Fastir pennar

Fastir pennar

Fréttamynd

Blind og geld

í október var Davíð Oddsson seðlabankastjóri spurður að því í Kastljósi hvort til greina kæmi að hann léti af embætti. Því svaraði Davíð: „Það hefur enginn nefnt það við mig en ég hef bara svona séð þetta en ef ég teldi mig hafa unnið til þess þá væri það sjálfsagt."

Bakþankar
Fréttamynd

Lán eða lýðræði?

Mikil leynd hefur hvílt yfir viðræðum íslenskra stjórnvalda við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (IMF) og þeim skilmálum sem munu fylgja láni frá sjóðnum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Gömlu gildin

Trúlega hafa flestir fundið til einveru þjóðarinnar síðustu vikur. Sú spurning varð áleitin hvort allar gömlu vinaþjóðirnar hefðu snúið við okkur bakinu. Hin hliðin á þeim peningi sýndi jafnvel erfiðara íhugunarefni. Mátti vera að okkur hefði borið af leið í samskiptum við aðrar þjóðir?

Fastir pennar
Fréttamynd

Með strætó í sumarfrí

Hversvegna eru ekki jólin sérhvern dag, sérhvert andartak, eins og fallegt lag?" söng Björgvin Halldórsson svo eftirminnilega um árið og svaraði eigin spurningu í næstu andrá: „Þá yrðu jólin bara hversdagsleg og sljó, engin hátíðarblær, enginn friður og ró".

Bakþankar
Fréttamynd

Frestarinn

Ég man eftir snjöllum pistli hjá Þráni Bertelssyni í útvarpinu í gamla daga þar sem hann gerði þá játningu að hann væri „frestari", geymdi það til morgundagsins sem betur væri gert í dag. Margir hlustendur sáu sjálfa sig í lýsingu Þráins - og vissulega ég.

Fastir pennar
Fréttamynd

Litlir sigrar

Sú ákvörðun að segja Bretum að við kærum okkur ekki um þeirra nærveru hér á landi með svokölluðu loftrýmiseftirliti var góð og reyndar nauðsynleg. Þó að þessi yfirlýsing sé kannski í sjálfu sér ekki stóra málið í okkar miklu og þungu vandamálum er þetta engu að síður atriði fyrir sálartetrið.

Bakþankar
Fréttamynd

Ástæða til að næra reiðina

Eins og margir hafa bent á felast fjölmörg tækifæri í því upplausnarástandi sem nú ríkir. Eitt það stærsta, fyrir hvern og einn, er að líta í eigin barm og hugleiða möguleika sína til að hafa áhrif á hvernig samfélag rís upp úr þeim ruslahaug sem stefna síðustu sautján ára hefur skilið eftir sig.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þjóðarumræða

Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur boðað til landsfundar í janúarlok til þess að taka ákvörðun um afstöðuna til Evrópusambandsins. Segja má að þessi ákvörðun komi vonum seinna. Hún er málefnalegt og gott skref. Niðurstaðan er ekki gefin.

Fastir pennar
Fréttamynd

Finnska leiðin og heilbrigðisþjónusta

Ísland er lítið land. Við erum stolt þjóð og dugleg, en þurfum engu að síður að vera raunsæ. Við getum einfaldlega ekki verið best í öllu. Við verðum að greina styrkleika okkar og ákveða hvert við viljum beina kröftum okkar.

Bakþankar
Fréttamynd

Óvissuferð

Á síðustu árum hefur berlega komið í ljós að leikjagleði eldist ekki af fólki. Óvissuferðir hafa til dæmis færst í vöxt og eru með ýmsu móti. Þær geta endað í berjamó, leikhúsi í Lundúnum, sundlaug í nágrannabæ, hestaferð, eða á sólarströnd.

