Fá króatískan ÍR-ing og Búlgara Körfuknattleiksdeild Keflavíkur tilkynnti í dag um liðsstyrk fyrir bæði karla- og kvennalið félagsins sem leika í Subway-deildunum í vetur. Körfubolti 24. ágúst 2022 14:30
Litháískur reynslubolti til liðs við Grindavík á nýjan leik Grindavík hefur samið við litháíska reynsluboltann Valdas Vasylius um að leika með liðinu á komandi leiktíð í Subway-deild karla í körfubolta. Körfubolti 23. ágúst 2022 17:46
Pavel yfirgefur Íslandsmeistarana Pavel Ermolinskij, leikmaður Vals, hefur staðfest að hann muni ekki leika með liðinu á næsta tímabili í Subway-deild karla. Körfubolti 22. ágúst 2022 23:16
„Myndi aldrei gera þetta nema með fullum stuðningi frá eiginkonu og börnum“ Logi Gunnarsson, fyrirliði körfuboltaliðs Njarðvíkur, skrifaði í vikunni undir nýjan tveggja ára samning við félagið. Logi hóf meistaraflokksferil sinn hjá Njarðvík fyrir 25 árum síðan og hefur leikið samfellt með félaginu síðan hann kom heim úr atvinnumennsku árið 2013. Körfubolti 20. ágúst 2022 07:01
Logi Gunnarsson verður áfram í Njarðvík næstu tvö árin Fyrirliði Njarðvíkur, Logi Gunnarsson, hefur framlengt samning sinn við félagið til ársins 2024 en þetta kemur fram í tilkynningu sem Njarðvíkingar sendu frá sér í gærkvöldi. Körfubolti 18. ágúst 2022 07:30
208 sentimetra grískur miðherji til Grindavíkur Grindvíkingar hafa styrkt sig undir körfunni fyrir komandi tímabil í Subway-deild karla í körfubolta en liðið hefur samið við gríska miðherjann Gaios „Guy“ Skordilis. Körfubolti 16. ágúst 2022 15:23
Ólympíufari og stoðsendingakóngur til Njarðvíkur Íranski bakvörðurinn Philip Jalalpoor mun spila með Njarðvíkingum í Subway-deild karla í körfubolta í vetur. Körfubolti 16. ágúst 2022 15:13
Missir soninn úr liðinu og til Þýskalands Breiðablik missir einn sinn allra besta leikmann í Subway-deildinni í körfubolta því Hilmar Pétursson hefur ákveðið að skella sér út í atvinnumennsku. Körfubolti 5. ágúst 2022 14:01
Haukar halda áfram að safna liði Haukar sem verða nýliðar í Subway deild karla í körfubolta á komandi keppnistímabili halda áfram að styrkja leikmannahóp sinn fyrir komandi átök. Körfubolti 3. ágúst 2022 23:04
Bræður sameinaðir á ný hjá Tindastóli Tindastóll er að setja saman öflugt lið fyrir komandi keppnistímabil í körfuboltanum. Körfubolti 31. júlí 2022 13:51
Alexander frá KR í Hauka | Almar Orri áfram í Vesturbænum Alexander Knudsen hefur gengið til liðs við Hauka sem verða nýliðar í Subway-deild karla í körfubolta á næstu leiktíð. KR-ingar tilkynntu hins vegar í dag að félagið hefði samið við Almar Orra Atlason. Körfubolti 28. júlí 2022 22:34
Njarðvíkingar semja við Argentínumann í körfunni Deildarmeistarar Njarðvíkur hafa gengið frá samningi við nýjan leikmann fyrir komandi tímabil í Subway deild karla í körfubolta. Körfubolti 28. júlí 2022 15:31
Eftirmaður Baldurs fundinn Tindastóll, silfurliðs Subway-deildar karla á síðasta tímabili, hefur ráðið nýjan þjálfara. Sá heitir Vladimir Anzulovic og er 44 ára Króati. Körfubolti 27. júlí 2022 09:37
Blikar tilkynna liðsstyrk | Eiga bara eftir að sækja Kana Breiðablik hefur bætt við nýjum leikmanni í leikmannahóp sinn fyrir komandi átök í Subway-deild karla. Liðið sótti Clayton Riggs Ladine frá Hraunamönnum í næst efstu deild. Körfubolti 25. júlí 2022 19:31
Þórsarar fá reynslumikinn Spánverja til Þorlákshafnar Þór Þorlákshöfn hefur fengið spænska bakvörðinn Josep Pérez til liðs við sig fyrir komandi átök í Subway-deildinni og Evrópubikarkeppni karla í körfubolta. Körfubolti 22. júlí 2022 15:16
