Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur ákveðið að taka ekki fyrir svokallað minningargreinamál. Í byrjun nóvember staðfesti Landsréttur dóm héraðsdóms þar sem Reyni Traustasyni og félaginu Sólartúni, útgefanda Mannlífs, var gert að greiða Morgunblaðinu fimmtíu þúsund krónur fyrir vegna endurbirtingar á minningargreinum blaðsins, sem og þrjú hundruð þúsund krónur til bróður manns sem Mannlíf birti minningargrein um. Innlent 31. janúar 2025 11:41
Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Landsréttur hefur staðfest tveggja ára fangelsisdóm Sigmars Hjartar Jónssonar, karlmanns á þrítugsaldri, fyrir að nauðga kunningjastúlku sinni á göngustíg í nágrenni við heimili hans á Suðurlandi um nótt í september 2021. Innlent 31. janúar 2025 07:00
Héraðsdómur vísar Kiðjabergsmáli frá dómi Héraðsdómur Suðurlands hefur vísað frá ákæru gegn manni um sérstaklega hættulega líkamsárás í sumarhúsi við Kiðjaberg í Grímsnesi í apríl á síðasta ári. Fram kemur í frétt RÚV um málið að héraðsdómur hafi vísað málinu frá vegna þess að ákæran væri svo ónákvæm og að héraðssaksóknari hefur kært úrskurðinn til Landsréttar. Innlent 30. janúar 2025 21:33
„Skutlari“ áreitti stúlku og varð fyrir alvarlegri líkamsárás Svokallaður „skutlari“ hefur verið dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita stúlku kynferðislega í bifreið sinni. Aðstandandi stúlkunnar tók hann kyrkingartaki í kjölfarið og hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps. Sá var nýverið dæmdur í áralangt fangelsi fyrir aðkomu að Sólheimajökulsmálinu svokallaða. Innlent 30. janúar 2025 17:18
Ýtti konu fyrir bíl Karlmaður hefur verið sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir líkamsárás sem hann framdi fyrir utan kaffihús í Reykjavík í ágúst árið 2021. Ákvörðun um refsingu hans var frestað. Innlent 30. janúar 2025 15:34
Hæstiréttur blandar sér í málið sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Hæstiréttur hefur fallist á að taka fyrir mál Íslenskrar erfðagreiningar á hendur Persónuvernd. Persónuvernd var sýknuð í Landsrétti af kröfu Íslenskrar erfðagreiningar sem varðaði vinnu fyrirtækisins þegar Covid-19 faraldurinn var nýkominn hingað til lands. Innlent 30. janúar 2025 15:02
Alla grunaði bróðurinn um að standa að baki skálduðum ásökunum Karlmaður hefur verið dæmdur til níu mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir rangar sakargiftir. Hann tilkynnti lögreglu að bróðir hans hefði framið svívirðileg kynferðisbrot gegn eigin dætrum. Vitni sem lögregla ræddi við í tengslum við hin meintu brot bentu strax á manninn sem líklegasta tilkynnandann. Maðurinn sagði hins vegar að dularfullur maður hefði fengið síma hans lánaðan og hringt á lögreglu. Innlent 30. janúar 2025 11:20
Býst við því að boða til fundar í kjaradeilu kennara Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari býst við því að boða til fundar í kjaradeilu kennara, ríkis og sveitarfélaga á morgun. Samningsaðilar hafa verið að störfum og átt samskipti síðustu daga að sögn Ástráðs en enginn formlegur fundur farið fram síðan á miðvikudag í síðustu viku. Innlent 29. janúar 2025 17:15
Skýringar konunnar haldi ekki vatni og pósturinn af kynferðislegum toga Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Landsréttar í máli konu sem árið 2020 deildi nektarmyndum af þáverandi eiginmanni sínum og annarri konu. Hún var dæmd í þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Innlent 29. janúar 2025 15:41
