Kvíði með Steinunni Önnu sálfræðingi - Heilsuvarpið
Steinunn Anna er sálfræðingur hjá Litlu Kvíðameðferðarstöðinni og kennari í Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur sérhæft sig í kvíða hjá börnum og fullorðnum sem og áráttu og þráhyggju. Við tölum um kvíða í þessum þætti og hvernig við getum tæklað hann þegar hann dúkkar upp. Hvernig getum við berskjaldað okkur fyrir kvíða og sannað fyrir okkur að kvíðinn er oft verri í hausnum en í raunveruleikanum.