld þegar liðið tapaði með minnsta mun gegn stórliði París Saint-Germain, lokatölur 33-32 PSG í vil.

Handbolti
Fréttamynd

Bið FH-inga eftir stórum styrktaraðila í handboltanum á enda

Lyfjafyrirtækið Coripharma er nýr aðalsamstarfsaðili handknattleiksdeildar FH. Samstarf Coripharma og FH verður afar víðtækt og mun bæði snerta á uppbyggingu yngriflokka starfsins og einnig efla enn frekar hið öfluga afreksstarf deildarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Handbolti
Fréttamynd

Jónatan um brott­hvarf sitt frá KA: „Engin dramatík í þessu“

Jónatan Magnússon mun hætta sem þjálfari KA í Olís deild karla í handbolta að tímabilinu loknu. Jónatan segir ástæðuna einfalda, hann hafi verið lengi með liðið og tími til kominn að fá inn ferskt blóð. Að sama skapi segir hann að arftaki sinn muni taka við góðu búi enda sé vel staðið að öllu hjá KA.

Handbolti
Fréttamynd

Vandræði Bjarna og félaga halda áfram

Bjarni Ófeigur Valdimarsson og félagar hans í Skövde þurftu að sætta sig við enn eitt tapið er liðið tók á móti Alingsås í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Lokatölur 26-30, en Skövde er nú án sigurs í 11 af seinustu 13 leikjum sínum í öllum keppnum.

Handbolti
Fréttamynd

Rúnar og Viggó slegnir niður á jörðina

Leipzig laut í lægra haldi í fyrsta skipti eftir að Rúnar Sigtryggsson tók við stjórnartaumunum hjá liðinu þegar liðið fékk Arnór Þór Gunnarsson og samherja hans hjá Bergischer í heimsókn í þýsku efstu deildinni í handbolta karla í kvöld.

Handbolti