Fótbolti

Hannover stað­festir kaupin á Stefáni Teiti

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stefán Teitur Þórðarson í búningi Hannover 96.
Stefán Teitur Þórðarson í búningi Hannover 96. hannover 96

Stefán Teitur Þórðarson, landsliðsmaður í fótbolta, er genginn í raðir þýska B-deildarliðsins Hannover 96 frá Preston á Englandi. 

Stefán skrifaði undir þriggja ára samning við Hannover sem er í 5. sæti þýsku B-deildarinnar. Næsti leikur liðsins er gegn Kaiserslautern á sunnudaginn.

Skagamaðurinn hóf feril sinn í atvinnumennsku erlendis með Silkeborg 2020. Hann lék með danska liðinu í fjögur ár og varð bikarmeistari með því 2024.

Stefán fór til Preston sumarið 2024. Hann var í stóru hlutverki hjá liðinu á síðasta tímabili en spilaði ekki jafn mikið í vetur. Síðasti leikur Stefáns með Preston var gegn Oxford United 13. desember í fyrra.

Stefán er þriðji Íslendingurinn sem leikur með Hannover. Jóhannes Eðvaldsson var hjá félaginu 1981-82 og Gunnar Heiðar Þorvaldsson 2006-07.

Hinn 27 ára Stefán hefur leikið 34 landsleiki fyrir Ísland og skorað eitt mark.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×