Grét og gat ekki kastað pílum fyrir aðeins fjórum árum Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. janúar 2026 11:49 Gian van Veen er langt frá þeim stað sem hann var áður. Adam Davy/PA Images via Getty Images Gian van Veen hefur þurft að yfirstíga mikla erfiðleika á leið sinni að úrslitaleiknum á HM í pílukasti. Hollendingurinn hefur átt frábært ár, hann varð Evrópumeistari og heimsmeistari ungmenna og komst svo í úrslitaleik HM í gærkvöldi eftir sigur gegn fyrrum tvöfalda heimsmeistaranum Gary Anderson. Þar mun hann mæta yngsta heimsmeistara sögunnar, Luke Littler, og van Veen gæti orðið sá næstyngsti. Hinn 22 ára gamli van Veen hefur áður sagt frá því að hann sé litblindur og eigi erfitt með að greina reitina á spjaldinu. Eftir undanúrslitaleikinn í gær sagði hann svo frá því á hjartnæman hátt að fyrir aðeins fjórum árum síðan hefði hann glímt við „Dartitis“ sem er andlegur sjúkdómur en hefur áhrif á líkamann og gerir mönnum ókleift að kasta pílum. „Dartitis“ hefur verið líkt við þekkt hugtak úr golfheiminum: „The Yips.“ Bæði pílukastarar og kylfingar í fremstu röð á heimsvísu hafa neyðst til að hætta þegar þeir lenda í þessu en van Veen yfirsteig erfiðleikana. „Fyrir bara þremur eða fjórum árum var ég í miklum vandræðum og ég man eftir því að hafa setið grátandi við kvöldmatarborðið, en þetta hefur allt verið þess virði“ sagði van Veen. „Ég vil þakka öllum þeim sem hafa hjálpað mér að komast hingað. Foreldrar mínir hafa fylgt mér á öll mót síðan ég var svona tólf ára og núna erum við komin hingað, þetta er ótrúlegt.“ „Ég glímdi við Dartitis í mörg ár og ástandið var mjög slæmt fyrir fjórum árum þegar ég var að stíga skrefið yfir í atvinnumennsku. En meira að segja á góðu tímunum hélt að úrslitaleikur HM myndi aldrei gerast fyrir mig. Þetta er draumur að rætast.“ Pílukast Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Handbolti Fleiri fréttir ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Tyson Fury snýr aftur í apríl Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Að gefnu tilefni vil ég ítreka að ég er ekki í afneitun“ „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Mættu með snjóinn með sér til Madrid Haukur klár og sami hópur og síðast Sjá meira
Hollendingurinn hefur átt frábært ár, hann varð Evrópumeistari og heimsmeistari ungmenna og komst svo í úrslitaleik HM í gærkvöldi eftir sigur gegn fyrrum tvöfalda heimsmeistaranum Gary Anderson. Þar mun hann mæta yngsta heimsmeistara sögunnar, Luke Littler, og van Veen gæti orðið sá næstyngsti. Hinn 22 ára gamli van Veen hefur áður sagt frá því að hann sé litblindur og eigi erfitt með að greina reitina á spjaldinu. Eftir undanúrslitaleikinn í gær sagði hann svo frá því á hjartnæman hátt að fyrir aðeins fjórum árum síðan hefði hann glímt við „Dartitis“ sem er andlegur sjúkdómur en hefur áhrif á líkamann og gerir mönnum ókleift að kasta pílum. „Dartitis“ hefur verið líkt við þekkt hugtak úr golfheiminum: „The Yips.“ Bæði pílukastarar og kylfingar í fremstu röð á heimsvísu hafa neyðst til að hætta þegar þeir lenda í þessu en van Veen yfirsteig erfiðleikana. „Fyrir bara þremur eða fjórum árum var ég í miklum vandræðum og ég man eftir því að hafa setið grátandi við kvöldmatarborðið, en þetta hefur allt verið þess virði“ sagði van Veen. „Ég vil þakka öllum þeim sem hafa hjálpað mér að komast hingað. Foreldrar mínir hafa fylgt mér á öll mót síðan ég var svona tólf ára og núna erum við komin hingað, þetta er ótrúlegt.“ „Ég glímdi við Dartitis í mörg ár og ástandið var mjög slæmt fyrir fjórum árum þegar ég var að stíga skrefið yfir í atvinnumennsku. En meira að segja á góðu tímunum hélt að úrslitaleikur HM myndi aldrei gerast fyrir mig. Þetta er draumur að rætast.“
Pílukast Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Handbolti Fleiri fréttir ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Tyson Fury snýr aftur í apríl Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Að gefnu tilefni vil ég ítreka að ég er ekki í afneitun“ „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Mættu með snjóinn með sér til Madrid Haukur klár og sami hópur og síðast Sjá meira