Ísland í dag - Fékk að vita kynið degi fyrir greiningu

Degi eftir að hin 32 ára Fanney Eiriksdottir fékk að vita að hún og maður hennar, Ragnar Snær, ættu von á dreng, fengu þau að vita að hún væri með krabbamein. Fyrir áttu þau Emilý Rósu og kom aldrei til greina að stoppa meðgöngu. Nokkrum mánðum síðar kom Erik Fjólar í heiminn, heilbrigður og flottur. Í dag er krabbameinið búið að dreifa sér en fjölskyldan er þó ekki hætt að berjast enda segir Fanney að börnin hennar þurfi mömmu sína og hún geti ekki leyft sér annað en að vera vongóð.

104374
11:55

Vinsælt í flokknum Ísland í dag