Innlent

Ís­lenskum ríkis­borgurum fjölgaði fimm­tán sinnum meira en er­lendum

Kjartan Kjartansson skrifar
Byggingarverkamenn að störfum. Erlendum ríkisborgurum fjölgaði lítillega á milli mánaða en þeim hefur þó fjölgað nokkuð meira en íslenskum síðasta rúma árið. Stærsti hluti þeirra kemur frá Póllandi og Litáen.
Byggingarverkamenn að störfum. Erlendum ríkisborgurum fjölgaði lítillega á milli mánaða en þeim hefur þó fjölgað nokkuð meira en íslenskum síðasta rúma árið. Stærsti hluti þeirra kemur frá Póllandi og Litáen. Vísir/Vilhelm

Erlendum ríkisborgurum fjölgaði um ellefu á landinu á milli mánaða en íslenskum um 165, fimmtán sinnum meira. Síðasta rúma árið hefur erlendum ríkisborgurum þó fjölgað rúmlega helmingi meira en íslenskum.

Tæplega 84 þúsund erlendir ríkisborgarar voru búsettir á Íslandi 1. janúar samkvæmt nýjum tölum Þjóðskrár. Þeim fjölgaði um ellefu frá 1. desember. Mest fjölgaði rúmenskum ríkisborgurum, um 26. Þar á eftir komu ríkisborgarar frá Venesúela og Filippseyjum.

Erlendir ríkisborgarar eru rétt rúmur fimmtungur þeirra sem hafa búsetu á landinu sem er svo gott sem sama hlutfall og 1. desember árið 2024. Stærsti hlutinn er Pólverjar sem voru 6,5 prósent búsettra á landinu í byrjun þessa árs. Næstfjölmennasti hópurinn var Litáar, 1,5 prósent.

Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði um 2.121 frá loka árs 2024 þar til í byrjun þessa árs sem var fjölgun um 0,6 prósent. Á sama tíma fjölgaði erlendum ríkisborgurum um 3.404 eða rúm fjögur prósent. Það er rúmlega sextíu prósent meiri fjölgun en á meðal íslenskra ríkisborgara á sama tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×