Innlent

Ögranir Trumps halda á­fram og tugir leituðu á bráða­mót­töku í hálkunni

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Í hádegisfréttum heyrum við í lækni á bráðamóttökunni út af hálkuslysunum sem töldu marga tugi í morgun eftir að borgarbúar vöknuðu upp í flughálku.

Einnig fjöllum við um áframhaldandi ögranir Donalds Trumps Bandaríkjaforseta í garð Grænlands og tökum stöðuna hjá forsætisráðherra um þau mál.

Að auki fjöllum við áfram um áfengisneyslu eldri borgara hér á landi en formaður Landsambands eldri borgara segir fréttir af aukinni áfengisdrykkju eldra fólks hafa komið verulega á óvart.

Í sportpakkanum hitum við svo að sjálfsögðu upp fyrir stórleikinn í Kristianstad gegn Ungverjum í kvöld. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×