Ísland fjarlægðist þegar beinu flugi var hætt
Íslendinganýlendan í Lúxemborg missti dýrmæt tengsl við heimalandið þegar beinu flugi var hætt á milli landanna. Mjög hefur dregið úr starfsemi Íslendingafélagsins í Lúxemborg og virðist íslenska samfélagið þar smámsaman vera að renna inn í það lúxemborgíska.