Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Costco og eftirpartý í eldhúsdagsumræðum

Stefnt er að þinglokum í vikunni eftir snarpt og óvenjulegt vorþing. Af því tilefni fóru eldhúsdagsumræður fram á Alþingi í gær. Þingmenn allra flokka fóru um víðan völl en heilbrigðis-, mennta- og myntmál voru fyrirferðarmikil.

Innlent
Fréttamynd

Tillaga Brynjars betri en núverandi verklag

Forstjóri Barnaverndarstofu segir skárra að fangelsa foreldri vegna tálmunar en að taka barn af heimilinu. Nýtt frumvarp um aðgerðir vegna tálmunar séu því til bóta. Sýslumaður þurfi að geta afgreitt tálmunarmál með hraði.

Innlent
Fréttamynd

Sigurður Ingi gagnrýndi „stefnuleysi“ ríkisstjórnarinnar

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, kallaði eftir svörum við spurningum sínum um stefnu ríkisstjórnarinnar í Eldhúsdagsumræðum í kvöld. Hann sagði ríkisstjórnina stefnulausa og ríkisstjórnarflokkana Viðreisn og Bjarta framtíð enn fremur máttlausa í samstarfi sínu við Sjálfstæðisflokkinn.

Innlent
Fréttamynd

Sagði Viðreisn berjast gegn sérhagsmunum allra, líka vina sinna

Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar, lagði áherslu á mikilvægi alþjóðasamstarfs í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. Hann sagði meðal annars að þjóðin hefði á árum áður verið heppin að hafa framsækna leiðtoga í stjórnmálum sem hefðu þorað að leiða Íslendinga til þátttöku í alþjóðasamstarfi.

Innlent
Fréttamynd

Vill Costco-þrýstinginn á Alþingi

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, ræddi samstöðu neytenda í kringum Costco og verðsamanburð á samkeppnisaðilum, í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum í Alþingi í kvöld. Hún kallaði eftir því að þrýstingnum, sem neytendur setja á verslanir, yrði beitt á þingmenn.

Innlent
Fréttamynd

Sagði andúð vinstri manna á einkarekstri í heilbrigðisþjónustu "furðulega skammsýni og pólitískt trúarofstæki“

Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, ræddi meðal annars komu verslunarrisanna Costco og H&M hingað til lands í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. Hann sagði landsmenn nú horfa á ákveðna umbyltingu hér í verslun og sagði forpokuð sjónarmið koma frá þeim sem gagnrýndu komu þessara verslana.

Innlent
Fréttamynd

Fólk hafi val um starfslok sín

Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, segist ekki leggjast gegn áformum Þorsteins Víglundssonar um að afnema hámarksaldur ríkisstarfsmanna.

Innlent
Fréttamynd

Búist við átökum hjá Framsókn

Svo gæti farið að Framsóknarmenn velji sér nýjan formann strax í haust. Rúmir sjö mánuðir eru síðan Sigurður Ingi tók við en flokksmenn eru orðnir óþreyjufullir að uppskera betur í skoðanakönnunum.

Innlent
Fréttamynd

Einar nýr þingflokksformaður Pírata

Einar Brynjólfsson var kjörinn nýr formaður þingflokks Pírata á þingflokksfundi sem lauk fyrr í dag. Hann tekur við af Ástu Guðrúnu Helgadóttur sem steig til hliðar vegna ágreinings um innra starf þingflokksins.

Innlent
Fréttamynd

Málþóf í tálmunarfrumvarpi

Efasemdir eru í stjórnarliðinu um frumvarp sem heimilar fangelsisvist foreldra sem tálma umgengni. Litlar líkur eru á að það fái afgreiðslu þingsins. Fyrsti flutningsmaður segir stjórnarandstöðuna stunda málþóf.

Innlent