Fastir pennar
Fréttamynd

Núna

Sá erkisnillingur Barack Obama fékk mig til þess að fá undarlegt ofnæmi í augun - vil ég meina - um miðja nótt nú í byrjun nóvember, þannig að ég táraðist óhóflega. Þetta gerðist rétt í þann mund þegar Obama gekk ásamt konu sinni og börnum inn á sviðið í Chicago, nýkjörinn forseti frammi fyrir tugþúsundum stuðningsmanna sinna.

Bakþankar
Fréttamynd

Íslenska til alls

Dagur íslenskrar tungu er á sunnudaginn, 16. nóvember. Á Málræktarþingi þann dag verður Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur afhent ritið Íslenska til alls. Það hefur að geyma tillögur Íslenskrar málnefndar að íslenskri málstefnu en það er einmitt eitt af hlutverkum Íslenskrar málnefndar samkvæmt lögum að vinna að slíkum tillögum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Spjöld sögunnar

Á mánudag kom sonur minn átta ára heim með hrúgu af myndaspjöldum með andlitum sem ég kannaðist við úr sjónvarpinu. „Hvað er þetta?" spurði ég. „Hagfræðingaspjöld," svaraði hann. Við skiptumst á þeim í skólanum." „Svona eins og körfuboltaspjöldum?"

Fastir pennar
Fréttamynd

Lífið er einfalt

Ég hef hugsað alltof mikið undarnfarnar vikur. Ég hef satt að segja hugsað mig í spað. Það væri kannski allt í lagi ef ég hefði verið að hugsa um eitthvað skemmtilegt, en svo er nú aldeilis ekki. Hugsanirnar snúast flestar um fjármál, leiðinlegasta umhugsunarefni í heimi.

Bakþankar
Fréttamynd

Bakkafullur lækur

Það er öng og þröng í hugunum. Fátt, lítið sem ekkert, til gleði í þjóðarranni. Ráðamenn svo hnípnir þá sjaldan þeir sjást að raun er á að líta. Öll ráð virðast þeim fjarri. Langir bálkar birtast í fjölmiðlum þar sem raktar eru spurningar sem almenningur vill fá svör við, spurningar sem eru brýnar og varða almenningsheill og engin svör fást við.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ólga eða eining

Kosningakrafan heyrist nú æ oftar. Á Alþingi virðist vera einhugur um að eðlilegt sé að koma brýnustu bjargráðum í framkvæmd áður en til kosninga verður gengið. Það er gilt sjónarmið. Ríkisstjórnin höfðar til samstöðu. Vandinn er sá að samstaða verður að snúast um viðfangsefni, skýran málstað og markmið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Heimska leiðin

Undanfarnar vikur hefur verið lífsins ómögulegt að opna nokkurn miðil án þess að úr hellist kreppan með öllum sínum fylgifiskum: Yfirvofandi atvinnuleysi fjölda fólks, ókleifum skuldahamrinum, gjaldþroti fyrirtækjanna, vöruskorti, gjaldeyrisskorti og gleðiskorti.

Bakþankar
Fréttamynd

Illu heilli virðist nú finnska leiðin fetuð

Nýjustu fregnir frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum herma að formlegt erindi Íslands þar sem grein er gerð fyrir efnahagsráðstöfunum vegna láns sjóðsins til landsins hafi enn ekki borist stjórn sjóðsins. Geir H. Haarde forsætisráðherra segist ekki vita hvernig á þessu kunni að standa, bréfið hafi verið sent sjóðnum þriðja þessa mánaðar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Doðinn á tímum óvissunnar

Í dag eru liðnir 36 dagar frá setningu neyðarlaga Alþingis vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði, eins og það var orðað. Fimm vikur eru sem sagt liðnar frá því allt fór á hliðina. Ríkið yfirtók bankana, stærstu félög landsins óskuðu eftir greiðslustöðvun og risavaxnar skuldir í útlöndum á ábyrgð þjóðarinnar skutu upp kollinum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Froskastríðið

Er þessari ólíkindaþjóð viðbjargandi? Hún stekkur á hvert agn sem heimsbyggðin dregur yfir Atlantshafið, hvort sem það er Soda Stream eða flatskjáir og síðan þegar hún hefur kokgleypt það skammast hún sín fyrir bitann.

