Bílar

Bílar

Nýjustu fréttir, fróðleikur og skemmtileg myndbönd sem tengjast bílum.

Fréttamynd

Rútujeppi úr áli vísir að íslenskri bílaframleiðslu

Íslenskt fyrirtæki hefur samið við Grænlendinga um að sérsmíða umhverfisvæna bíla til að nota á fyrsta þjóðvegi Grænlands. Þetta yrði fyrsti raðsmíðaði íslenski bíllinn og byggður á áratuga reynslu Íslendinga af jeppaferðamennsku á hálendinu.

Innlent
Fréttamynd

Tesla hleðslustöðvar á völdum stöðvum N1 umhverfis landið

N1 og Tesla hafa undirritað samstarfssamning um uppsetningu á Tesla hraðhleðslustöðvum á völdum N1 stöðvum umhverfis Ísland, sem gerir Tesla eigendum kleift að hlaða sína bíla þegar ekið er um þjóðveg 1. Gert er ráð fyrir því að fyrsta stöðin verði komin í rekstur snemma sumars 2020.

Bílar
Fréttamynd

Ford deilir gögnum sjálfkeyrandi bíla

Bílaframleiðandinn Ford hefur deilt gögnum úr prófunum sjálfkeyrandi bíla framleiðandans. Markmiðið er að stuðla að og auka rannsóknir og þróun á sviði sjálfkeyrandi bíla.

Bílar
Fréttamynd

66% samdráttur í nýskráningu fólksbifreiða í apríl

Í apríl voru nýskráðir 449 fólksbílar í ár en 1305 í apríl 2019. Það nemur samdrætti upp á 66%. Fyrstu fjóra mánuði ársins voru nýskráðir 3268 nýir fólksbílar. Það nemur 27% samdrætti á nýskráningum fólksbíla miðað við fyrstu fjóra mánuði ársins 2019.

Bílar
Fréttamynd

Frá hugmynd til hleðslu

Rafbox ehf. er fyrirtæki sem stofnað var fyrir tveimur árum og sérhæfir sig í hleðslulausnum fyrir allar gerðir rafbíla.

Bílar
Fréttamynd

Kia framlengir ábyrgðartíma

Kia hefur framlengt ábyrgðartíma allra ökutækja með upphaflegri 7 ára ábyrgð frá Kia sem hefði runnið út milli 1. febrúar til og með 31. maí 2020. Þetta er gert vegna ástands sem skapast hefur vegna COVID 19.

Bílar
Fréttamynd

Myndum af BMW iX3 lekið á netið

Myndir af rafjepplingnum BMW iX3 birtust á Instagram í fyrradag. Myndirnar eiga að vera frá framleiðandanum. En það verður að koma í ljós síðar hvort það er satt.

Bílar
Fréttamynd

Eldsneytissala dregst saman um 68%

Sala á eldsneyti dróst saman um 42% á milli marsmánaða 2019 og 2020. Meðal dagleg sala sem af er apríl er 68% lægri en meðal dagleg sala í apríl í fyrra.

Bílar
Fréttamynd

Toyota kynnir Yaris jeppling

Toyota ætlaði upphaflega að kynna Yaris jepplinginn á bílasýningunni í Genf sem var aflýst vegna COVID-19. Bíllinn er settur á markað til höfuðs Nissan Juke og Ford Puma sem dæmi. Hann á að vera fáanlegur seinna á þessu ári í Japan en á því næsta í Evrópu.

Bílar
Fréttamynd

Myndband: Ferrari 812 lagaður eftir mikið tjón

Myndband það sem fylgir fréttinni er eitt fárra þar sem einstaklingur setur tíma, peninga og orku í að laga bíl sem virðist handónýtur á að líta. Bíllinn er ekki af verri gerðinni, Ferrari 812.

Bílar
Fréttamynd

EQS verður flaggskip rafbílaflota Mercedes-Benz

Mercedes-Benz EQS verður flaggskip rafbílaflota þýska bílaframleiðandans þegar hann kemur á markað árið 2022. Bíllinn var frumsýndur í hugmyndaútgáfu á bílasýningunni í Frankfurt í fyrra undir nafninu Vision EQS.

Bílar
Fréttamynd

Góð ráð um viðhald bíla í samkomubanni

Umferðatölur frá Vegagerðinni sýna að samkomubann sem nú er í gildi vegna COVID-19 hefur dregið verulega úr akstri almennings. Það er því gott að huga að því hvað er skynsamlegt að gera til að viðhalda bílnum sínum sem best, þegar honum er ekið minna en ella.

Bílar
Fréttamynd

Lögreglan sektar ekki strax fyrir nagladekkjanotkun

Frá og með gærdeginum 15. apríl er notkun negldra hjólbarða óheimil á Íslandi. Þessi regla er þó háð tíðarfari og því undir löggæsluyfirvöldum komið hvenær nákvæmlega hafist er handa við að sekta fyrir notkun slíkra hjólbarða.

Bílar
Fréttamynd

McLaren smíðar bíl sem gengur fyrir manngerðu eldsneyti

Breski bílaframleiðandinn McLaren ætlar að halda áfram að þróa tilraunabíl sem á að ganga fyrir eldsneyti útbúnu á tailraunastofu. Með því vill McLaren lækka umhverfsáhrif aksturs niður fyrir það sem gengur og gerist við akstur hreinna rafbíla.

Bílar
Fréttamynd

Heimsbíll ársins er Kia Telluride

Verðlaunin fyrir heimsbíl ársins 2020 voru veitt í Toronto í Kanada í gær. Þar var Kia Telluride hlutskarpastur. Kia vann tvo flokka en Kia Soul EV vann flokk borgarbíla. Porsche Taycan vann svo tvo flokka upp á sitt einsdæmi. Mazda 3 fékk hönnunarverðlaun ársins 2020.

Viðskipti