Reykt í bíl með börnin aftur í og hvalkjöt í skottinu Skýrsla Matvælastofnunar um hvalveiðar við Íslandsstrendur rennir stoðum undir það sem við flest þegar vissum að hvaladráp á ekki rétt á sér í nútímanum. Raunar eru hvalveiðar ámóta framsýnar og að ætla sér að reisa kolanámu til orkuvinnslu árið 2023. Skoðun 11. maí 2023 15:02
Bein útsending: Ræða framtíð opinberrar skjalavörslu Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis heldur opinn fund í dag þar fyrirkomulag og framtíð opinberrar skjalavörslu verður til umræðu. Innlent 11. maí 2023 10:01
Alþingi samþykkti ríkisborgararétt Pussy Riot-liða Allir viðstaddir þingmenn greiddu atkvæði með því að átján útlendingar fengju íslenskan ríkisborgararétt í dag. Í hópnum eru tvær liðskonur rússneska lista- og andófshópsins Pussy Riot sem flúðu kúgun í heimalandinu í fyrra. Innlent 10. maí 2023 23:36
Bjarni undrast hvað ríkissjóður á fáa vini á Alþingi Fjármálaráðherra undrast hvað ríkissjóður á fáa vini á Alþingi þegar kemur að skuldbindingum ríkisins vegna yfirvofandi gjaldþrots ÍL-sjóðsins sem fóstrar skuldbindingar Íbúðalánasjóðs gagnvart lífeyrissjóðunum. Innlent 10. maí 2023 19:40
Anna Kolbrún Árnadóttir er látin Anna Kolbrún Árnadóttir, varaþingmaður og fyrrverandi þingmaður, er látin 53 ára að aldri. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri í gærmorgun. Innlent 10. maí 2023 15:42
Fjármálaráðherra stefni trausti og trúverðugleika ríkissjóðs í hættu Þingmaður Viðreisnar segir fjármálaráðherra stefna trausti og trúverðugleika ríkissjóðs í hættu með áformum um setningu laga til að slíta ÍL-sjóði í andstöðu við vilja lífeyrissjóða sem eiga kröfur á sjóðinn. Fjármálaráðherra segir sjóðinn í raun gjaldþrota og nauðsynlegt að verja framtíðarhagsmuni ríkissjóðs. Innlent 10. maí 2023 12:23
Leggja til að Pussy Riot-liðar fái ríkisborgararétt Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis leggur til að Mariia Alekhina og Lucy Shtein, liðskonur rússneska lista- og andófshópsins Pussy Riot, fái íslenskan ríkisborgararétt. Þær eru á meðal fimm Rússa sem nefndin vill að fái ríkisfang á Íslandi. Innlent 9. maí 2023 18:07
Tómas segir nei við fíkniefnum eins og Nancy Fjölmargir þingmenn stigu í púlt nú síðdegis til að ræða um notkun ópíóíðalyfja, þeirra á meðal Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins. Hann vill opinn tékka til SÁÁ, Hlaðgerðarkots og Krísuvíkursamtakanna. Innlent 9. maí 2023 16:31
Óverjandi að stöðva veiðarnar ekki strax Það er bæði ósiðlegt og óverjandi að stöðva ekki hvalveiðar strax í ljósi skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar, segir formaður Viðreisnar. Hún telur augljóst að ráðherra hafi heimild til þess að afturkalla veiðileyfi á grundvelli nýrra upplýsinga. Innlent 9. maí 2023 13:12
Stígi skref til baka í átt að sjálfstæðara FME Seðlabankastjóri segir að sér finnist ekki ólíklegt að stigin verði skref til baka frá sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins í átt að því að gera eftirlitið sjálfstæðara. Viðskipti innlent 9. maí 2023 11:11
Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálaseftirlitsnefndar Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, Unnur Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits og Björk Sigurgísladóttir, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits munu mæta á opinn fund í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis sem hefst klukkan 9:15 í dag. Viðskipti innlent 9. maí 2023 08:45
