

Besta deild kvenna
Leikirnir

Valur heldur áfram að safna liði
Valur heldur áfram að safna liði fyrir átökin í Pepsi-deild kvenna í fótbolta á næsta tímabili en í gær skrifaði Thelma Björk Einarsdóttir undir tveggja ára samning við félagið. Þetta kemur fram á heimasíðu Vals.

Kröfur eða kjaftæði | Elísabet heldur fyrirlestur um þjálfun fótboltakvenna fyrir KSÍ
Elísabet Gunnarsdóttir, margfaldur meistaraþjálfari hér heima á Íslandi og þjálfari í sænsku úrvalsdeildinni í sjö ár, mun halda athyglisverðan fyrirlestur á námskeiði KSÍ um líkamlega þjálfun kvenkyns leikmanna.

Leikmaður Stjörnunnar ein af tíu bestu íþróttamönnum ársins í Níkaragva
Ana Victoria Cate, leikmaður kvennaliðs Stjörnunnar í Pepsi-deildinni, er búin að skrifa söguna í heimalandi sínu Níkaragva sem er land í Mið-Ameríku milli Kosta Ríka og Hondúras.

Elísa eltir systur sína í Val og Arna Sif semur líka
Elísa Viðarsdóttir spilar með systur sinni og Akureyringurinn Arna Sif Ásgrímsdóttir kemur einnig heim úr atvinnumennsku.

Kristinn og Kayla gáfu flestar stoðsendingar í Pepsi-deildunum
Kristinn Jónsson úr Breiðabliki og Kayla Grimsley úr Þór/KA áttu flestar stoðsendingar í Pepsi-deildum karla og kvenna á árinu 2015.

Rúna Sif fer frá Stjörnunni yfir í Val
Rúna Sif Stefánsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við Val og mun spila með Hlíðarendaliðinu í Pepsi-deild kvenna í fótbolta næsta sumar.

Landsliðsmarkvörður Mexíkó á leið til Akureyrar
Pepsi-deildarlið Þórs/KA samdi í dag við landsliðsmarkvörð Mexíkó.

Margrét Lára: Get stýrt álaginu betur á Íslandi | Ætlum að berjast um titla
Markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir skrifaði í gær undir tveggja ára samning hjá Val en hún segir að það hafi verið erfitt að hafna uppeldisfélaginu. Hún segir Valsliðið stefna á að berjast aftur um titilinn á næsta ári eftir slakan árangur undanfarin ár.

Margrét Lára gengur til liðs við Val
Óhætt er að segja að Valsmenn séu dottnir í lukkupottinn.

Freyr kominn í fullt starf hjá KSÍ
Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, tilkynnti í morgun að landsliðsþjálfari kvennalandsliðsins, Freyr Alexandersson, væri kominn í fullt starf hjá sambandinu.

Markahæsta Eyjakonan spilar með Fylki næsta sumar
Eyjakonan Kristín Erna Sigurlásdóttir hefur ákveðið að spila með Fylki í Pepsi-deild kvenna næsta sumar en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Fylki.

Edda ráðin þjálfari KR
Landsliðskonan fyrrverandi stýrir sínu gamla félagi í Pepsi-deildi kvenna á næstu leiktíð.

Jörundur hættur hjá Fylki
Jörundur Áki Sveinsson er hættur sem þjálfari Fylkis.

Katrín til Stjörnunnar
Katrín Ásbjörnsdóttir skrifaði í dag undir þriggja ára samning við bikarmeistara Stjörnunnar.

Ásgerður: Sýndum það í kvöld að við erum með betra liðið
Fyrirliði Stjörnunnar var hundsvekkt með 1-3 tap gegn rússneska félaginu Zvezda í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld en hún segist fara til Rússlands til að sigra.

Gunnar hættur sem þjálfari kvennaliðs Selfoss | Tekur við karlaliðinu
Gunnar Rafn Borgþórsson hefur verið ráðinn sem yfirmaður knattspyrnumála og þjálfari karlaliðs Selfoss.

