
Hvur í!?
Ein af frumþörfum þenkjandi fólks er að láta koma sér á óvart. Annars verða menn grá og guggin holmenni. Nútímamaðurinn glímir við krónískan skort á skynaukandi áreiti. Meðan tærnar á Schopenhauer brettust upp af æsingi yfir snörpum tilþrifum tilgerðarlegra Þjóðverja á leiksviði, myndi sama reynsla í dag hafa lítil eða engin áhrif á fólk. Við þurfum eitthvað sterkara en fáum það ekki.