Gjörunnin matvæli eru tæpur helmingur allrar orkuinntöku Íslendinga
Tæplega helmingur allrar orkuinntöku fullorðinna Íslendinga kemur frá gjörunnum matvælum. Viðamiklar rannsóknir hafa sýnt tengsl á milli neyslu á slíkri fæðu við ýmsa langvinna sjúkdóma á borð við sykursýki 2 og hjarta - og æðasjúkdóma.