Nilli móðgar Rúnar þjálfara KR
Sprelligosinn Nilli smellti sér á æfingu hjá toppliði KR nú í vikunni. Hann tók meðal annars viðtal við Rúnar Kristinsson þjálfara og auðvitað tókst Nilla að móðga hann óvart.
Týnda kynslóðin er í umsjón Björns Braga Arnarssonar og Þórunnar Antoníu. Þátturinn er í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi klukkan 19.20 í kvöld. Leikararnir Ingvar E. Sigurðsson og Björn Hlynur Haraldsson verða aðalgestir þáttarins í kvöld en Herbert Guðmundsson verður einnig heimsóttur.