Bakþankar
Fréttamynd

Gókunningjar lögreglunnar

Lögreglumenn á mótorhjólum er eitt þeirra fyrirbrigða sem fimm ára syni mínum þykir mikið til koma í veröldinni. Vikuleg gönguferð okkar mæðginanna úr Vesturbænum og niður í miðbæ um helgina var því alveg sérlega ánægjuleg.

Bakþankar
Fréttamynd

Hugmyndaauðgin

Hún hefur verið löng, biðin eftir upplýsingum um hvert eigi að stefna og hvernig staðan er. „Nú er botninum náð og viðspyrnan getur hafist,“ hefur ómað, en ekkert breyttist samt.

Fastir pennar
Fréttamynd

Reiði

Þjóðin er reið. Eðlilega. Það væri ljóta samansafnið af geðluðrum sem ekki reiddist ástandinu sem okkur hefur verið steypt í. Gallinn við reiði er hins vegar sá að hún er í eðli sínu hvorki kærleikur né skynsemi og það er alltaf óhollt að stjórnast af öðru en því.

Bakþankar
Fréttamynd

Neyðaraðstoð í uppnámi

Nú eru liðnir 33 dagar frá því að neyðarlög voru sett á Íslandi vegna yfirvofandi efnahagshruns. Strax þá hafði Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn verið nefndur til sögu þótt ekki væri staðfest fyrr en tæpum þremur vikum síðar að leitað yrði til hans um aðstoð. Síðan eru aftur liðnar tvær vikur.

Fastir pennar
Fréttamynd

Póstkort frá brúninni

Allt í einu var ástandið farið að minna mig á verkfallið mikla haustið 1984. Þá bárust mér spurnir af því að nýtt lag með Kate Bush trónaði í efsta sæti breska vinsældalistans, „Running Up That Hill". Ég hafði aldrei heyrt það en það skipti nú minnstu því það var þegar orðið uppáhaldslagið mitt.

Bakþankar
Fréttamynd

Grundvallarreglur

Samningur um að færa útgáfu Fréttablaðsins og Morgunblaðsins undir eitt útgáfufélag hefur skiljanlega vakið umræður um eignarhald á fjölmiðlum. Athyglisvert er á hinn bóginn að í umræðum á Alþingi um álitaefnið tókst flestum þingmönnum að ganga á svig við grundvallaratriði stjórnarskrár um tjáningarfrelsi og atvinnufrelsi og löggjafar um jafna samkeppnisstöðu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Litlir kassar

Einhvern tíma las ég að ástæða þess að allar flugstöðvar í heiminum eru nánast eins væri sú að fólki ætti að líða eins og það kannaðist við sig án þess þó að finnast það vera heima hjá sér. Umhverfið mætti sum sé hvorki vera of heimilislegt né of framandi. Það sama á við um verslana- og veitingahúsakeðjur. Engu skiptir hvort þú rambar inn á McDonalds í Reykjavík eða í Shanghai. Innréttingarnar eru þær sömu og bragðið af matnum eins. Í því felst ákveðin öryggistilfinning en þú veist líka að þig langar ekkert að hanga á McDonalds lengur en tekur að sporðrenna einum hamborgara.

Bakþankar
Fréttamynd

Heiður þinn og líf

Þráinn Eggertsson prófessor og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hafa líkt kröfum Breta á hendur Íslendingum vegna hruns Landsbankans við afarkosti Versalasamningsins eftir lok fyrri heimsstyrjaldarinnar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Veikburða forysta og verri verkstjórn

Það verður allt að koma upp á borðið,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra í gær og krafðist þess að allir tali „hreint út“ og segi „hvernig málum er háttað“.

Fastir pennar