Bitcoin málið

Innbrot í gagnaver í Reykjanesbæ í lok árs 2017 markaði upphaf Bitcoin-málsins svokallaða, sem oft er talað um sem stærsta þjófnað Íslandssögunnar. Málið tók svo nýja og ævintýralega stefnu þegar Sindri Þór Stefánsson, einn þeirra sem tók þátt í innbrotinu, strauk úr fangelsinu að Sogni og flaug til útlanda í sömu flugvél og forsætisráðherra. Alda Hrönn Jóhannsdóttir, sem rannsakaði málið og sótti það fyrir dómstólum, ræðir atburðarásina í Eftirmálum. Málið er enn óupplýst að hluta en Bitcoin-tölvurnar fundust aldrei, þrátt fyrir umfangsmikla leit.

4126
1:05:11

Vinsælt í flokknum Eftirmál