Enski boltinn

Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og á­fram markaleysi án hans

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Blackburn Rovers saknar Andra Lucasar Guðjohnsen sem er að glíma við meiðsli.
Blackburn Rovers saknar Andra Lucasar Guðjohnsen sem er að glíma við meiðsli. Getty/Gary Oakley

Blackburn Rovers varð enn á ný að spila án íslenska landsliðsframherjans Andra Lucas Guðjohnsen og það endaði ekki vel, ekki frekar en fyrri daginn.

Blackburn tapaði í dag 2-0 á heimavelli á móti Wrexham í ensku B-deildinni í fótbolta.

Liðið hefur aðeins náð í tvö stig í síðustu þremur leikjum og situr í nítjánda sæti deildarinnar.

Sam Smith (á 11. mínútu) og Oliver Rathbone (á 38. mínútu) skoruðu fyrir Wrexham sem komst upp í áttunda sæti með þessum sigri.

Þetta var þriðji leikurinn sem Andri Lucas missir af vegna meiðsla og hinir tveir enduðu með markalausu jafntefli á móti Middlesbrough og Sheffield Wednesday.

Blackburn hefur því spilað 294 mínútur án þess að skora síðan Andri var síðast inni á vellinum.

Hann skoraði í síðasta leik sínum sem var 2-0 sigur á Millwall 20. desember.

Andri hefur alls skorað sjö mörk í sautján deildarleikjum á sinni fyrstu leiktíð með Blackburn Rovers.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×