Innlent

Utan­ríkis­mála­nefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver em­bættis­eið

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Í hádegisfréttum fjöllum við um stöðuna í heimsmálunum eftir innrás Bandaríkjamanna inn í Venesúela um helgina.

Delcy Rodríguez, varaforseti Venesúela, mun í dag sverja embættiseið og taka við sem forseti landsins, tímabundið í það minnsta.

Utanríkismálanefnd var kölluð saman til að funda um ástandið í heiminum að beiðni utanríkisráðherra og við ræðum við hana í fréttatímanum. 

Þá fjöllum við um Grænland en þar á bæ óttast menn nú sem aldrei fyrr að Trump-stjórnin láti verða af þeim hótunum sínum að taka landið yfir. 

Einnig segjum við frá aðgerðum lögreglu gegn áfengissölum um helgina. 

Í íþróttatímanum er það svo brotthvarf Rubens Amorim þjálfara Manchester United en hann fékk reisupassann eftir jafntefli við Leeds í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×