Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. janúar 2026 21:41 Gian van Veen gat verið sáttur með spilamennsku sína í kvöld. Getty/ Andrew Redington Hinn 23 ára gamli Gian van Veen tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitunum í fyrsta sinn á heimsmeistaramótinu í pílukasti. Van Veen gerði það með stæl þegar hann vann 5-1 sigur á fyrrverandi heimsmeistaranum Luke Humphries. Spilamennska þessara fyrrum heimsmeistaraunglinga var mögnuð en heimsmeistarinn frá 2024 átti fá svör við góðum leik Hollendingsins. Van Veen mætir Gary Anderson í undanúrslitunum á morgun en í hinum leiknum mætast síðan Luke Littler og Ryan Searle. Van Veen var með 105,41 í meðaltali og það dugði ekki Humphries að vera með 101,12 í meðaltali í þessum leik. Hann fékk samt skell á móti flugbeittum Hollendingi. Með þessum árangri kemst Van Veen upp í þriðja sæti heimslistans og þar með upp fyrir landa sinn Michael van Gerwen. „Sérðu þetta bros? Ég hætti ekki að brosa næstu 24 tímana,“ sagði Gian van Veen í viðtali eftir leikinn. Leið virkilega vel í dag „Mér leið virkilega, virkilega vel í dag. Ég sá á skjánum að ég var með 105 í meðaltali og það lýsir því hvernig mér leið. Ólýsanlegt,“ sagði Van Veen en hvernig var að spila á móti Luke Humphries? „Hann er frábær spilari og þegar þú spilar á móti Luke veistu að þú þarft að spila þinn besta leik til að eiga möguleika á að sigra hann og það er það sem ég vissi í dag og það sem ég bjó mig undir,“ sagði Van Veen. Hann var svo spurður út í það að vera í þriðja sæti heimslistans og efstur Hollendinga, á undan Michael van Gerwen. „Ég er svo stoltur“ „Ég er svo stoltur. Sem Hollendingur, þegar ég byrjaði að spila pílukast, var Michael van Gerwen efstur Hollendinga og maður vissi alltaf að hann yrði númer eitt, maður vonaðist bara til að verða númer tvö, þannig að það er ótrúlegt að vera númer eitt,“ sagði Van Veen. „Kannski er ég núna efstur Hollendinga á styrkleikalistanum, en ég held að allir Hollendingar séu sammála um það – Michael van Gerwen verður alltaf okkar númer eitt, en já, í bili er ég það á listanum,“ sagði Van Veen. „Ég hlakka mikið til, en ég hlakka mest til morgunkvöldsins, að fá spila á móti átrúnaðargoðinu mínu, Gary Anderson,“ sagði Van Veen. Pílukast Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Handbolti Fleiri fréttir ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Tyson Fury snýr aftur í apríl Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Að gefnu tilefni vil ég ítreka að ég er ekki í afneitun“ „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Mættu með snjóinn með sér til Madrid Haukur klár og sami hópur og síðast Sjá meira
Van Veen gerði það með stæl þegar hann vann 5-1 sigur á fyrrverandi heimsmeistaranum Luke Humphries. Spilamennska þessara fyrrum heimsmeistaraunglinga var mögnuð en heimsmeistarinn frá 2024 átti fá svör við góðum leik Hollendingsins. Van Veen mætir Gary Anderson í undanúrslitunum á morgun en í hinum leiknum mætast síðan Luke Littler og Ryan Searle. Van Veen var með 105,41 í meðaltali og það dugði ekki Humphries að vera með 101,12 í meðaltali í þessum leik. Hann fékk samt skell á móti flugbeittum Hollendingi. Með þessum árangri kemst Van Veen upp í þriðja sæti heimslistans og þar með upp fyrir landa sinn Michael van Gerwen. „Sérðu þetta bros? Ég hætti ekki að brosa næstu 24 tímana,“ sagði Gian van Veen í viðtali eftir leikinn. Leið virkilega vel í dag „Mér leið virkilega, virkilega vel í dag. Ég sá á skjánum að ég var með 105 í meðaltali og það lýsir því hvernig mér leið. Ólýsanlegt,“ sagði Van Veen en hvernig var að spila á móti Luke Humphries? „Hann er frábær spilari og þegar þú spilar á móti Luke veistu að þú þarft að spila þinn besta leik til að eiga möguleika á að sigra hann og það er það sem ég vissi í dag og það sem ég bjó mig undir,“ sagði Van Veen. Hann var svo spurður út í það að vera í þriðja sæti heimslistans og efstur Hollendinga, á undan Michael van Gerwen. „Ég er svo stoltur“ „Ég er svo stoltur. Sem Hollendingur, þegar ég byrjaði að spila pílukast, var Michael van Gerwen efstur Hollendinga og maður vissi alltaf að hann yrði númer eitt, maður vonaðist bara til að verða númer tvö, þannig að það er ótrúlegt að vera númer eitt,“ sagði Van Veen. „Kannski er ég núna efstur Hollendinga á styrkleikalistanum, en ég held að allir Hollendingar séu sammála um það – Michael van Gerwen verður alltaf okkar númer eitt, en já, í bili er ég það á listanum,“ sagði Van Veen. „Ég hlakka mikið til, en ég hlakka mest til morgunkvöldsins, að fá spila á móti átrúnaðargoðinu mínu, Gary Anderson,“ sagði Van Veen.
Pílukast Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Handbolti Fleiri fréttir ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Tyson Fury snýr aftur í apríl Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Að gefnu tilefni vil ég ítreka að ég er ekki í afneitun“ „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Mættu með snjóinn með sér til Madrid Haukur klár og sami hópur og síðast Sjá meira