Tilfinningaþrungið ástand í Úkraínu
Forseti Úkraínu vonar að stríðinu þar í landi ljúki áður en árið er á enda, en í dag eru þrjú ár síðan Rússar réðust inn í Úkraínu. Íslensk stjórnvöld hafa boðað aukinn varnarstuðning til Úkraínu sem verður hátt í fjórir milljarðar á þessu ári og mun meðal annars nýtast til vopnakaupa.