Fanndís: Þetta er mikill heiður
Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Breiðabliks, var að vonum sátt eftir að hafa tekið við verðlaununum sem besti leikmaður tímabilsins í Pepsi-deild kvenna í dag.

Andrea: Átti ekki von á þessu
Andrea Rán sem valin var efnilegasti leikmaður Pepsi-deildar kvenna var þakklát eftir að hafa tekið við verðlaununum en þjálfari hennar sagði leikmenn sína eiga öll þessi verðlaun skilið eftir að hafa sópað til sín meirihluta verðlaunagripanna í dag.

Fanndís best og Andrea efnilegust
Breiðablik sópaði að sér verðlaunum þegar Pepsi-deild kvenna var gerð upp í húsakynnum Ölgerðarinnar í dag.

U19 árs liðið tapaði óvænt gegn Grikklandi
Íslenska kvennalandsliðið skipað leikmönnum undir 19 árs aldri tapaði óvænt gegn Grikklandi í öðrum leik sínum í undankeppni Evrópumótsins í Frakklandi 2016.

Guðbjörg: Jákvætt að það sé pressa á liðinu
Markvörður íslenska landsliðsins segir að það sé jákvætt að það sé pressa á liðinu en hún segir að mikilvægt er að þær standi undir þeirri pressu. Þá ræddi hún undirbúninginn fyrir leikina og stemminguna í landsliðshópnum.

U19 ára landsliðið vann stórsigur á Georgíu í fyrsta leik
Íslenska landsliðið skipað stelpum undir 19 ára aldri byrjaði undankeppni EM 2016 af krafti í dag með 6-1 sigri á Georgíu í Sviss.

Fyrsta æfingin hjá landsliðinu í dag | Myndasyrpa
Íslenska kvennalandsliðið hóf í dag undirbúninginn fyrir undankeppni EM 2017 sem hefst á þriðjudaginn eftir viku en liðið leikur æfingarleik gegn Slóvakíu á fimmtudaginn.

Á toppnum eins og kvennadeild Breiðabliks
Breiðablik kórónaði frábært tímabil í Pepsi-deild kvenna með 3-0 sigri á ÍBV í lokaumferðinni. Blikar fóru taplausir í gegnum sumarið og unnu 16 af 18 deildarleikjum sínum. Blikakonur fengu aðeins á sig fjögur mörk í allt sumar og það þarf að fara aftur til ársins 1996 til að finna jafn góða vörn í efstu deild kvenna.

Fanndís fékk gullskóinn
Fanndís Friðriksdóttir varð markahæst í Pepsi-deild kvenna og hreppti þar af leiðandi Gullskóinn eftirsótta. Gullskóinn hlýtur sú markahæsta í Pepsi-deildinni, en einnig er silfur- og bronsskórinn veittur.

Breiðablik tekur við Íslandsmeistarabikarnum | Myndaveisla
Íslandsmeistaratitillinn í Pepsi-deild kvenna fór á loft í dag, en Breiðablik hampaði titlinum eftir 3-0 sigur á ÍBV á Kópavogsvelli í dag.

Breiðablik taplaust á tímabilinu
Lokaumferðin í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu fór fram í dag. Lítil sem engin spenna var - þar sem ljóst var hvaða lið myndu falla og hvaða lið yrði meistari.

Með sprengjuna í blóðinu
Fanndís Friðriksdóttir varð Íslandsmeistari með Breiðabliki eftir tíu ára bið. Hún á gullskóinn vísan og segist vera þroskaðri leikmaður nú en áður. Í viðtali við Fréttablaðið fer hún yfir tímabilið hjá sér og liðinu og segir frá töframanninum sem á sinn þátt í titlinum.

ÍA fylgir FH upp í Pepsi-deildina
ÍA vann sér nú rétt í þessu sæti í Pepsi-deild kvenna eftir eins árs fjarveru.

Freyr: Markmiðið er að vinna riðilinn
Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, var brattur fyrir fyrsta leik í undankeppni EM 2017 er hann tilkynnti leikmannahópinn í dag. Sagðist hann vera glaður að sjá Margréti Láru vera komna af stað á fullu á ný.