Allir um borð létust

Allir sex sem voru um borð í sjúkraflugvél sem hrapaði í Fíladelfíuborg í Bandaríkjunum létust. Stúlka, sem var nýbúin að hljóta meðferð vegna lífshættulegs sjúkdóms var um borð í vélinni, ásamt móður sinni og fjórum starfsmönnum flugfélagsins. Vélin hrapaði til jarðar í þéttbýlu hverfi borgarinnar, með þeim afleiðingum að eldur kviknaði í húsum og fjöldi fólks á jörðu niðri slasaðist. Vélin var nýtekin á loft þegar slysið varð, en það er nú til rannsóknar.

15
00:55

Vinsælt í flokknum Fréttir