Eigi að „drullast“ til að rukka ferðamenn til að koma upp neyðarþjónustu Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Þingvallanefndar ætlar að þrýsta á að tilraunaverkefni um sjúkraþyrlu á Suðurlandi fari af stað að nýju. Verkefnið var sett á ís í Covid en þingmaðurinn segir nú kominn tíma til að hefja það að nýju, þegar von er á miklum fjölda ferðamanna til landsins. Innlent 9. maí 2023 07:01
Hefði verið gott að hafa nemendur í stýrihóp um sameiningar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir að gott hefði verið ef framhaldsskólanemendur hefðu fengið sæti við borðið í stýrihópi menntamálaráðuneytisins sem falið var að kanna fýsileika á sameiningum menntaskóla. Innlent 8. maí 2023 21:41
Veiðileyfið ekki afturkallað fyrir árið en skýrslan gæti haft áhrif á framhaldið Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, segir nýja skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar við Íslandsstrendur vekja upp spurningar hvort endurskoða þurfi hvort atvinnugreinin tilheyri fortíðinni frekar en framtíð. Ekki sé þó hægt að afturkalla veiðileyfi fyrir þetta sumar. Innlent 8. maí 2023 16:44
Óvissa um næstu jarðgöng og hvernig þau verða fjármögnuð Innviðaráðherra vill ekkert segja um það hvenær hægt verður að bjóða út næstu jarðgöng á Íslandi né hvort hann leggi til í nýrri samgönguáætlun að Fjarðarheiðargöng verði næst í röðinni. Óvissa ríkir um fjármögnun. Innlent 6. maí 2023 06:12
Hvorki gengur né rekur að koma æfingaflugi úr Vatnsmýrinni Enn var tekist á um flugvöllinn í Vatnsmýrinni að þessu sinni í frísklegum umræðum í Pallborði Vísis og Stöðvar 2. Þar mættust þeir Pawel Bartoszek, varaborgarfulltrúi Viðreisnar, og Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fóru yfir þetta sígilda hitamál. Innlent 4. maí 2023 16:12
Straumhvörf fyrir sauðfjárbændur Í lok liðins mánaðar voru staðfest þau gleðilegu tíðindi að Íslensk Erfðagreining muni taka þátt í því að rannsaka riðu í íslensku sauðfé, en riða er langvinnur og ólæknandi smitsjúkdómur sem leggst á sauðfé og veldur svampkenndum hrörnunarskemmdum í heila og mænu. Skoðun 4. maí 2023 14:31
Frumvarpið sé viðbragð við stóra kókaínmálinu og sjö vikna banni fjölmiðla Þingmenn Viðreisnar hafa lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um meðferð einka- og sakamála sem beinir sjónum að frásögn fjölmiðla af skýrslutökum úr dómsal. Frumvarpið er hugsað sem viðbragð við stóra kókaínmálinu og því ástandi sem skapaðist þegar dómari bannaði fréttaflutning úr dómsal í heilar sjö vikur. Innlent 4. maí 2023 13:30
Eldra fólk hefur ekki tíma til að bíða eftir réttlæti Kjaragliðnun er pólitísk ákvörðun. Lög um almannatryggingar tryggja lífeyristaka gegn kjaragliðnun, en þrátt fyrir það er kjaragliðnun staðreynd á Íslandi. Skoðun 4. maí 2023 09:00
Þingmaður segir skort á símasambandi óviðunandi Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir óviðunandi að ekki sé símasamband við þjóðveg 1 eða stærstu ferðamannastaði landsins. Hann kallar eftir að byggt verði upp 5G fjarskiptakerfi eftir færeyskri fyrirmynd. Innlent 3. maí 2023 16:05
