Sigga Lund - Oft kallaður David Bowie Keflavíkur

Guðmundur Jens Guðmundsson, eða Kahnin eins og hann er kallaður kíkti til Siggu Lund á Bylgjuna í dag. Tónlistin hefur loðað lengi loðað við Gumma en á stefnuskránni eru tvær plötur á næsta ári. Hann hefur unnið lögin sín með þekktum erlendum pródusentum og má finna þau á Spotify. Kahnin er oft verið kallaður David Bowie Keflavíkur, enda má vel finna fyrir líkindunum í tónlist Gumma. "Bowie hefur alltaf verið einn af mínum uppáhalds. Hann var svo mikill listamaður og það er það sem mér fannst skemmtilegast við hann. Hann fór svo víða og fór sínar leiðir," sagði Gummi á Bylgjunni í dag.

843
11:58

Næst í spilun: Sigga Lund

Vinsælt í flokknum Sigga Lund