Bertone framlengir við Íslandsmeistarana Argentínski körfuboltamaðurinn Pablo Bertone hefur framlengt samningi sínum við Íslandsmeistara Vals. Bertone verður því áfram í herbúðum Valsmanna næstu tvö árin í það minnsta. Körfubolti 21. júlí 2022 16:31
Sá mikilvægasti framlengir við Íslandsmeistarana Kári Jónsson, mikilvægasti leikmaður úrslitakeppni Subway-deildar karla á seinasta tímabili, hefur framlengt samningi sínum við Íslandsmeistara Vals. Körfubolti 20. júlí 2022 14:31
Nýliðarnir fá reynslubolta frá Spáni Nýliðar Hattar hafa samið við leikstjórnandan Obie Trotter um að leika með liðinu á komandi leiktíð í Subway-deild karla í körfubolta. Trotter kemur frá HLA Alicante á Spáni. Körfubolti 19. júlí 2022 13:45
Stjarnan semur við Adama Darboe „Það verða ekki bara danskir dagar í Hagkaup næsta vetur,“ segir í tilkynningu Stjörnunnar sem hefur öflugan liðsstyrk fyrir næsta tímabil frá KR-ingum í Dananum Adama Darboe. Körfubolti 16. júlí 2022 07:02
Þór Þorlákshöfn sækir liðsstyrk Þór Þorlákshöfn hefur samið við Spánverjann Pablo Hernandez og kemur hann til að leika með liðinu á næsta leiktímabili. Körfubolti 15. júlí 2022 19:30
Hættur með Tindastól og heldur til Þýskalands Baldur Þór Ragnarsson hefur sagt upp störfum sem þjálfari Tindastóls í Subway deild karla í körfubolta til að taka við starfi í Þýskalandi. Körfubolti 12. júlí 2022 19:47
Þór Þorlákshöfn fær sænskan bakvörð Körfuknattleiksdeild Þórs Þorlákshafnar hefur samið við sænska bakvörðinn Adam Ronnqvist um að leika með liðinu á komandi leiktíð í Subway-deild karla. Körfubolti 11. júlí 2022 18:00
Semple frá ÍR í KR KR hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir átökin í Subway deild karla næsta vetur. Jordan Semple hefur samþykkt að leika með liðinu en hann lék með ÍR á síðustu leiktíð og þótti standa sig með prýði. Körfubolti 2. júlí 2022 13:01
„Sumir eru graðari en aðrir í þessu og vilja fá svör strax“ Landsliðsmaðurinn Ægir Þór Steinarsson gæti verið á heimleið úr atvinnumennsku. Hann gæti spilað í Subway deild karla í körfubolta á næstu leiktíð. Körfubolti 27. júní 2022 20:30
Callum Lawson að yfirgefa Íslandsmeistarana Körfuknattleiksmaðurinn Callum Lawson er að yfirgefa Íslandsmeistara Vals og halda til Frakklands þar sem hann mun leika með Jav CM í Pro B deildinni. Körfubolti 26. júní 2022 19:01
ÍR-ingar fá argentínskan Þórsara Körfuknattleiksdeild ÍR hefur samið við Luciano Massarelli um að leika með liðinu í Subway-deild karla í körfubolta á næsta tímabili. Massarelli kemur til liðsins frá Þór Þorlákshöfn. Körfubolti 25. júní 2022 10:01
Kristinn semur við lið í sameiginlegri deild Hollands og Belgíu Körfuknattleiksmaðurinn Kristinn Pálsson hefur samið við hollenska félagið Aris Leeuwarden um að leika með liðinu á komandi leiktíð í BNXT-deildinni, sameiginlegri úrvalsdeild Hollands og Belgíu, á næstu leiktíð. Körfubolti 24. júní 2022 17:30
Fráfarandi formaður körfuknattleiksdeildar KR: „Mætti halda að ég væri deyjandi maður“ „Mér líður bara mjög vel. Það mætti halda að ég væri deyjandi maður eins og þú ert að tala við mig núna,“ sagði Böðvar Guðjónsson fráfarandi formaður körfuknattleiks-deildar KR í viðtali við Stöð 2 og Vísi. Körfubolti 23. júní 2022 10:00
Styrmir Snær verður áfram í Bandaríkjunum Styrmir Snær Þrastarson hefur hafnað gylliboðum á Íslandi og mun leika áfram með Davidson háskólanum í Norður-Karólínu fylki í Bandaríkjunum á næsta tímabili. Körfubolti 22. júní 2022 19:16
Böðvar rifar seglin eftir sautján ár í stjórn Eftir að hafa verið í stjórn körfuknattleiksdeildar KR í sautján ár, lengst af sem formaður, hefur Böðvar Guðjónsson ákveðið að láta staðar numið. Körfubolti 22. júní 2022 11:09