Grunge draugur fortíðar í Háskólabíó

Flosi Þorgeirsson kom og sagði okkur allt frá Nirvana sýningunni í Háskólabíó 16. Nóvember. 30 ár eru liðin síðan goðsögnin Kurt Cobain sagði skilið við jarðvistina ásamt því að órafmagnaða MTV plata Nirvana var gefin út. Kurt og hljómsveitin verður heiðruð í tali og tónum á stórkostlegri tónleikasýningu í Háskólabíó. Flosi Þorgeirsson tónlistarmaður og sagnfræðingur hefur getið sér gott orð sem annar stjórnandi hlaðvarpsins Draugar fortíðar. Flosi mun segja sögu Kurt og Nirvana en frásögnin verður meðal annars studd með myndefni á bíótjaldinu. Einar Vilberg, einn fremsti rokksöngvari landsins, mun túlka Kurt í söng og gítarleik og honum til halds og trausts eru reynsluboltar úr Skálmöld og Ensími. Hljómsveit kvöldsins hefur flutt tónlist Nirvana í fjöldamög ár og því er von á einstakri músík upplifun. Greta Salóme útsetur lög Nirvana sérstaklega fyrir strengjaleikara sem spila undir með hljómsveitinni. Einnig sér Greta um sviðsetningu sýningarinnar. SVART sérhannar grafík sem eykur upplifun og stemningu áhorfenda ásamt því að sjá um myndvinnslu fyrir söguhluta sýningarinnar. Von er á stórkostlegum viðburði fyrir öll skynfærin og aldrei að vita nema góðir gestir bætist í dagskránna.

115
28:49

Næst í spilun: Addi

Vinsælt í flokknum Addi