Myndband sem kemur þér í gírinn fyrir leiki kvöldsins
Umspilinu fyrir sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta lýkur í kvöld með fjórum leikjum. Sá stærsti án efa seinni leikur ríkjandi Evrópumeistara Real Madrid við Englandsmeistara Manchester City. Hér má sjá myndband sem bókað er að komi þér í gírinn fyrir leiki kvöldsins.