Hæstiréttur klofnaði í nauðgunarmáli Inga Vals Hæstiréttur hefur staðfest þriggja ára fangelsisdóm yfir Inga Val Davíðssyni, Ólafsfirðingi á fertugsaldri. Hann var sakfelldur fyrir að nauðga sextán ára stjúpdóttur æskuvinar síns. Hæstiréttur klofnaði í málinu og tveir dómarar réttarins töldu að ómerkja ætti dóm Landsréttar Innlent 29. janúar 2025 15:29
Aðalmeðferð í máli foreldra gegn KÍ hefst klukkan 15 í dag Aðalmeðferð í máli foreldra gegn Kennarasambandi Íslands vegna verkfallsaðgerða kennara hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 15 í dag. Um er að ræða foreldra barna á fjórum leikskólum, sem segja börnum hafa verið mismunað með hinum afmörkuðu aðgerðum. Innlent 29. janúar 2025 12:49
Gekk út blóðugur með hendur á lofti og féll til jarðar Maður sem er grunaður um stunguárás í Grafarvogi í október síðastliðnum sagði við lögreglumenn, eftir að hann hafði verið handtekinn og verið var að flytja hann á lögreglustöð, að hann hafi verið að „verja sig gegn ranghugmyndum“. Innlent 29. janúar 2025 08:33
Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Hæstiréttur hefur fallist á að taka mál Vinnslustöðvarinnar á hendur ríkinu vegna makrílkvóta fyrir. Landsréttur dæmdi ríkið til að greiða Vinnslustöðinni alls 269 milljónir króna, helmingi minna en héraðsdómur hafði dæmt. Ríkið óskaði sömuleiðis eftir því að Hæstiréttur tæki mál Hugins, sem Vinnslustöðin á, fyrir en Landsréttur dæmdi ríkið til að greiða Hugin 329 milljónir króna. Viðskipti innlent 28. janúar 2025 11:45
Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Lykilsönnunargagn í stórfelldu fíknefnamáli er myndefni úr leynilegri upptöku lögreglu. Þetta myndefni var sýnt í aðalmeðferð málsins sem fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. Í málinu eru þrír menn ákærðir fyrir vörslu mikils magns MDMA sem er samanlagt talið hljóða upp á 25 þúsund neysluskammta. Innlent 27. janúar 2025 08:46
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Tveir sakborningar í umfangsmiklu fíkniefnamáli hafa viðurkennt að hafa komið að innflutningi bíls hingað til lands, sem innihélt mikið magn af metamfetamín-kristöllum, en þeir segjast ekki hafa verið meðvitaðir um að efnin væru í bílnum. Innlent 26. janúar 2025 10:52
Segist ekki muna eftir atburðunum Karlmaður á sextugsaldri sem er ákærður fyrir tilraun til manndráps, með því að ráðsast á fyrrverandi sambýliskonu sína á Vopnafirði, sagðist ekki muna eftir atvikinu sem málið varðar þegar það var þingfest í Héraðsdómi Austurlands í vikunni. Hann neitaði sök, og til vara fór lögmaður hans fram á að honum yrði ekki refsað þar sem hann hafi ekki stjórnað gjörðum sínum. Innlent 25. janúar 2025 14:28
Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Mál þar sem litáískur maður lést eftir að hafa hlotið eitt lófahögg á skemmtistaðnum Lúx í Austurstræti í Reykjavík í júní í hitteðfyrra var óvenjulegt að mati Héraðsdóms Reykjavíkur, sem dæmdi í málinu. Innlent 25. janúar 2025 10:43
Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Var ekki meiningin að læra af Hruninu? Hvað með efndir? Ekki verður betur séð en að dómstólar séu enn að dæma í bókhaldsmálum án þess að kynna sér efni máls til hlítar. Nýlegur dómur í hinu svokallaða „Gnúpsmáli“ bendir a.m.k. sterklega til þess. Skoðun 24. janúar 2025 09:53
Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir kynferðislega áreitni gagnvart barni í sturtuklefa sundlaugar í Reykjavík. Innlent 23. janúar 2025 16:18
Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Tveir karlmenn hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna gruns um stórfellt fíkniefnalagabrot. Lögregla hafði fylgst með öðrum þeirra um nokkurt skeið áður en hún fann tæp sjö kíló af amfetamíni og tæpt kíló af kókaíni í íbúð sem mennirnir höfðu til umráða. Innlent 23. janúar 2025 15:51
Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Íslendingur á þrítugsaldri hefur verið sakfelldur fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða litáísks karlmanns í skemmtistaðnum Lúx í Austurstræti í Reykjavík í júní í hitteðfyrra. Hann fær tveggja ára fangelsisdóm sem er skilorðsbundinn til þriggja ára. Innlent 23. janúar 2025 14:38
Sakleysi dætranna hafi gufað upp Mæður á Akureyri sem kærðu mann fyrir kynferðisbrot gegn tíu ára dætrum þeirra segjast hafa misst alla trú á kerfinu eftir að málinu var vísað frá af tveimur saksóknaraembættum. Framburðir stúlknanna í málinu voru ekki metnir nægilega samhljóma. Um svipað leyti og hin meintu brot áttu sér stað var maðurinn gripinn með barnaníðsefni í fórum sínum. Innlent 23. janúar 2025 09:01
Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Kona sem kom mikið særð inn á bráðmóttöku Landspítalans þann 10. nóvember og sagði Kristján Markús Sívarsson hafa veitt sér áverkana hefur breytt framburði sínum. Nú segir hún Kristján Markús ekki hafa veitt sér alla áverkana, og í raun hefði hún átt upptök að átökum þeirra á milli. Innlent 22. janúar 2025 16:10
Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík telur að önnur lögskýringarleið hafi verið fær en sú sem Héraðsdómur Reykjavíkur fór þegar hann komst að niðurstöðu sem leiddi til ógildingar virkjunarleyfis fyrir Hvammsvirkjun. Innlent 22. janúar 2025 15:31
Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Ymur Art Runólfsson, sem hét áður Sigtryggur Máni, hefur verið ákærður fyrir manndráp og stórfellt brot í nánu sambandi fyrir að myrða móður sína á heimili hennar í Breiðholti í október síðastliðnum. Innlent 22. janúar 2025 14:37
Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Karlmaður hefur hlotið skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir líkamsárás og barnaverndarlagabrot fyrir að veitast að barni á veitingastað í Mosfellsbæ. Hann hélt því fram fyrir dómi að milda ætti refsingu hans vegna þess að barnið hafi átt upptök að átökunum. Innlent 22. janúar 2025 14:22
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Kona á sjötugsaldri tjáði sig í viðtali sem birtist í Fréttablaðinu 1. nóvember 2022 um ofbeldi af hálfu sonar hennar, sem er á fertugsaldri, sem hafði þá verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir brotið. Konan lést í október síðastliðnum en í síðustu viku var greint frá því að sonurinn hefði verið ákærður fyrir að verða henni að bana. Innlent 22. janúar 2025 09:08
Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Karlmaður hefur verið sakfelldur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir líkamsárás gegn barnungri dóttur sinni, en hann var ákærður fyrir að slá hana ítrekað í rassinn í refsingarskyni í desember 2019. Innlent 21. janúar 2025 13:43
Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Karlmaður á sextugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps fyrir að ráðast á fyrrverandi sambýliskonu sína á Vopnafirði. Honum er gefið að sök að hafa reynt að svipta konuna lífi, en hann er grunaður um að ráðast á hana með hættulegu verkfæri. Innlent 21. janúar 2025 11:36
Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Karlmaður á sjötugsaldri sem er ákærður fyrir manndráp af gáleysi fyrir að aka steypubíl á hinn átta ára gamla Ibrahim Shah, sem lést fyrir vikið, í október 2023 segist ekki hafa séð drenginn í aðdraganda slyssins. Innlent 21. janúar 2025 08:46