Mótmælin í Íran stigmagnast dag frá degi

Mótmælin í Íran stigmagnast dag frá degi og kom til átaka aftur í dag. Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Írans, segir stjórnvöld í landinu ekki munu gefa eftir þrátt fyrir mikil mótmæli síðustu vikur. Mannréttindasamtökin Amnesty International segja að minnsta kosti þrjá tugi hafa látist í mótmælunum, þar á meðal börn. Íranir eru einkum óánægðir með efnahagsstjórn landsins, hátt verðlag og versnandi lífskjör. Í ræðu sem sjónvarpað var í morgun fordæmdi Khamenei hótun Bandaríkjaforseta um að hann myndi koma mótmælendum til aðstoðar ef á þyrfti að halda.

42
05:45

Vinsælt í flokknum Fréttir