Mörg dæmi um að fólk sinni öðru samhliða þingmennsku Brynjar Níelsson, varaþingmaður og aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, rís upp til varnar vini sínum og félaga Ásmundi Friðrikssyni þingmanni sem hefur verið sakaður um að vera á fullum launum sem þingmaður við að stofna ferðaþjónustufyrirtæki. Innlent 3. maí 2023 14:15
Brýnna að berjast gegn kjarnorku en fyrir hagsmunum ferðaþjónustu Minni hluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis telur að stjórnvöld hefðu frekar átt að beita sér gegn því að fjárfesting í kjarnorku yrði felld undir skilgreininguna á sjálfbærum fjárfestingum heldur en að krefjast undanþágu frá álagningu losunarkostnaðar í millilandaflugi. Innherji 3. maí 2023 12:23
Kristrún vill að minnsta kosti Landsbankann eftir sem áður í eigu ríkisins Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að fákeppnismarkað eins og Ísland þurfi að regluvæða: „Ástæðan fyrir því að ég og fleiri höfum talað fyrir því og fleiri að við höldum að minnsta kosti Landsbankanum í opinberri eigu er að við séum þá með einn banka sem er með opinbert viðmið um eðlilega arðsemi, eðlileg kostnaðarhlutföll.“ Innlent 3. maí 2023 10:46
Loftslagsmarkmið – aðgerða er þörf Markmið núverandi ríkisstjórnar í loftslagsmálum eru metnaðarfull. Ríkisstjórnin vill gera betur en Parísarsamkomulagið og stefnir að kolefnishlutlausu Íslandi í síðasta lagi árið 2040. Auk þess er stefnt að því að Ísland nái að verða óháð jarðefnaeldsneyti í lofti, láði og legi árið 2050. Skoðun 2. maí 2023 11:31
Frekari afglöp við afglæpavæðingu Fyrir rúmu ári skrifaði ég grein þar sem ég rakti erfiðleika ríkisstjórnarinnar við að innleiða afglæpavæðingu neysluskammta vímuefna og tengdi erfiðleikana við stefnuleysi stjórnarinnar. Skoðun 2. maí 2023 08:01
Aukið fjármagn til flugvalla um land allt Uppbygging varaflugvalla á Íslandi hafa ekki verið í samræmi við vöxt alþjóðarflugs síðustu misseri. Flestar ferðir til og frá landinu eru í gegnum Keflavíkurflugvöll en hins vegar erum við að sjá aukið millilandaflug gegnum flugvellina á Akureyri og Egilsstöðum. Skoðun 29. apríl 2023 10:31
Ásgeiri brugðið þegar hann heyrði að Íslendingum hafi fjölgað um 3.000 á árinu Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra var brugðið þegar hann fékk að vita það á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í morgun að Íslendingum hafi fjölgað um þrjú þúsund frá áramótum. Viðskipti innlent 28. apríl 2023 11:59
Fljótagöng og samgöngur í Fljótum og til Siglufjarðar Nú í vikunni var birt sláandi mynd af ástandi Siglufjarðarvegar. Þar sést greinilega hversu mikið hefur hrunið úr hlíðinni, en það er stutt í að vegurinn verði í raun ófær eða honum lokað sem öryggisráðstöfun. Skoðun 28. apríl 2023 11:30
Páley segir afglæpavæðingu auka neyslu Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri á Norðurlandi eystra og formaður lögreglustjórafélags Íslands vill gjalda varhug við afglæpavæðingu neysluskammta. Hún telur engum blöðum um það að fletta að ef varsla neysluskammta verði gerð refsilaus þá auki það neyslu ávana- og fíknefna. Innlent 28. apríl 2023 11:29
Bindur vonir við nýja forystu ASÍ Ásgeir Jónsson segist binda miklar vonir við að ný forysta ASÍ komi sambandinu á þann stað að það verði aftur leiðandi á vinnumarkaði. Vinnumarkaðurinn þurfi að taka ábyrgð á sínum þætti í verðbólgunni og fara að grípa til aðgerða til að árangur náist í baráttu gegn henni. Viðskipti innlent 28. apríl 2023 10:32