stillingar fyrir texta, opnar stillingaglugga fyrir texta
textar af, valið
This is a modal window.
Upphaf samræðuglugga. Escape mun hætta við og loka glugganum.
Endir samræðuglugga.
Stefnumótaheimurinn er frumskógur
"Þetta er svo breyttur heimur, getur verið mjög óþægilegur en samt svo spennandi," segir Ása Ninna Pétursdóttir sem næsta mánudag fer af stað með Makamál á Vísi. "Þegar ég var yngri, áður en ég eignaðist mann og börn var þetta mun einfaldara. Eftir skilnað lenti maður bara í einhverjum frumskógi sem maður kunni ekkert á og maður þurfi að læra að "deita" upp á nýtt." Á Makamáli munu lesendur Vísis finna viðtöl, pistla, greinar, einhleypu vikunnar, spurningu vikunnar og margt fleira og lofar Ása áhugaverðu efni á hverjum degi. Við kynnumst Ásu, skemmtilegri sögu hennar og Makamáli í Íslandi í dag.